Það sem bankastjórinn meinti Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 25. júní 2023 11:30 Það er athyglisvert að stjórnandi fyrirtækis sem þarf að greiða 1200 milljónir í sekt vegna brota á lögum og reglum hefur ekki íhugað að segja af sér heldur segir bara „Ég nýt trausts innan stjórnar bankans og mun gegna starfi mínu áfram“ – og ég sem hélt að réttlætingin fyrir háum launum bankastjóra væri að þeir bæru svo mikla ábyrgð. Það er ekki síður athyglisvert að stjórn þessa fyrirtækis, sem er að mestu leyti í eigu fólksins í landinu, ýmist gegnum ríkissjóð eða lífeyrissjóði – pabbi hans Bjarna á (enn) bara lítinn hlut – skuli bera fullt traust til stjórnanda sem klúðrar málum á þann hátt. Kannski þykir klúðrið léttvægara af því að þar er ekki um að ræða vonda fjármálastjórn, heldur „bara“ brot á lögum og reglum. En það er áhugavert að lesa viðtöl við bankastjóra Íslandsbanka vegna málsins – annað eins orðasalat hefur sjaldan sést. Ég tók nokkur gullkorn úr viðtölum í Heimildinni, Morgunblaðinu, Ríkisútvarpinu og Vísi og orðræðugreindi þau til að glöggva mig á því hvað bankastjórinn hefði raunverulega verið að fara. „Með því að bjóða sátt er fjármálaeftirlitið að sýna stjórn og bankastjóra traust til þess að innleiða þær breytingar sem þarf. Og það er að sjálfsögðu mikilvægt. Og það er mikilvægt að okkur er boðin sátt.“ Það er umdeilanlegt hversu mikið „traust“ felst í því að sekta bankann um 1200 milljónir, en aðalatriðið er að samkvæmt fréttum var það ekki fjármálaeftirlitið sem bauð sátt að fyrra bragði, heldur leitaði bankinn upphaflega eftir henni. Á því er talsverður munur. „Það er rétt að viðurkenna að við höfðum ekki fylgt nægilega vel eftir reglum um upptökur í símum, sem settar höfðu verið haustið 2021 og við áttum að innleiða með öðrum hætti en við gerðum.“ Hér merkir „við höfðum ekki fylgt nægilega vel eftir reglum“ augljóslega „við hunsuðum reglurnar“, og „við áttum að innleiða með öðrum hætti“ merkir „við áttum að fara eftir reglunum“. En hitt hljómar vissulega betur. „Símaupptökur geta klikkað alls staðar.“ Orðalagið „geta klikkað“ gefur í skyn að um einhvers konar tæknileg vandræði eða aðrar óviðráðanlegar aðstæður hafi verið að ræða, en það var einfaldlega svikist um að taka símtölin upp. Og „geta klikkað alls staðar“ er ætlað til þess að draga úr ábyrgð bankans – gefa í skyn að þetta sé ekkert betra hjá öðrum. „Þetta er áfellisdómur fyrir þetta verkefni. En ég tel áhættumenningu bankans í heild vera sterka og kannski frekar íhaldssama.“ „En við drögum svo sannarlega lærdóm af þessu verkefni og förum af fullum þunga í þær úrbætur sem þarf að gera, til þess að við séum áfram með þessa góðu og sterku áhættumenningu.“ Ekki verður séð hvað „áhættumenning“ bankans kemur þessu máli við – þetta mál snýst ekkert um hana, heldur er hún dregin þarna inn til að drepa málinu á dreif. Þess vegna koma úrbætur á henni málinu ekki heldur við. „Það er verið að tala um hagsmunaárekstramat sem bankinn hefði getað gert ítarlegra, sem líklega hefði leitt til þess að starfsmenn hefðu ekki keypt eða viðskipti starfsmanna hefðu ekki verið leyfð.“ Hér merkir „sem bankinn hefði getað gert ítarlegra“ augljóslega „sem bankinn hefði átt að gera“, og í „líklega hefði leitt til þess“ er „líklega“ ofaukið. „Við höfum frá því að þetta átti sér stað gert breytingar á verklagi bankans og dregið mikinn lærdóm af þessu máli.