Gæti verið valinn númer tvö þrátt fyrir að hafa verið hluti af morðrannsókn Smári Jökull Jónsson skrifar 22. júní 2023 22:16 Margir búast við því að Brandon Miller verði valinn númer tvö eða þrjú í nýliðavalinu í nótt. Vísir/Getty Brandon Miller tekur þátt í nýliðavali NBA-deildarinnar í nótt. Margir telja að hann verði á meðal þeirra fyrstu að vera valinn, þrátt fyrir að það hafi ekki alltaf legið fyrir að Miller gæti tekið þátt í valinu. Nýliðavalið í NBA-deildinni fer fram í nótt og er beðið með mikilli eftirvæntingu líkt og vanalega. Öruggt er að hinn franski Victro Wembanyama verði valinn númer eitt af San Antonio Spurs en þessi 19 ára strákur þykir einn af þeim mest spennandi sem komið hafa inn í nýliðavalið á síðustu árum. Flestir telja líklegt að Brandon Miller verði valinn í öðru eða þriðja vali sem þýðir að annaðhvort Charlotte Hornets eða Portland Trailblazers næla í hann. Það hefur hins vegar ekki alltaf verið víst hvort Miller gæti tekið þátt í nýliðavalinu yfirhöfuð. Færði félaga sínum byssuna Í janúar síðastliðnum var Brandon Miller ásamt félögum sínum Darius Miles á hásólasvæðinu en þeir Miller og Miles voru liðsfélagar hjá körfuknattleiksliði Alabama háskólans. Miles hafði skilið byssu sína eftir í bíl Brandon Miller og bað Miles hann um að koma með hana til sín. Miles rétti æskuvini sínum Michael Davis síðan byssuna og sama kvöld skaut Davis hina 23 ára Jamea Harris til bana. Samkvæmt ESPN kom upp rifrildi á milli kærasta Harris og Davis sem fór úr böndunum. Það leiddi til þess að Davis skaut Harris sem lést af sárum sínum. Brandon Miller var á svæðinu en tók ekki þátt í rifrildinu. Þeir Miles og Davis voru báðir handteknir og hafa síðan þá verið ákærðir fyrir morð. Miller hefur allan tímann verið frjáls ferða sinna. „Hef lært mína lexíu“ Ýmsir hafa þó haft uppi efasemdir um rétt Miller til að taka þátt í nýliðavalinu. Háskólinn í Alabama segir Miller vera vitni sem aðstoðaði lögregluna og að hann hafi aldrei verið grunaður um lögbrot. Á blaðamannafundi útskýrði Miller hvað hann hefur sagt við þau félög sem hafa sýnt honum áhuga. „Ég hef sagt að ég hafi lært mína lexíu. Maður þarf alltaf að vera meðvitaður um umhverfi sitt og hverjir það eru sem eru í kringum þig. Mér líður eins og þetta kvöld hefði getað breytt ferli mínum á einu augabragði,“ sagði Miller. Alabamaháskólinn ákvað að Miller gæti áfram stundað nám sitt í skólanum og leikið með körfuboltaliði hans. Þetta byggði skólinn á þeim staðreyndum sem hann fékk á sitt borð. „Brandon hefur aðstoðað lögregluna frá upphafi. Þetta er sorglegt mál. Við getum ekki stjórnað því hvað leikmennirnir gera þegar þeir eru ekki á æfingum, enginn vissi að þetta myndi gerast. Nemendur í háskóla fara út á lífið,“ sagði Nate Oats þjálfari körfuknattleiksliðs Alabamaháskóla. „Brandon var ekki hluti af þessu máli, hann var bara á röngum stað á röngum tíma. Ég er viss um að njósnarar NBA-liðanna hafa unnið sína heimavinnu.“ NBA Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Nýliðavalið í NBA-deildinni fer fram í nótt og er beðið með mikilli eftirvæntingu líkt og vanalega. Öruggt er að hinn franski Victro Wembanyama verði valinn númer eitt af San Antonio Spurs en þessi 19 ára strákur þykir einn af þeim mest spennandi sem komið hafa inn í nýliðavalið á síðustu árum. Flestir telja líklegt að Brandon Miller verði valinn í öðru eða þriðja vali sem þýðir að annaðhvort Charlotte Hornets eða Portland Trailblazers næla í hann. Það hefur hins vegar ekki alltaf verið víst hvort Miller gæti tekið þátt í nýliðavalinu yfirhöfuð. Færði félaga sínum byssuna Í janúar síðastliðnum var Brandon Miller ásamt félögum sínum Darius Miles á hásólasvæðinu en þeir Miller og Miles voru liðsfélagar hjá körfuknattleiksliði Alabama háskólans. Miles hafði skilið byssu sína eftir í bíl Brandon Miller og bað Miles hann um að koma með hana til sín. Miles rétti æskuvini sínum Michael Davis síðan byssuna og sama kvöld skaut Davis hina 23 ára Jamea Harris til bana. Samkvæmt ESPN kom upp rifrildi á milli kærasta Harris og Davis sem fór úr böndunum. Það leiddi til þess að Davis skaut Harris sem lést af sárum sínum. Brandon Miller var á svæðinu en tók ekki þátt í rifrildinu. Þeir Miles og Davis voru báðir handteknir og hafa síðan þá verið ákærðir fyrir morð. Miller hefur allan tímann verið frjáls ferða sinna. „Hef lært mína lexíu“ Ýmsir hafa þó haft uppi efasemdir um rétt Miller til að taka þátt í nýliðavalinu. Háskólinn í Alabama segir Miller vera vitni sem aðstoðaði lögregluna og að hann hafi aldrei verið grunaður um lögbrot. Á blaðamannafundi útskýrði Miller hvað hann hefur sagt við þau félög sem hafa sýnt honum áhuga. „Ég hef sagt að ég hafi lært mína lexíu. Maður þarf alltaf að vera meðvitaður um umhverfi sitt og hverjir það eru sem eru í kringum þig. Mér líður eins og þetta kvöld hefði getað breytt ferli mínum á einu augabragði,“ sagði Miller. Alabamaháskólinn ákvað að Miller gæti áfram stundað nám sitt í skólanum og leikið með körfuboltaliði hans. Þetta byggði skólinn á þeim staðreyndum sem hann fékk á sitt borð. „Brandon hefur aðstoðað lögregluna frá upphafi. Þetta er sorglegt mál. Við getum ekki stjórnað því hvað leikmennirnir gera þegar þeir eru ekki á æfingum, enginn vissi að þetta myndi gerast. Nemendur í háskóla fara út á lífið,“ sagði Nate Oats þjálfari körfuknattleiksliðs Alabamaháskóla. „Brandon var ekki hluti af þessu máli, hann var bara á röngum stað á röngum tíma. Ég er viss um að njósnarar NBA-liðanna hafa unnið sína heimavinnu.“
NBA Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira