Meirihlutinn gerir starfsmenn að blórabögglum Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar 23. júní 2023 18:00 Fyrr í vikunni komst upp að starfsmenn Reykjavíkurborgar hefðu á íbúaráðsfundi rætt sín á milli hvernig skyldi nýta sér vanþekkingu fundarmanna á reglunum til að „kæfa“ mál sem eru óþægileg fyrir meirihluta Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknar. Síðan þá hafa Borgarfulltrúar þessara flokka nákvæmlega ekkert sagt sem kemst nálægt því að fordæma slík vinnubrögð. Heldur hefur orðræða þeirra snúist um að þetta sé starfsmannamál sem einskorðist við þetta tiltekna starfsfólk og því sé réttast að halda áfram að kæfa alla umræðu um málið undir þeim formerkjum að hlífa þessum tveimur starfsmönnum. Staðreyndin er hins vegar sú að það eru engar líkur á því að tveir einstaklingar sem ráða sig á Mannréttinda- og lýðræðissvið myndu taka upp á því að skipulega hindra lýðræðið í framkvæmd í íbúaráði, án undangenginnar hvatningar þess efnis frá öðrum yfirmönnum og samstarfsfólki. Að reyna að halda öðru fram er ekki bara fráleitt, heldur líka ljótt gagnvart starfsmönnunum sem eiga í hlut. Í stað þess að fordæma vinnustaðarmenninguna sem fyrirskipar starfsfólki að reyna að kæfa óþægileg mál ætlar meirihlutinn í borgarstjórn að firra sig allri ábyrgð og skella skuldinni alfarið á þessa tvo einstaklinga. Sem kemur ekki á óvart enda má öllum vera ljóst að þessi kúltur á uppruna sinn að rekja til þeirra stjórnmálamanna meirihlutans sem hafa síðasta áratug, trekk í trekk, sent embættismenn til að svara fyrir mál sem borgarfulltrúarnir sjálfir bera pólitíska ábyrgð á. Eftir höfðinu dansa limirnir Að gefnu tilefni þessa atviks í íbúaráðinu reyndum við sjálfstæðismenn að fá umræðu um þessa vinnustaðarmenningu á dagskrá síðasta borgarstjórnarfundar. Þá vorum við beðin um að færa umræðuna frekar á borð Borgarráðs þar sem hún færi þá fram á bak við luktar dyr því þetta væri starfsmannamál. Við lögðum til umræðurnar svo að æðsta vald borgarinnar, Borgarstjórn, gæti sameinast um að vinnubrögð af þessum toga og vinnustaðarmenningin sem þau tilheyra mætti ekki líðast. Að því gefnu að meirihlutinn tæki í sama streng ákváðum við að sýna þeim liðleika og féllumst á að færa umræðuna í Borgarráð. Síðan hafa viðbrögð meirihlutans verið allt önnur en þau að vilja tækla rót vandans. Borgarfulltrúi Pírata svo gott sem afneitaði því að það væri eitthvað vandamál til staðar í tengslum við íbúaráðin og samkvæmt nýjustu fréttum var gengið svo langt í Borgarráði að ritskoða bókanir minnihlutans við umræðuna og reyna banna þær. Ég veit ekki hvað öskrar meira að þöggunarmenning ríki frá toppi til táar Reykjavíkurborgar en einmitt þessi viðbrögð. Því kemur ekki á óvart að þau skuli kasta þessum tveimur starfsmönnum algjörlega undir lestina frekar en að gangast við því að ekki sé allt með felldu. Sorglegar afleiðingar þöggunarmenningar Undanfarin ár hef ég sjálf og kollegar mínir fengið alls konar ábendingar frá fólki innan kerfisins um að það sé eins konar óskrifuð regla að reyna smætta eða ýta til hliðar málum sem kunna vera óþægileg fyrir meirihlutann. Góð kvörtun1 er gulls ígildi en það sorglega við þessi vinnubrögð er að í stað þess að nýta þessi mál til að knýja fram nauðsynlegar breytingar í þágu framfara og betri árangurs í hverjum málaflokki fyrir sig, þá eru þessi mál kæfð í þágu þess að halda ástandinu óbreyttu. Afleiðingin er stöðnun og glötuð tækifæri. Því hef ég í huga að gera að tillögu minni að þetta atvik og aðdragandi þess sé sendur til nánari skoðunar Innri endurskoðanda borgarinnar í þeirri viðleitni að bæta úr þessu. Vilji borgarfulltrúar meirihlutans raunverulega styðja við starfsfólkið sem á í hlut gangast þeir við að þessi vinnubrögð séu afsprengi stærri vanda innan borgarinnar. Allt annað gagnast einungis þeim stjórnmálamönnum sem sjá hag sinn í því að drepa málum á dreif. