Samskiptaörðugleikar ráðherra og forstjóra HSS áhyggjuefni Bjarki Sigurðsson skrifar 26. júní 2023 21:01 Guðbrandur Einarsson er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Vísir/Bjarki Þingmaður Viðreisnar segir slæm samskipti forstjóra HSS og heilbrigðisráðherra hljóta að vera áhyggjuefni fyrir íbúa svæðisins. Ekkert varð fundi heilbrigiðsráðherra með forstjóranum í dag sem var frestað á síðustu stundu. Fyrir helgi sendi Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsti því yfir að hann hafi orðið fyrir óviðunandi framkomu af hálfu Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Þá vildi hann meina að stofnunin væri stórkostlega fjársvelt og benti á að framlög til HSS á hvern íbúa hafi dregist saman um 27 prósent á fimmtán árum. Ráðherrann og forstjórinn áttu að funda í heilbrigðisráðuneytinu í dag en var fundinum frestað á síðustu stundu. Skipunartími forstjórans rennur út snemma á næsta ári og samkvæmt heimildum fréttastofu stendur ekki til að framlengja hann. Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi, segir það ekki hafa komið honum á óvart að sjá yfirlýsingu forstjórans þar sem staðan sé grafalvarleg. „Við erum að kljást við ýmiskonar vanda. Hér erum við í næsta nágrenni við flugvöll, við erum í næsta nágrenni við stærsta ferðamannastað á Íslandi. Við erum með mikið af fólki af erlendum uppruna. Þetta býr til aukna þjónustuþörf hjá stofnuninni. Í raun og veru ættum við að fá meira en minna,“ segir Guðbrandur. Hann telur að gallað reiknilíkan stjórnvalda valdi því að íbúar á svæðinu fái minni framlög á haus. Þá geti hann lítið tjáð sig um samskipti ráðherrans og forstjórans þó hann skilji að þar sé ágreiningur. „Ég skil vel að það séu átök á milli manna þegar fólk er að gæta sitthvorra hagsmunanna. En að öðru leyti held ég að ég geti ekki tjáð mig um það,“ segir Guðbrandur. En þetta hlýtur að vera smá áhyggjuefni fyrir svæðið að þeir séu ekki að ná vel saman? „Vissulega, það hlýtur að vera áhyggjuefni og við þurfum einhvern veginn að leysa úr því.“ Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Tengdar fréttir Sveltistefna Að skoða framlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er sorglegt og ekki er hægt að lesa út úr því annað en að ólin sé svo hert að það bitnar verulega á íbúum svæðisins, og hafi gert um langt árabil. Samantekt Deloitte staðfestir þetta. Þegar fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru skoðaðar kemur í ljós að þær hafa hækkað um 10% frá árinu 2008 til 2022. Séu þessi framlög skoðuð miðað við fjölda íbúa kemur hins vegar í ljós að framlögin hafa lækkað um 22%. 12. október 2022 07:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sjá meira
Fyrir helgi sendi Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsti því yfir að hann hafi orðið fyrir óviðunandi framkomu af hálfu Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Þá vildi hann meina að stofnunin væri stórkostlega fjársvelt og benti á að framlög til HSS á hvern íbúa hafi dregist saman um 27 prósent á fimmtán árum. Ráðherrann og forstjórinn áttu að funda í heilbrigðisráðuneytinu í dag en var fundinum frestað á síðustu stundu. Skipunartími forstjórans rennur út snemma á næsta ári og samkvæmt heimildum fréttastofu stendur ekki til að framlengja hann. Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi, segir það ekki hafa komið honum á óvart að sjá yfirlýsingu forstjórans þar sem staðan sé grafalvarleg. „Við erum að kljást við ýmiskonar vanda. Hér erum við í næsta nágrenni við flugvöll, við erum í næsta nágrenni við stærsta ferðamannastað á Íslandi. Við erum með mikið af fólki af erlendum uppruna. Þetta býr til aukna þjónustuþörf hjá stofnuninni. Í raun og veru ættum við að fá meira en minna,“ segir Guðbrandur. Hann telur að gallað reiknilíkan stjórnvalda valdi því að íbúar á svæðinu fái minni framlög á haus. Þá geti hann lítið tjáð sig um samskipti ráðherrans og forstjórans þó hann skilji að þar sé ágreiningur. „Ég skil vel að það séu átök á milli manna þegar fólk er að gæta sitthvorra hagsmunanna. En að öðru leyti held ég að ég geti ekki tjáð mig um það,“ segir Guðbrandur. En þetta hlýtur að vera smá áhyggjuefni fyrir svæðið að þeir séu ekki að ná vel saman? „Vissulega, það hlýtur að vera áhyggjuefni og við þurfum einhvern veginn að leysa úr því.“
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Tengdar fréttir Sveltistefna Að skoða framlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er sorglegt og ekki er hægt að lesa út úr því annað en að ólin sé svo hert að það bitnar verulega á íbúum svæðisins, og hafi gert um langt árabil. Samantekt Deloitte staðfestir þetta. Þegar fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru skoðaðar kemur í ljós að þær hafa hækkað um 10% frá árinu 2008 til 2022. Séu þessi framlög skoðuð miðað við fjölda íbúa kemur hins vegar í ljós að framlögin hafa lækkað um 22%. 12. október 2022 07:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sjá meira
Sveltistefna Að skoða framlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er sorglegt og ekki er hægt að lesa út úr því annað en að ólin sé svo hert að það bitnar verulega á íbúum svæðisins, og hafi gert um langt árabil. Samantekt Deloitte staðfestir þetta. Þegar fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru skoðaðar kemur í ljós að þær hafa hækkað um 10% frá árinu 2008 til 2022. Séu þessi framlög skoðuð miðað við fjölda íbúa kemur hins vegar í ljós að framlögin hafa lækkað um 22%. 12. október 2022 07:00