Hæglæti, forvörn gegn kulnun, ofstreitu og hraða Þóra Jónsdóttir skrifar 23. júní 2023 15:01 Margar frásagnir hafa heyrst á undanförnum árum af fólki sem brennur út, fer í kulnun. Svo virðist sem það sé flestum sammerkt sem lenda í kulnun, hvort sem er tengt starfi eða persónulegum aðstæðum, að þau hafa lifað við allt of mikið álag í of langan tíma, mikla streitu og spennu. Jafnvel þó hafi gengið vel og allt hafi verið gaman og mikið stuð, þá getur fólk allt í einu „klesst á vegg“ og tapað orkunni skyndilega. Við erum svakalega dugleg þjóð, metnaðarfull og finnst við oft bara alveg best í heimi. Við keyrum áfram á vinnuhörku og kappsemi og viljum ekki að neinn sjái á okkur eða haldi að við ráðum ekki við að klára verkefnin okkar, öll með tölu. Það þykir smart að geta „múltítaskað“, vera frábær í flestu og taka þátt í helst öllu. Ég er viss um að mörg tengja við þessa lýsingu. Áfram Ísland!, HÚH, og allt það. Af fjölgun kulnunartilfella á undanförnum árum að dæma, er hægt að efast um að þessi kappsemi og hamagangur sé öllum hollur eða sjálfbær, það er ekki víst að þetta henti okkur öllum. Og það má alveg tala um það. Það þurfa ekki öll að vera alls staðar og mest og best í öllu, þó við upplifum mörg pressuna allt í kringum okkur. Það má lifa hægar. Hæglætishreyfingin á Íslandi er félagsskapur sem býður upp á samtal um leiðir til að hægja á og lifa hægar. Um val um annað en að þurfa að hamast í hamsturshjólinu og vera alltaf með allt í botni. Hæglæti (e. slow living) er hugmyndafræði sem hefur líklega alltaf verið til og ástunduð af mörgum sem hafa þó verið lítt sýnileg og farið sér „hægt“. Í dag er kannski orðin ærin ástæða til að kynna hugmyndafræðina aftur, fyrir ofurduglegu okkur, svo við getum komist hjá því að lenda í kulnunarástandi, ef það er ekki orðið of seint. Það er þó aldrei of seint að byrja að tileinka sér hæglæti og hægja á ferðinni, til að auðga lífið meiri gæðum og gleði. Það að lifa í hæglæti þýðir þó ekki endilega að allt verði rosalega hægt og gerist á hraða snigilsins, að man fari að hreyfa sig æðislega hægt eða tala rosa hægt. Ég er til dæmis að skrifa frekar hratt þegar ég slæ inn þennan texta. Það má lifa hægar en samt taka þátt í allskonar hröðu sporti, það má hlaupa þó maður tileinki sér hæglæti og það má dansa og fíflast. En það að velja að lifa hægar getur skapað allskonar spennandi nýjungar. Hægari huga, meiri yfirvegun, betri samskipti, betri ákvarðanir og heilbrigðari fjárhag. Betra kynlíf. Já alveg satt. En að sjálfsögðu er hér ekki um neina skyndilausn að ræða, það er rétt að taka það fram. Nú er hægt að gerast félagi í Hæglætishreyfingunni inni á heimasíðu félagsins, hæglæti.is. Þar er jafnframt að finna pistla um hæglæti og hlaðvarpsþætti, ásamt öðru efni tengdu hæglæti. Félagar í Hæglætishreyfingunni fá að njóta mánaðarlegrar samveru á neti þar sem hugmyndafræðin um hæglæti verður kynnt og tækifæri gefast til að æfa sig í að tileinka sér nýjar hæglætisaðferðir. Fyrsta mánaðarlega samverustundin á neti fyrir félaga, verður 28. júní, kl. 20.00. Skráning á viðburðinn fyrir félaga fer fram með því að senda tölvupóst á haeglaeti@haeglaeti.is, eða senda skilaboð á samfélagsmiðlareikningum Hæglætishreyfingarinnar. Verið velkomin í Hæglætishreyfinguna. Höfundur er stjórnarkona í Haglætishreyfingunni á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Margar frásagnir hafa heyrst á undanförnum árum af fólki sem brennur út, fer í kulnun. Svo virðist sem það sé flestum sammerkt sem lenda í kulnun, hvort sem er tengt starfi eða persónulegum aðstæðum, að þau hafa lifað við allt of mikið álag í of langan tíma, mikla streitu og spennu. Jafnvel þó hafi gengið vel og allt hafi verið gaman og mikið stuð, þá getur fólk allt í einu „klesst á vegg“ og tapað orkunni skyndilega. Við erum svakalega dugleg þjóð, metnaðarfull og finnst við oft bara alveg best í heimi. Við keyrum áfram á vinnuhörku og kappsemi og viljum ekki að neinn sjái á okkur eða haldi að við ráðum ekki við að klára verkefnin okkar, öll með tölu. Það þykir smart að geta „múltítaskað“, vera frábær í flestu og taka þátt í helst öllu. Ég er viss um að mörg tengja við þessa lýsingu. Áfram Ísland!, HÚH, og allt það. Af fjölgun kulnunartilfella á undanförnum árum að dæma, er hægt að efast um að þessi kappsemi og hamagangur sé öllum hollur eða sjálfbær, það er ekki víst að þetta henti okkur öllum. Og það má alveg tala um það. Það þurfa ekki öll að vera alls staðar og mest og best í öllu, þó við upplifum mörg pressuna allt í kringum okkur. Það má lifa hægar. Hæglætishreyfingin á Íslandi er félagsskapur sem býður upp á samtal um leiðir til að hægja á og lifa hægar. Um val um annað en að þurfa að hamast í hamsturshjólinu og vera alltaf með allt í botni. Hæglæti (e. slow living) er hugmyndafræði sem hefur líklega alltaf verið til og ástunduð af mörgum sem hafa þó verið lítt sýnileg og farið sér „hægt“. Í dag er kannski orðin ærin ástæða til að kynna hugmyndafræðina aftur, fyrir ofurduglegu okkur, svo við getum komist hjá því að lenda í kulnunarástandi, ef það er ekki orðið of seint. Það er þó aldrei of seint að byrja að tileinka sér hæglæti og hægja á ferðinni, til að auðga lífið meiri gæðum og gleði. Það að lifa í hæglæti þýðir þó ekki endilega að allt verði rosalega hægt og gerist á hraða snigilsins, að man fari að hreyfa sig æðislega hægt eða tala rosa hægt. Ég er til dæmis að skrifa frekar hratt þegar ég slæ inn þennan texta. Það má lifa hægar en samt taka þátt í allskonar hröðu sporti, það má hlaupa þó maður tileinki sér hæglæti og það má dansa og fíflast. En það að velja að lifa hægar getur skapað allskonar spennandi nýjungar. Hægari huga, meiri yfirvegun, betri samskipti, betri ákvarðanir og heilbrigðari fjárhag. Betra kynlíf. Já alveg satt. En að sjálfsögðu er hér ekki um neina skyndilausn að ræða, það er rétt að taka það fram. Nú er hægt að gerast félagi í Hæglætishreyfingunni inni á heimasíðu félagsins, hæglæti.is. Þar er jafnframt að finna pistla um hæglæti og hlaðvarpsþætti, ásamt öðru efni tengdu hæglæti. Félagar í Hæglætishreyfingunni fá að njóta mánaðarlegrar samveru á neti þar sem hugmyndafræðin um hæglæti verður kynnt og tækifæri gefast til að æfa sig í að tileinka sér nýjar hæglætisaðferðir. Fyrsta mánaðarlega samverustundin á neti fyrir félaga, verður 28. júní, kl. 20.00. Skráning á viðburðinn fyrir félaga fer fram með því að senda tölvupóst á haeglaeti@haeglaeti.is, eða senda skilaboð á samfélagsmiðlareikningum Hæglætishreyfingarinnar. Verið velkomin í Hæglætishreyfinguna. Höfundur er stjórnarkona í Haglætishreyfingunni á Íslandi.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun