Ólögmæt notkun Stjörnugríss á íslenska fánanum Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2023 15:35 Stjörnugrís hefur verið mikið í fjölmiðlum upp á síðkastið, aðallega vegna umfjöllunar um sláturaðferðir fyrirtækisins. Samsett Neytendastofa hefur bannað Stjörnugrís að merkja Smass-hamborgara sína með íslenska fánanum þar sem kjötið er ekki alíslenskt. Neytendastofa segir fyrirtækið stunda óréttmæta viðskiptahætti sökum villandi upplýsinga þar sem hamborgararnir eru að mestu úr þýsku nautakjöti. Þetta segir í tilkynningu á vef Neytendastofu. Þar segir að Neytendastofa hafi tekið ákvörðun gagnvart Stjörnugrís hf. vegna óheimilar notkunar félagsins á þjóðfána Íslendinga á umbúðum fyrir Smass hamborgara sem voru að stærstum hluta framleiddir úr þýsku nautakjöti. „Var það mat stofnunarinnar að þar sem íslenskar nautaafurðir mynduðu aðeins rétt rúmlega 20% af innihaldi Smass hamborgurum félagsins gæti hún ekki talist íslensk, þar sem innflutt hráefni væri einkennandi hluti hennar og það eðlislíkt búvöru sem er framleidd hér á landi,“ sagði einnig. Félaginu hafi því verið óheimilt að nota brot úr þjóðfána Íslendinga við markaðssetningu á umræddri vöru. Hér má sjá smass-borgara Stjörnugríss.Heimkaup Þar að auki hafi notkun fyrirtækisins á íslenska þjóðfánanum á framhlið umbúðanna falið í sér villandi upplýsingar til neytenda um uppruna vörunnar. Neytendur hafi mátt ganga út frá því að um íslenska vöru væri að ræða og því hafi fyrirtækið veitt rangar upplýsingar og viðskiptahættir þess þar af leiðandi verið óréttmætir. Hins vegar hyggst Neytendastofa ekki sekta Stjörnugrís þar sem fyrirtækið var búið að líma þýska fánann yfir þann íslenska í kjölfar bannsins. Stjörnugrís hefur verið töluvert mikið í umfjöllun undanfarið vegna þess að það er eina sláturhúsið á Íslandi sem gasar svín. Að sögn innanbúðarmanns hjá fyrirtækinu þjást svínin verulega við gösunina, öskra og ærast áður en þau taka síðasta andardráttinn. Matvælaframleiðsla Neytendur Íslenski fáninn Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Eitt sláturhús á Íslandi gasar svín Eitt af fjórum svínasláturhúsum á Íslandi notar koltvíoxíð gas til að aflífa svín. Thelma Róbertsdóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir þetta samræmast lögum um dýravelferð og Evrópureglugerð. Enn þá sé þetta besta aðferðin til aflífunar svína. 14. júní 2023 14:18 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef Neytendastofu. Þar segir að Neytendastofa hafi tekið ákvörðun gagnvart Stjörnugrís hf. vegna óheimilar notkunar félagsins á þjóðfána Íslendinga á umbúðum fyrir Smass hamborgara sem voru að stærstum hluta framleiddir úr þýsku nautakjöti. „Var það mat stofnunarinnar að þar sem íslenskar nautaafurðir mynduðu aðeins rétt rúmlega 20% af innihaldi Smass hamborgurum félagsins gæti hún ekki talist íslensk, þar sem innflutt hráefni væri einkennandi hluti hennar og það eðlislíkt búvöru sem er framleidd hér á landi,“ sagði einnig. Félaginu hafi því verið óheimilt að nota brot úr þjóðfána Íslendinga við markaðssetningu á umræddri vöru. Hér má sjá smass-borgara Stjörnugríss.Heimkaup Þar að auki hafi notkun fyrirtækisins á íslenska þjóðfánanum á framhlið umbúðanna falið í sér villandi upplýsingar til neytenda um uppruna vörunnar. Neytendur hafi mátt ganga út frá því að um íslenska vöru væri að ræða og því hafi fyrirtækið veitt rangar upplýsingar og viðskiptahættir þess þar af leiðandi verið óréttmætir. Hins vegar hyggst Neytendastofa ekki sekta Stjörnugrís þar sem fyrirtækið var búið að líma þýska fánann yfir þann íslenska í kjölfar bannsins. Stjörnugrís hefur verið töluvert mikið í umfjöllun undanfarið vegna þess að það er eina sláturhúsið á Íslandi sem gasar svín. Að sögn innanbúðarmanns hjá fyrirtækinu þjást svínin verulega við gösunina, öskra og ærast áður en þau taka síðasta andardráttinn.
Matvælaframleiðsla Neytendur Íslenski fáninn Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Eitt sláturhús á Íslandi gasar svín Eitt af fjórum svínasláturhúsum á Íslandi notar koltvíoxíð gas til að aflífa svín. Thelma Róbertsdóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir þetta samræmast lögum um dýravelferð og Evrópureglugerð. Enn þá sé þetta besta aðferðin til aflífunar svína. 14. júní 2023 14:18 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Sjá meira
Eitt sláturhús á Íslandi gasar svín Eitt af fjórum svínasláturhúsum á Íslandi notar koltvíoxíð gas til að aflífa svín. Thelma Róbertsdóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir þetta samræmast lögum um dýravelferð og Evrópureglugerð. Enn þá sé þetta besta aðferðin til aflífunar svína. 14. júní 2023 14:18