Samskiptaörðugleikar ráðherra og forstjóra HSS áhyggjuefni Bjarki Sigurðsson skrifar 26. júní 2023 21:01 Guðbrandur Einarsson er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Vísir/Bjarki Þingmaður Viðreisnar segir slæm samskipti forstjóra HSS og heilbrigðisráðherra hljóta að vera áhyggjuefni fyrir íbúa svæðisins. Ekkert varð fundi heilbrigiðsráðherra með forstjóranum í dag sem var frestað á síðustu stundu. Fyrir helgi sendi Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsti því yfir að hann hafi orðið fyrir óviðunandi framkomu af hálfu Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Þá vildi hann meina að stofnunin væri stórkostlega fjársvelt og benti á að framlög til HSS á hvern íbúa hafi dregist saman um 27 prósent á fimmtán árum. Ráðherrann og forstjórinn áttu að funda í heilbrigðisráðuneytinu í dag en var fundinum frestað á síðustu stundu. Skipunartími forstjórans rennur út snemma á næsta ári og samkvæmt heimildum fréttastofu stendur ekki til að framlengja hann. Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi, segir það ekki hafa komið honum á óvart að sjá yfirlýsingu forstjórans þar sem staðan sé grafalvarleg. „Við erum að kljást við ýmiskonar vanda. Hér erum við í næsta nágrenni við flugvöll, við erum í næsta nágrenni við stærsta ferðamannastað á Íslandi. Við erum með mikið af fólki af erlendum uppruna. Þetta býr til aukna þjónustuþörf hjá stofnuninni. Í raun og veru ættum við að fá meira en minna,“ segir Guðbrandur. Hann telur að gallað reiknilíkan stjórnvalda valdi því að íbúar á svæðinu fái minni framlög á haus. Þá geti hann lítið tjáð sig um samskipti ráðherrans og forstjórans þó hann skilji að þar sé ágreiningur. „Ég skil vel að það séu átök á milli manna þegar fólk er að gæta sitthvorra hagsmunanna. En að öðru leyti held ég að ég geti ekki tjáð mig um það,“ segir Guðbrandur. En þetta hlýtur að vera smá áhyggjuefni fyrir svæðið að þeir séu ekki að ná vel saman? „Vissulega, það hlýtur að vera áhyggjuefni og við þurfum einhvern veginn að leysa úr því.“ Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Tengdar fréttir Sveltistefna Að skoða framlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er sorglegt og ekki er hægt að lesa út úr því annað en að ólin sé svo hert að það bitnar verulega á íbúum svæðisins, og hafi gert um langt árabil. Samantekt Deloitte staðfestir þetta. Þegar fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru skoðaðar kemur í ljós að þær hafa hækkað um 10% frá árinu 2008 til 2022. Séu þessi framlög skoðuð miðað við fjölda íbúa kemur hins vegar í ljós að framlögin hafa lækkað um 22%. 12. október 2022 07:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira
Fyrir helgi sendi Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsti því yfir að hann hafi orðið fyrir óviðunandi framkomu af hálfu Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Þá vildi hann meina að stofnunin væri stórkostlega fjársvelt og benti á að framlög til HSS á hvern íbúa hafi dregist saman um 27 prósent á fimmtán árum. Ráðherrann og forstjórinn áttu að funda í heilbrigðisráðuneytinu í dag en var fundinum frestað á síðustu stundu. Skipunartími forstjórans rennur út snemma á næsta ári og samkvæmt heimildum fréttastofu stendur ekki til að framlengja hann. Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi, segir það ekki hafa komið honum á óvart að sjá yfirlýsingu forstjórans þar sem staðan sé grafalvarleg. „Við erum að kljást við ýmiskonar vanda. Hér erum við í næsta nágrenni við flugvöll, við erum í næsta nágrenni við stærsta ferðamannastað á Íslandi. Við erum með mikið af fólki af erlendum uppruna. Þetta býr til aukna þjónustuþörf hjá stofnuninni. Í raun og veru ættum við að fá meira en minna,“ segir Guðbrandur. Hann telur að gallað reiknilíkan stjórnvalda valdi því að íbúar á svæðinu fái minni framlög á haus. Þá geti hann lítið tjáð sig um samskipti ráðherrans og forstjórans þó hann skilji að þar sé ágreiningur. „Ég skil vel að það séu átök á milli manna þegar fólk er að gæta sitthvorra hagsmunanna. En að öðru leyti held ég að ég geti ekki tjáð mig um það,“ segir Guðbrandur. En þetta hlýtur að vera smá áhyggjuefni fyrir svæðið að þeir séu ekki að ná vel saman? „Vissulega, það hlýtur að vera áhyggjuefni og við þurfum einhvern veginn að leysa úr því.“
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Tengdar fréttir Sveltistefna Að skoða framlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er sorglegt og ekki er hægt að lesa út úr því annað en að ólin sé svo hert að það bitnar verulega á íbúum svæðisins, og hafi gert um langt árabil. Samantekt Deloitte staðfestir þetta. Þegar fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru skoðaðar kemur í ljós að þær hafa hækkað um 10% frá árinu 2008 til 2022. Séu þessi framlög skoðuð miðað við fjölda íbúa kemur hins vegar í ljós að framlögin hafa lækkað um 22%. 12. október 2022 07:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira
Sveltistefna Að skoða framlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er sorglegt og ekki er hægt að lesa út úr því annað en að ólin sé svo hert að það bitnar verulega á íbúum svæðisins, og hafi gert um langt árabil. Samantekt Deloitte staðfestir þetta. Þegar fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru skoðaðar kemur í ljós að þær hafa hækkað um 10% frá árinu 2008 til 2022. Séu þessi framlög skoðuð miðað við fjölda íbúa kemur hins vegar í ljós að framlögin hafa lækkað um 22%. 12. október 2022 07:00