“ Hér merkir „við höfum […] gert breytingar á verklagi bankans“ greinilega „við neyðumst til að fylgja lögum og reglum“, og „dregið mikinn lærdóm af þessu máli“ merkir „ætlum ekki að láta nappa okkur næst“. „Það var ljóst að tímafresturinn til að standa að sölunni í mars í fyrra var knappur og það skýrir hluta af því sem fór úrskeiðis í verklagi bankans. Það segi ég þó ekki til að víkja mér undan ábyrgð […]“ Tilgangurinn með því að nefna knappan tímafrest er auðvitað einmitt sá að draga úr eigin ábyrgð – annars væri ástæðulaust að nefna hann. Þetta er dæmigerð aðferð til að afvegaleiða umræðuna. „Það er alveg ljóst að í þessu tilgreinda máli varð misbrestur á starfsemi bankans.“ „Við hefðum viljað að þetta verkefni hefði verið gert með öðrum hætti.“ „Við gerðum bara mistök í innleiðingunni, og við fylgdum þá ekki innleiðingunni heldur nægilega vel eftir og þess vegna urðu þessi mistök.“ Merkingin í „varð misbrestur á starfi bankans“ er „voru lög brotin í starfsemi bankans.“ „Við hefðum viljað að þetta verkefni hefði verið gert með öðrum hætti“ merkir „Við hefðum átt að fylgja lögum og reglum.“ Orðið „mistök“ er hér skrauthvörf fyrir „lögbrot“. „Við gerðum bara mistök“ merkir „Við brutum lög og reglur.“ Spurningunni „Hafið þið kannað hvort einhverjir starfsmenn bankans hafi hagnast umfram það sem eðlilegt getur talist vegna þess að reglum var ekki fylgt?“ svarar bankastjórinn „Ekkert umfram aðra sem tóku þátt í þessu útboði.“ Þetta er auðvitað ekkert svar. Það er sem sé vel hugsanlegt að þátttakendur í útboðinu hafi „hagnast umfram það sem eðlilegt getur talist“ – það eina sem bankastjórinn segir er að starfsfólk bankans hafi ekki grætt meira en aðrir þátttakendur. Ýmislegt fleira mætti tína til, en ég bíð spenntur eftir framhaldi á skýringum bankastjórans þegar skýrsla fjármálaeftirlitsins verður birt í heild. Höfundur er prófessor emeritus í íslenskri málfræði. Greinin birtist fyrst á bloggsíðu Eiríks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Eiríkur Rögnvaldsson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Það er athyglisvert að stjórnandi fyrirtækis sem þarf að greiða 1200 milljónir í sekt vegna brota á lögum og reglum hefur ekki íhugað að segja af sér heldur segir bara „Ég nýt trausts innan stjórnar bankans og mun gegna starfi mínu áfram“ – og ég sem hélt að réttlætingin fyrir háum launum bankastjóra væri að þeir bæru svo mikla ábyrgð. Það er ekki síður athyglisvert að stjórn þessa fyrirtækis, sem er að mestu leyti í eigu fólksins í landinu, ýmist gegnum ríkissjóð eða lífeyrissjóði – pabbi hans Bjarna á (enn) bara lítinn hlut – skuli bera fullt traust til stjórnanda sem klúðrar málum á þann hátt. Kannski þykir klúðrið léttvægara af því að þar er ekki um að ræða vonda fjármálastjórn, heldur „bara“ brot á lögum og reglum. En það er áhugavert að lesa viðtöl við bankastjóra Íslandsbanka vegna málsins – annað eins orðasalat hefur sjaldan sést. Ég tók nokkur gullkorn úr viðtölum í Heimildinni, Morgunblaðinu, Ríkisútvarpinu og Vísi og orðræðugreindi þau til að glöggva mig á því hvað bankastjórinn hefði raunverulega verið að fara. „Með því að bjóða sátt er fjármálaeftirlitið að sýna stjórn og bankastjóra traust til þess að innleiða þær breytingar sem þarf. Og það er að sjálfsögðu mikilvægt. Og það er mikilvægt að okkur er boðin sátt.“ Það er umdeilanlegt hversu mikið „traust“ felst í því að sekta bankann um 1200 milljónir, en aðalatriðið er að samkvæmt fréttum var það ekki fjármálaeftirlitið sem bauð sátt að fyrra bragði, heldur leitaði bankinn upphaflega eftir henni. Á því er talsverður munur. „Það er rétt að viðurkenna að við höfðum ekki fylgt nægilega vel eftir reglum um upptökur í símum, sem settar höfðu verið haustið 2021 og við áttum að innleiða með öðrum hætti en við gerðum.“ Hér merkir „við höfðum ekki fylgt nægilega vel eftir reglum“ augljóslega „við hunsuðum reglurnar“, og „við áttum að innleiða með öðrum hætti“ merkir „við áttum að fara eftir reglunum“. En hitt hljómar vissulega betur. „Símaupptökur geta klikkað alls staðar.“ Orðalagið „geta klikkað“ gefur í skyn að um einhvers konar tæknileg vandræði eða aðrar óviðráðanlegar aðstæður hafi verið að ræða, en það var einfaldlega svikist um að taka símtölin upp. Og „geta klikkað alls staðar“ er ætlað til þess að draga úr ábyrgð bankans – gefa í skyn að þetta sé ekkert betra hjá öðrum. „Þetta er áfellisdómur fyrir þetta verkefni. En ég tel áhættumenningu bankans í heild vera sterka og kannski frekar íhaldssama.“ „En við drögum svo sannarlega lærdóm af þessu verkefni og förum af fullum þunga í þær úrbætur sem þarf að gera, til þess að við séum áfram með þessa góðu og sterku áhættumenningu.“ Ekki verður séð hvað „áhættumenning“ bankans kemur þessu máli við – þetta mál snýst ekkert um hana, heldur er hún dregin þarna inn til að drepa málinu á dreif. Þess vegna koma úrbætur á henni málinu ekki heldur við. „Það er verið að tala um hagsmunaárekstramat sem bankinn hefði getað gert ítarlegra, sem líklega hefði leitt til þess að starfsmenn hefðu ekki keypt eða viðskipti starfsmanna hefðu ekki verið leyfð.“ Hér merkir „sem bankinn hefði getað gert ítarlegra“ augljóslega „sem bankinn hefði átt að gera“, og í „líklega hefði leitt til þess“ er „líklega“ ofaukið. „Við höfum frá því að þetta átti sér stað gert breytingar á verklagi bankans og dregið mikinn lærdóm af þessu máli.“ Hér merkir „við höfum […] gert breytingar á verklagi bankans“ greinilega „við neyðumst til að fylgja lögum og reglum“, og „dregið mikinn lærdóm af þessu máli“ merkir „ætlum ekki að láta nappa okkur næst“. „Það var ljóst að tímafresturinn til að standa að sölunni í mars í fyrra var knappur og það skýrir hluta af því sem fór úrskeiðis í verklagi bankans. Það segi ég þó ekki til að víkja mér undan ábyrgð […]“ Tilgangurinn með því að nefna knappan tímafrest er auðvitað einmitt sá að draga úr eigin ábyrgð – annars væri ástæðulaust að nefna hann. Þetta er dæmigerð aðferð til að afvegaleiða umræðuna. „Það er alveg ljóst að í þessu tilgreinda máli varð misbrestur á starfsemi bankans.“ „Við hefðum viljað að þetta verkefni hefði verið gert með öðrum hætti.“ „Við gerðum bara mistök í innleiðingunni, og við fylgdum þá ekki innleiðingunni heldur nægilega vel eftir og þess vegna urðu þessi mistök.“ Merkingin í „varð misbrestur á starfi bankans“ er „voru lög brotin í starfsemi bankans.“ „Við hefðum viljað að þetta verkefni hefði verið gert með öðrum hætti“ merkir „Við hefðum átt að fylgja lögum og reglum.“ Orðið „mistök“ er hér skrauthvörf fyrir „lögbrot“. „Við gerðum bara mistök“ merkir „Við brutum lög og reglur.“ Spurningunni „Hafið þið kannað hvort einhverjir starfsmenn bankans hafi hagnast umfram það sem eðlilegt getur talist vegna þess að reglum var ekki fylgt?“ svarar bankastjórinn „Ekkert umfram aðra sem tóku þátt í þessu útboði.“ Þetta er auðvitað ekkert svar. Það er sem sé vel hugsanlegt að þátttakendur í útboðinu hafi „hagnast umfram það sem eðlilegt getur talist“ – það eina sem bankastjórinn segir er að starfsfólk bankans hafi ekki grætt meira en aðrir þátttakendur. Ýmislegt fleira mætti tína til, en ég bíð spenntur eftir framhaldi á skýringum bankastjórans þegar skýrsla fjármálaeftirlitsins verður birt í heild. Höfundur er prófessor emeritus í íslenskri málfræði. Greinin birtist fyrst á bloggsíðu Eiríks.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun