Samskiptaörðugleikar ráðherra og forstjóra HSS áhyggjuefni Bjarki Sigurðsson skrifar 26. júní 2023 21:01 Guðbrandur Einarsson er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Vísir/Bjarki Þingmaður Viðreisnar segir slæm samskipti forstjóra HSS og heilbrigðisráðherra hljóta að vera áhyggjuefni fyrir íbúa svæðisins. Ekkert varð fundi heilbrigiðsráðherra með forstjóranum í dag sem var frestað á síðustu stundu. Fyrir helgi sendi Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsti því yfir að hann hafi orðið fyrir óviðunandi framkomu af hálfu Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Þá vildi hann meina að stofnunin væri stórkostlega fjársvelt og benti á að framlög til HSS á hvern íbúa hafi dregist saman um 27 prósent á fimmtán árum. Ráðherrann og forstjórinn áttu að funda í heilbrigðisráðuneytinu í dag en var fundinum frestað á síðustu stundu. Skipunartími forstjórans rennur út snemma á næsta ári og samkvæmt heimildum fréttastofu stendur ekki til að framlengja hann. Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi, segir það ekki hafa komið honum á óvart að sjá yfirlýsingu forstjórans þar sem staðan sé grafalvarleg. „Við erum að kljást við ýmiskonar vanda. Hér erum við í næsta nágrenni við flugvöll, við erum í næsta nágrenni við stærsta ferðamannastað á Íslandi. Við erum með mikið af fólki af erlendum uppruna. Þetta býr til aukna þjónustuþörf hjá stofnuninni. Í raun og veru ættum við að fá meira en minna,“ segir Guðbrandur. Hann telur að gallað reiknilíkan stjórnvalda valdi því að íbúar á svæðinu fái minni framlög á haus. Þá geti hann lítið tjáð sig um samskipti ráðherrans og forstjórans þó hann skilji að þar sé ágreiningur. „Ég skil vel að það séu átök á milli manna þegar fólk er að gæta sitthvorra hagsmunanna. En að öðru leyti held ég að ég geti ekki tjáð mig um það,“ segir Guðbrandur. En þetta hlýtur að vera smá áhyggjuefni fyrir svæðið að þeir séu ekki að ná vel saman? „Vissulega, það hlýtur að vera áhyggjuefni og við þurfum einhvern veginn að leysa úr því.“ Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Tengdar fréttir Sveltistefna Að skoða framlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er sorglegt og ekki er hægt að lesa út úr því annað en að ólin sé svo hert að það bitnar verulega á íbúum svæðisins, og hafi gert um langt árabil. Samantekt Deloitte staðfestir þetta. Þegar fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru skoðaðar kemur í ljós að þær hafa hækkað um 10% frá árinu 2008 til 2022. Séu þessi framlög skoðuð miðað við fjölda íbúa kemur hins vegar í ljós að framlögin hafa lækkað um 22%. 12. október 2022 07:00 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Fyrir helgi sendi Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsti því yfir að hann hafi orðið fyrir óviðunandi framkomu af hálfu Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Þá vildi hann meina að stofnunin væri stórkostlega fjársvelt og benti á að framlög til HSS á hvern íbúa hafi dregist saman um 27 prósent á fimmtán árum. Ráðherrann og forstjórinn áttu að funda í heilbrigðisráðuneytinu í dag en var fundinum frestað á síðustu stundu. Skipunartími forstjórans rennur út snemma á næsta ári og samkvæmt heimildum fréttastofu stendur ekki til að framlengja hann. Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi, segir það ekki hafa komið honum á óvart að sjá yfirlýsingu forstjórans þar sem staðan sé grafalvarleg. „Við erum að kljást við ýmiskonar vanda. Hér erum við í næsta nágrenni við flugvöll, við erum í næsta nágrenni við stærsta ferðamannastað á Íslandi. Við erum með mikið af fólki af erlendum uppruna. Þetta býr til aukna þjónustuþörf hjá stofnuninni. Í raun og veru ættum við að fá meira en minna,“ segir Guðbrandur. Hann telur að gallað reiknilíkan stjórnvalda valdi því að íbúar á svæðinu fái minni framlög á haus. Þá geti hann lítið tjáð sig um samskipti ráðherrans og forstjórans þó hann skilji að þar sé ágreiningur. „Ég skil vel að það séu átök á milli manna þegar fólk er að gæta sitthvorra hagsmunanna. En að öðru leyti held ég að ég geti ekki tjáð mig um það,“ segir Guðbrandur. En þetta hlýtur að vera smá áhyggjuefni fyrir svæðið að þeir séu ekki að ná vel saman? „Vissulega, það hlýtur að vera áhyggjuefni og við þurfum einhvern veginn að leysa úr því.“
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Tengdar fréttir Sveltistefna Að skoða framlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er sorglegt og ekki er hægt að lesa út úr því annað en að ólin sé svo hert að það bitnar verulega á íbúum svæðisins, og hafi gert um langt árabil. Samantekt Deloitte staðfestir þetta. Þegar fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru skoðaðar kemur í ljós að þær hafa hækkað um 10% frá árinu 2008 til 2022. Séu þessi framlög skoðuð miðað við fjölda íbúa kemur hins vegar í ljós að framlögin hafa lækkað um 22%. 12. október 2022 07:00 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Sveltistefna Að skoða framlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er sorglegt og ekki er hægt að lesa út úr því annað en að ólin sé svo hert að það bitnar verulega á íbúum svæðisins, og hafi gert um langt árabil. Samantekt Deloitte staðfestir þetta. Þegar fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru skoðaðar kemur í ljós að þær hafa hækkað um 10% frá árinu 2008 til 2022. Séu þessi framlög skoðuð miðað við fjölda íbúa kemur hins vegar í ljós að framlögin hafa lækkað um 22%. 12. október 2022 07:00