Fjölþjóðleg rannsókn á kafbátaslysinu í fullum gangi Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2023 09:18 Jason Neubauer, aðalrannsakandi bandarísku strandgæslunnar, ræðir við fréttamenn í Boston á austurströnd Bandaríkjanna í gær. AP/Steven Senne Rannsakendur safna nú vísbendingum um um afdrif kafbátsins Títans sem fórst í Norður-Atlantshafi við flak Títanik saman á Nýfundnalandi. Fimm stofnanir frá fjórum löndum taka þátt í rannsókninni en ekki er ljóst hve langan tíma hún gæti tekið. Fimm karlmenn fórust þegar kafbáturinn Títan hrundi saman á leiðinni að Títanik fyrir rúmri viku. Fjölþjóðlegur hópur stofnana rannsakar hvað olli því að kafbáturinn kramdist undan þrýstingi. Rannsakendurir koma frá bandarísku strandgæslunni, samgönguöryggisnefndum Bandaríkjanna annars vegar og Kanada hins vegar, og frönsku og bresku sjóslysarannsóknarnefndunum, að sögn AP-fréttastofunnar. Bækistöðvar rannsakendanna eru í St. John's á Nýfundnalandi og safna þeir vísbendingum sem finnast saman þar í samstarfi við kanadísk yfirvöld. Brak úr kafbátnum fannst tæpan hálfan kílómetra frá flaki Títanik, á um 3.800 metra dýpi. Jason Neubauer, aðalrannsakandi bandarísku strandgæslunnar, sagði í gær að búið væri að kortleggja slysstaðinn og að unnið væri að því að safna leifum bátsins af hafsbotninum. Hann gat ekki sagt hve langan tíma rannsóknin gæti tekið. Töldu gögn sjóhersins ekki nógu afgerandi til að hætta leit Rannsóknin beinist meðal annars að því hvenær báturinn féll saman. Bandaríski sjóherinn nam hljóð sem passaði við innsprengingu á þeim slóðum sem báturinn var strax daginn sem samband rofnaði við hann. Bandaríska strandgæslan hélt engu að síður áfram að leita á bátnum þar sem gögn sjóhersins voru ekki talin nægilega afgerandi til þess að slá því föstu að báturinn hefði farist. Þá var enn talið að áhöfnin hefði nægilegt súrefni til að vera ennþá á lífi. Þær vonir slökknuðu þegar brak úr kafbátnum fannst snemma á fimmtudagsmorgun. Gæti orðið að sakamálarannsókn Kanadísku rannsakendurnir sögðust á laugardaga ræða við þá sem voru um borð í Polar Prince, móðurskipi Títans. Skipið sigldi frá kanadískri höfn og undir kanadísku flaggi. Mögulegt er að rannsóknin færist til löggæsluyfirvalda ef tilefni þykir til. Bandaríska strandgæslan hefur heimild til þess að vísa málum til saksóknara. Kanadíska riddaralögreglan greindi frá því um helgina að hún kanni nú hvort að vísbendingar séu um að lög hafi verið brotin í aðdraganda slyssins. Komi það í ljós tekur hún við rannsókn slyssins. Bæði fyrrverandi starfsmenn Oceangate, útgerðar Títans, og fyrrverandi farþegar höfðu efast um öryggi kafbátsins. Hann hafði ekki verið vottaður af viðurkenndum aðilum í djúpsjávarköfun og hvergi skráður hjá viðeigandi stofnunum. Stockton Rush, forstjóri Oceangate, hafði sjálfur lýst því hvernig reglugerðir væru of íþyngjandi og fyrirtækið hefði notað óviðurkenndar aðferðir við smíði bátsins. Rush fórst með Títan. Bandaríkin Kanada Bretland Frakkland Titanic Tengdar fréttir Áhafnar kafbátarins minnst um allan heim Mannanna fimm sem létust um borð í kafbátnum Títan hefur verið minnst um allan heim undanfarinn sólarhring. Fjölskyldur þeirra hafa birt yfirlýsingar þar sem þær lýsa mikilli sorg vegna örlaga þeirra og segja þá munu lifa áfram í minningum þeirra. 23. júní 2023 11:06 Undravert hve lík örlög Titan og Titanic séu James Cameron, leikstjóri Titanic og sjávarkönnuður, segir örlög kafbátsins Titan og skipsins Titanic ískyggilega lík. Hvort tveggja væru harmleikir þar sem skipstjórar voru varaðir við en hunsuðu ráðleggingar og héldu ótrauðir áfram út í dauðann. 23. júní 2023 00:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Fimm karlmenn fórust þegar kafbáturinn Títan hrundi saman á leiðinni að Títanik fyrir rúmri viku. Fjölþjóðlegur hópur stofnana rannsakar hvað olli því að kafbáturinn kramdist undan þrýstingi. Rannsakendurir koma frá bandarísku strandgæslunni, samgönguöryggisnefndum Bandaríkjanna annars vegar og Kanada hins vegar, og frönsku og bresku sjóslysarannsóknarnefndunum, að sögn AP-fréttastofunnar. Bækistöðvar rannsakendanna eru í St. John's á Nýfundnalandi og safna þeir vísbendingum sem finnast saman þar í samstarfi við kanadísk yfirvöld. Brak úr kafbátnum fannst tæpan hálfan kílómetra frá flaki Títanik, á um 3.800 metra dýpi. Jason Neubauer, aðalrannsakandi bandarísku strandgæslunnar, sagði í gær að búið væri að kortleggja slysstaðinn og að unnið væri að því að safna leifum bátsins af hafsbotninum. Hann gat ekki sagt hve langan tíma rannsóknin gæti tekið. Töldu gögn sjóhersins ekki nógu afgerandi til að hætta leit Rannsóknin beinist meðal annars að því hvenær báturinn féll saman. Bandaríski sjóherinn nam hljóð sem passaði við innsprengingu á þeim slóðum sem báturinn var strax daginn sem samband rofnaði við hann. Bandaríska strandgæslan hélt engu að síður áfram að leita á bátnum þar sem gögn sjóhersins voru ekki talin nægilega afgerandi til þess að slá því föstu að báturinn hefði farist. Þá var enn talið að áhöfnin hefði nægilegt súrefni til að vera ennþá á lífi. Þær vonir slökknuðu þegar brak úr kafbátnum fannst snemma á fimmtudagsmorgun. Gæti orðið að sakamálarannsókn Kanadísku rannsakendurnir sögðust á laugardaga ræða við þá sem voru um borð í Polar Prince, móðurskipi Títans. Skipið sigldi frá kanadískri höfn og undir kanadísku flaggi. Mögulegt er að rannsóknin færist til löggæsluyfirvalda ef tilefni þykir til. Bandaríska strandgæslan hefur heimild til þess að vísa málum til saksóknara. Kanadíska riddaralögreglan greindi frá því um helgina að hún kanni nú hvort að vísbendingar séu um að lög hafi verið brotin í aðdraganda slyssins. Komi það í ljós tekur hún við rannsókn slyssins. Bæði fyrrverandi starfsmenn Oceangate, útgerðar Títans, og fyrrverandi farþegar höfðu efast um öryggi kafbátsins. Hann hafði ekki verið vottaður af viðurkenndum aðilum í djúpsjávarköfun og hvergi skráður hjá viðeigandi stofnunum. Stockton Rush, forstjóri Oceangate, hafði sjálfur lýst því hvernig reglugerðir væru of íþyngjandi og fyrirtækið hefði notað óviðurkenndar aðferðir við smíði bátsins. Rush fórst með Títan.
Bandaríkin Kanada Bretland Frakkland Titanic Tengdar fréttir Áhafnar kafbátarins minnst um allan heim Mannanna fimm sem létust um borð í kafbátnum Títan hefur verið minnst um allan heim undanfarinn sólarhring. Fjölskyldur þeirra hafa birt yfirlýsingar þar sem þær lýsa mikilli sorg vegna örlaga þeirra og segja þá munu lifa áfram í minningum þeirra. 23. júní 2023 11:06 Undravert hve lík örlög Titan og Titanic séu James Cameron, leikstjóri Titanic og sjávarkönnuður, segir örlög kafbátsins Titan og skipsins Titanic ískyggilega lík. Hvort tveggja væru harmleikir þar sem skipstjórar voru varaðir við en hunsuðu ráðleggingar og héldu ótrauðir áfram út í dauðann. 23. júní 2023 00:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Áhafnar kafbátarins minnst um allan heim Mannanna fimm sem létust um borð í kafbátnum Títan hefur verið minnst um allan heim undanfarinn sólarhring. Fjölskyldur þeirra hafa birt yfirlýsingar þar sem þær lýsa mikilli sorg vegna örlaga þeirra og segja þá munu lifa áfram í minningum þeirra. 23. júní 2023 11:06
Undravert hve lík örlög Titan og Titanic séu James Cameron, leikstjóri Titanic og sjávarkönnuður, segir örlög kafbátsins Titan og skipsins Titanic ískyggilega lík. Hvort tveggja væru harmleikir þar sem skipstjórar voru varaðir við en hunsuðu ráðleggingar og héldu ótrauðir áfram út í dauðann. 23. júní 2023 00:00