Gæti verið valinn númer tvö þrátt fyrir að hafa verið hluti af morðrannsókn Smári Jökull Jónsson skrifar 22. júní 2023 22:16 Margir búast við því að Brandon Miller verði valinn númer tvö eða þrjú í nýliðavalinu í nótt. Vísir/Getty Brandon Miller tekur þátt í nýliðavali NBA-deildarinnar í nótt. Margir telja að hann verði á meðal þeirra fyrstu að vera valinn, þrátt fyrir að það hafi ekki alltaf legið fyrir að Miller gæti tekið þátt í valinu. Nýliðavalið í NBA-deildinni fer fram í nótt og er beðið með mikilli eftirvæntingu líkt og vanalega. Öruggt er að hinn franski Victro Wembanyama verði valinn númer eitt af San Antonio Spurs en þessi 19 ára strákur þykir einn af þeim mest spennandi sem komið hafa inn í nýliðavalið á síðustu árum. Flestir telja líklegt að Brandon Miller verði valinn í öðru eða þriðja vali sem þýðir að annaðhvort Charlotte Hornets eða Portland Trailblazers næla í hann. Það hefur hins vegar ekki alltaf verið víst hvort Miller gæti tekið þátt í nýliðavalinu yfirhöfuð. Færði félaga sínum byssuna Í janúar síðastliðnum var Brandon Miller ásamt félögum sínum Darius Miles á hásólasvæðinu en þeir Miller og Miles voru liðsfélagar hjá körfuknattleiksliði Alabama háskólans. Miles hafði skilið byssu sína eftir í bíl Brandon Miller og bað Miles hann um að koma með hana til sín. Miles rétti æskuvini sínum Michael Davis síðan byssuna og sama kvöld skaut Davis hina 23 ára Jamea Harris til bana. Samkvæmt ESPN kom upp rifrildi á milli kærasta Harris og Davis sem fór úr böndunum. Það leiddi til þess að Davis skaut Harris sem lést af sárum sínum. Brandon Miller var á svæðinu en tók ekki þátt í rifrildinu. Þeir Miles og Davis voru báðir handteknir og hafa síðan þá verið ákærðir fyrir morð. Miller hefur allan tímann verið frjáls ferða sinna. „Hef lært mína lexíu“ Ýmsir hafa þó haft uppi efasemdir um rétt Miller til að taka þátt í nýliðavalinu. Háskólinn í Alabama segir Miller vera vitni sem aðstoðaði lögregluna og að hann hafi aldrei verið grunaður um lögbrot. Á blaðamannafundi útskýrði Miller hvað hann hefur sagt við þau félög sem hafa sýnt honum áhuga. „Ég hef sagt að ég hafi lært mína lexíu. Maður þarf alltaf að vera meðvitaður um umhverfi sitt og hverjir það eru sem eru í kringum þig. Mér líður eins og þetta kvöld hefði getað breytt ferli mínum á einu augabragði,“ sagði Miller. Alabamaháskólinn ákvað að Miller gæti áfram stundað nám sitt í skólanum og leikið með körfuboltaliði hans. Þetta byggði skólinn á þeim staðreyndum sem hann fékk á sitt borð. „Brandon hefur aðstoðað lögregluna frá upphafi. Þetta er sorglegt mál. Við getum ekki stjórnað því hvað leikmennirnir gera þegar þeir eru ekki á æfingum, enginn vissi að þetta myndi gerast. Nemendur í háskóla fara út á lífið,“ sagði Nate Oats þjálfari körfuknattleiksliðs Alabamaháskóla. „Brandon var ekki hluti af þessu máli, hann var bara á röngum stað á röngum tíma. Ég er viss um að njósnarar NBA-liðanna hafa unnið sína heimavinnu.“ NBA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Nýliðavalið í NBA-deildinni fer fram í nótt og er beðið með mikilli eftirvæntingu líkt og vanalega. Öruggt er að hinn franski Victro Wembanyama verði valinn númer eitt af San Antonio Spurs en þessi 19 ára strákur þykir einn af þeim mest spennandi sem komið hafa inn í nýliðavalið á síðustu árum. Flestir telja líklegt að Brandon Miller verði valinn í öðru eða þriðja vali sem þýðir að annaðhvort Charlotte Hornets eða Portland Trailblazers næla í hann. Það hefur hins vegar ekki alltaf verið víst hvort Miller gæti tekið þátt í nýliðavalinu yfirhöfuð. Færði félaga sínum byssuna Í janúar síðastliðnum var Brandon Miller ásamt félögum sínum Darius Miles á hásólasvæðinu en þeir Miller og Miles voru liðsfélagar hjá körfuknattleiksliði Alabama háskólans. Miles hafði skilið byssu sína eftir í bíl Brandon Miller og bað Miles hann um að koma með hana til sín. Miles rétti æskuvini sínum Michael Davis síðan byssuna og sama kvöld skaut Davis hina 23 ára Jamea Harris til bana. Samkvæmt ESPN kom upp rifrildi á milli kærasta Harris og Davis sem fór úr böndunum. Það leiddi til þess að Davis skaut Harris sem lést af sárum sínum. Brandon Miller var á svæðinu en tók ekki þátt í rifrildinu. Þeir Miles og Davis voru báðir handteknir og hafa síðan þá verið ákærðir fyrir morð. Miller hefur allan tímann verið frjáls ferða sinna. „Hef lært mína lexíu“ Ýmsir hafa þó haft uppi efasemdir um rétt Miller til að taka þátt í nýliðavalinu. Háskólinn í Alabama segir Miller vera vitni sem aðstoðaði lögregluna og að hann hafi aldrei verið grunaður um lögbrot. Á blaðamannafundi útskýrði Miller hvað hann hefur sagt við þau félög sem hafa sýnt honum áhuga. „Ég hef sagt að ég hafi lært mína lexíu. Maður þarf alltaf að vera meðvitaður um umhverfi sitt og hverjir það eru sem eru í kringum þig. Mér líður eins og þetta kvöld hefði getað breytt ferli mínum á einu augabragði,“ sagði Miller. Alabamaháskólinn ákvað að Miller gæti áfram stundað nám sitt í skólanum og leikið með körfuboltaliði hans. Þetta byggði skólinn á þeim staðreyndum sem hann fékk á sitt borð. „Brandon hefur aðstoðað lögregluna frá upphafi. Þetta er sorglegt mál. Við getum ekki stjórnað því hvað leikmennirnir gera þegar þeir eru ekki á æfingum, enginn vissi að þetta myndi gerast. Nemendur í háskóla fara út á lífið,“ sagði Nate Oats þjálfari körfuknattleiksliðs Alabamaháskóla. „Brandon var ekki hluti af þessu máli, hann var bara á röngum stað á röngum tíma. Ég er viss um að njósnarar NBA-liðanna hafa unnið sína heimavinnu.“
NBA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum