Körfubolti

Valinn fyrstur í nýliðavali NBA en hitti ekki neitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Victor Wembanyama klæddist búningi San Antonio Spurs í fyrsta skiptið en gekk illa að koma boltanum í körfuna.
Victor Wembanyama klæddist búningi San Antonio Spurs í fyrsta skiptið en gekk illa að koma boltanum í körfuna. AP/Eric Gay

Spennan í kringum komu Victor Wembanyama í NBA deildina í körfubolta er nánast svipuð eins og þegar LeBron James mætti fyrir tuttugu árum. Þessi nítján ára Frakki þykir einstakur leikmaður, 219 sentímetra strákur með knattrak og skottækni bakvarðar.

Hann hefur þegar spilað tvö ár í meistaraflokki og er fyrir löngu kominn í franska A-landsliðið. Körfuboltáhugafólk hefur séð mögnuð myndbönd af honum í franska boltanum. Nú er komið að því að stíga inn á stóra sviðið í NBA-deildinni.

San Antonio Spurs valdi hann fyrstan í nýliðavalinu í síðustu viku og það hefur verið mikið að gera hjá kappanum síðan.

Hann mætti til San Antonio þar sem tóku við blaðamannafundur, viðtöl og myndatökur. Eftir það klæddi hann sig í búninginn í fyrsta sinn og bauð blaðamönnum að fylgjast með léttri skotæfingu.

Það er óhætt að segja myndir frá skotæfingunni hafi sjokkerað spennta stuðningsmenn enda hitti strákurinn ekki í körfuna. Wembanyama skaut og skaut en hitti ekki neitt. Hann virtist ekki geta keypt sér körfu þrátt fyrir að engin hafi verið í vörn.

Hér fyrir neðan má sjá eitt af myndböndunum af lélegri hittni Wembanyama en fall er vonandi fararheill fyrir kappann.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×