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Borgarstjórn Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Fyrr í vikunni komst upp að starfsmenn Reykjavíkurborgar hefðu á íbúaráðsfundi rætt sín á milli hvernig skyldi nýta sér vanþekkingu fundarmanna á reglunum til að „kæfa“ mál sem eru óþægileg fyrir meirihluta Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknar. Síðan þá hafa Borgarfulltrúar þessara flokka nákvæmlega ekkert sagt sem kemst nálægt því að fordæma slík vinnubrögð. Heldur hefur orðræða þeirra snúist um að þetta sé starfsmannamál sem einskorðist við þetta tiltekna starfsfólk og því sé réttast að halda áfram að kæfa alla umræðu um málið undir þeim formerkjum að hlífa þessum tveimur starfsmönnum. Staðreyndin er hins vegar sú að það eru engar líkur á því að tveir einstaklingar sem ráða sig á Mannréttinda- og lýðræðissvið myndu taka upp á því að skipulega hindra lýðræðið í framkvæmd í íbúaráði, án undangenginnar hvatningar þess efnis frá öðrum yfirmönnum og samstarfsfólki. Að reyna að halda öðru fram er ekki bara fráleitt, heldur líka ljótt gagnvart starfsmönnunum sem eiga í hlut. Í stað þess að fordæma vinnustaðarmenninguna sem fyrirskipar starfsfólki að reyna að kæfa óþægileg mál ætlar meirihlutinn í borgarstjórn að firra sig allri ábyrgð og skella skuldinni alfarið á þessa tvo einstaklinga. Sem kemur ekki á óvart enda má öllum vera ljóst að þessi kúltur á uppruna sinn að rekja til þeirra stjórnmálamanna meirihlutans sem hafa síðasta áratug, trekk í trekk, sent embættismenn til að svara fyrir mál sem borgarfulltrúarnir sjálfir bera pólitíska ábyrgð á. Eftir höfðinu dansa limirnir Að gefnu tilefni þessa atviks í íbúaráðinu reyndum við sjálfstæðismenn að fá umræðu um þessa vinnustaðarmenningu á dagskrá síðasta borgarstjórnarfundar. Þá vorum við beðin um að færa umræðuna frekar á borð Borgarráðs þar sem hún færi þá fram á bak við luktar dyr því þetta væri starfsmannamál. Við lögðum til umræðurnar svo að æðsta vald borgarinnar, Borgarstjórn, gæti sameinast um að vinnubrögð af þessum toga og vinnustaðarmenningin sem þau tilheyra mætti ekki líðast. Að því gefnu að meirihlutinn tæki í sama streng ákváðum við að sýna þeim liðleika og féllumst á að færa umræðuna í Borgarráð. Síðan hafa viðbrögð meirihlutans verið allt önnur en þau að vilja tækla rót vandans. Borgarfulltrúi Pírata svo gott sem afneitaði því að það væri eitthvað vandamál til staðar í tengslum við íbúaráðin og samkvæmt nýjustu fréttum var gengið svo langt í Borgarráði að ritskoða bókanir minnihlutans við umræðuna og reyna banna þær. Ég veit ekki hvað öskrar meira að þöggunarmenning ríki frá toppi til táar Reykjavíkurborgar en einmitt þessi viðbrögð. Því kemur ekki á óvart að þau skuli kasta þessum tveimur starfsmönnum algjörlega undir lestina frekar en að gangast við því að ekki sé allt með felldu. Sorglegar afleiðingar þöggunarmenningar Undanfarin ár hef ég sjálf og kollegar mínir fengið alls konar ábendingar frá fólki innan kerfisins um að það sé eins konar óskrifuð regla að reyna smætta eða ýta til hliðar málum sem kunna vera óþægileg fyrir meirihlutann. Góð kvörtun1 er gulls ígildi en það sorglega við þessi vinnubrögð er að í stað þess að nýta þessi mál til að knýja fram nauðsynlegar breytingar í þágu framfara og betri árangurs í hverjum málaflokki fyrir sig, þá eru þessi mál kæfð í þágu þess að halda ástandinu óbreyttu. Afleiðingin er stöðnun og glötuð tækifæri. Því hef ég í huga að gera að tillögu minni að þetta atvik og aðdragandi þess sé sendur til nánari skoðunar Innri endurskoðanda borgarinnar í þeirri viðleitni að bæta úr þessu. Vilji borgarfulltrúar meirihlutans raunverulega styðja við starfsfólkið sem á í hlut gangast þeir við að þessi vinnubrögð séu afsprengi stærri vanda innan borgarinnar. Allt annað gagnast einungis þeim stjórnmálamönnum sem sjá hag sinn í því að drepa málum á dreif.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun