Vildi vernda starfsmenn fyrir árásum Kolbrúnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. júní 2023 06:46 Einar segir ekki sitt að svara fyrir skrifstofustjóra sem hafi forræði yfir starfsmannamálum. Kolbrún vildi leggja fram bókun vegna starfsmanna á borgarráðsfundi. Vísir Formaður borgarráðs segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar að vernda starfsmenn borgarinnar á borgarráðsfundi í gær. Oddviti Flokks fólksins er ósáttur við að hafa ekki fengið að leggja fram bókun vegna umdeildra samskipta starfsmanna sem oddvitinn segir ekki spretta upp í tómarúmi. Formaðurinn segir bókunina hafa verið ónærgætna og rætna en mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar segist hafa boðað til fundar með íbúaráði vegna samskipta starfsmannanna. „Mér rann blóðið til skyldunnar að vernda þau fyrir þessum árásum. Það er ekki hefð fyrir því að borgarráð sé notað með þessum hætti til að ráðast á starfsmenn borgarinnar,“ segir Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs spurður að því hvers vegna Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, hafi ekki fengið að leggja fram bókun á borgarráðsfundi í gær vegna umdeildra samskipta starfsmanna borgarinnar. Samskiptin hafa verið í fréttum undanfarna daga. Starfsmennirnir ræddu sín á milli á Facebook Messenger hvernig best væri að koma sér undan spurningum íbúa í Laugardal um dagvistunarvanda. Kolbrún segist gríðarlega ósátt að hafa ekki fengið að leggja fram bókunina vegna samskipta starfsmannanna á borgarráðsfundi í gær. Svo virðist vera sem ekki megi ræða mál sem séu erfið fyrir meirihlutann. Hún segir málið ekki snúast um starfsmennina tvo heldur viðhorf sem þau virðast hafa, miðað við samskipti þeirra. Veltir vöngum yfir viðhorfinu „Fólk kemur ekkert með svona viðhorf til vinnu og ég held það sé gríðarlega nauðsynlegt að ræða þessi viðhorf til íbúa því að þarna sjáum við svart á hvítu hvernig talað er um íbúa og þetta er búið að særa gríðarlega marga, sérstaklega fulltrúa í íbúaráðum sem hefur fundist þau raunverulega vinna að breytingum fyrir hverfið sitt.“ Kolbrún segist skilja vel að fulltrúar meirihlutans vilji vernda starfsmennina tvo. „En þetta er þeirra hugsun. Þau voru að reyna að vængstýfa ráðið með öllum ráðum og dáðum. Það hefur enginn spurt um líðan þeirra sem eru í íbúaráðinu, sem fá svona stöppu framan í sig. Ég hef fengið símtal frá því fólki sem er miður sín vegna þessa.“ Kolbrún gerir samskipti starfsmannanna einnig að umtalsefni í aðsendri grein á Vísi. Þar segir hún íbúaráðin nú aðeins virðast vera leiksvið meirihlutans. „Íbúaráðin eru ekki að virka, lýðræðisleg umræða blómstrar ekki og sú grenndarþekking sem býr í fulltrúum ráðsins er vannýtt. Vandræðaleg framganga starfsmanna síðasta fundar, bera þessu vitni.“ Kolbrún segir af og frá að bókun sín hafi verið rætin líkt og Einar segir. Hún sendi Vísi bókunina og stendur við orð sín um að meirihlutinn hafi einfaldlega hafa viljað þagga málið niður. Bókun Flokks fólksins: „Fulltrúi Flokks fólksins er sleginn yfir neikvæðu og niðrandi viðhorfi/tal tveggja starfsmanna sem opinberuðust ráðsmönnum fyrir mistök starfsmannanna sjálfra á fundi íbúaráðs Laugardals. Á tali starfsmannanna reyndu þeir að hindra framgang mála m.a. til að mál/bókanir rötuðu ekki í fundargerð. Hvernig eiga ráðsmenn að sinna hlutverki sínu í ráðinu, eins og það er skilgreint í samþykktum, eftir að hafa hlustað á svona samtal? Eiga þeir bara að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist ? Hvernig á að ríkja traust nú þegar vitað er hvað þarna er að baki? Er hægt að treysta Mannréttinda og lýðræðisskrifstofu? Frá upphafi hefur íbúaráðum ekki verið sýnd nægjanleg virðing af borgaryfirvöldum. Það er mat fulltrúa Flokks fólksins. Flokkur fólksins hefur fengið upplýsingar um að ítrekað er fyrirspurnum fulltrúa í ráðinu seint og illa svarað og sama gildir um fyrirspurnir frá íbúaráðinu sjálfu. Ítrekað hefur “boðuð umræða”, með fagfólki borgarinnar verið slegin af dagskrá funda með stuttum fyrirvara. Vettvangurinn virðist að þessu leyti sýndar-samráð nú þegar við höfum séð hvernig starfsmenn í boði Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu leika sér að ráðsmönnum og gera allt hvað þeir geta til að vængstýfa íbúaráðið.“ Boðar til fundar með íbúaráði Laugardals Einar Þorsteinsson, formaður Borgarráðs, kveðst ekki vilja tjá sig um mál starfsmennina fyrir skrifstofustjóra sem hafi forræði yfir starfsmannamálum. Hann segir þó að hann hafi viljað koma starfsmönnunum til varnar á fundi borgarráðs í gær. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar og yfirmaður starfsmannanna tveggja segir í skriflegu svari til Vísis að hún hafi boðað til fundar með íbúaráði Laugardals ásamt starfsmönnunum sem um ræðir. „Til þess fara yfir þessu leiðu mistök. Fundurinn verður á mánudag. Í framhaldinu verður skerpt á verklagi við framkvæmd íbúaráðsfunda þegar íbúaráðin koma saman á ný í ágúst.“ Einar segir Kolbrúnu hafa viljað leggja fram bókun sem hafi verið afar ónærgætna og rætna í garð tveggja óbreyttra starfsmanna Reykjavíkurborgar. „Það er afar óeðlilegt að kjörinn fulltrúi leggi slíka bókun fram í borgarráði. Á stórum vinnustað gerast mörg mistök á hverjum degi og borgarráð er ekki vettvangur fyrir kjörna fulltrúa til þess að ráðast að almennum starfsmönnum að þeim fjarstöddum og þar sem þeir geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér,“ segir Einar. Um sé að ræða viðkvæmt einstaklingsbundið starfsmannamál sem sé í höndum yfirmanna. „Kolbrúnu er frjálst að stunda sína pólitík gegn öðrum kjörnum fulltrúum og gagnrýna þá. En mér finnst afar óviðeigandi hvernig hún beitir sér með óvægnum hætti gegn starfsmönnum sem verða á mistök.“ Fréttin hefur verið uppfærð með bókun Flokks fólksins. Leikskólar Reykjavík Stjórnsýsla Borgarstjórn Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira
Formaðurinn segir bókunina hafa verið ónærgætna og rætna en mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar segist hafa boðað til fundar með íbúaráði vegna samskipta starfsmannanna. „Mér rann blóðið til skyldunnar að vernda þau fyrir þessum árásum. Það er ekki hefð fyrir því að borgarráð sé notað með þessum hætti til að ráðast á starfsmenn borgarinnar,“ segir Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs spurður að því hvers vegna Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, hafi ekki fengið að leggja fram bókun á borgarráðsfundi í gær vegna umdeildra samskipta starfsmanna borgarinnar. Samskiptin hafa verið í fréttum undanfarna daga. Starfsmennirnir ræddu sín á milli á Facebook Messenger hvernig best væri að koma sér undan spurningum íbúa í Laugardal um dagvistunarvanda. Kolbrún segist gríðarlega ósátt að hafa ekki fengið að leggja fram bókunina vegna samskipta starfsmannanna á borgarráðsfundi í gær. Svo virðist vera sem ekki megi ræða mál sem séu erfið fyrir meirihlutann. Hún segir málið ekki snúast um starfsmennina tvo heldur viðhorf sem þau virðast hafa, miðað við samskipti þeirra. Veltir vöngum yfir viðhorfinu „Fólk kemur ekkert með svona viðhorf til vinnu og ég held það sé gríðarlega nauðsynlegt að ræða þessi viðhorf til íbúa því að þarna sjáum við svart á hvítu hvernig talað er um íbúa og þetta er búið að særa gríðarlega marga, sérstaklega fulltrúa í íbúaráðum sem hefur fundist þau raunverulega vinna að breytingum fyrir hverfið sitt.“ Kolbrún segist skilja vel að fulltrúar meirihlutans vilji vernda starfsmennina tvo. „En þetta er þeirra hugsun. Þau voru að reyna að vængstýfa ráðið með öllum ráðum og dáðum. Það hefur enginn spurt um líðan þeirra sem eru í íbúaráðinu, sem fá svona stöppu framan í sig. Ég hef fengið símtal frá því fólki sem er miður sín vegna þessa.“ Kolbrún gerir samskipti starfsmannanna einnig að umtalsefni í aðsendri grein á Vísi. Þar segir hún íbúaráðin nú aðeins virðast vera leiksvið meirihlutans. „Íbúaráðin eru ekki að virka, lýðræðisleg umræða blómstrar ekki og sú grenndarþekking sem býr í fulltrúum ráðsins er vannýtt. Vandræðaleg framganga starfsmanna síðasta fundar, bera þessu vitni.“ Kolbrún segir af og frá að bókun sín hafi verið rætin líkt og Einar segir. Hún sendi Vísi bókunina og stendur við orð sín um að meirihlutinn hafi einfaldlega hafa viljað þagga málið niður. Bókun Flokks fólksins: „Fulltrúi Flokks fólksins er sleginn yfir neikvæðu og niðrandi viðhorfi/tal tveggja starfsmanna sem opinberuðust ráðsmönnum fyrir mistök starfsmannanna sjálfra á fundi íbúaráðs Laugardals. Á tali starfsmannanna reyndu þeir að hindra framgang mála m.a. til að mál/bókanir rötuðu ekki í fundargerð. Hvernig eiga ráðsmenn að sinna hlutverki sínu í ráðinu, eins og það er skilgreint í samþykktum, eftir að hafa hlustað á svona samtal? Eiga þeir bara að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist ? Hvernig á að ríkja traust nú þegar vitað er hvað þarna er að baki? Er hægt að treysta Mannréttinda og lýðræðisskrifstofu? Frá upphafi hefur íbúaráðum ekki verið sýnd nægjanleg virðing af borgaryfirvöldum. Það er mat fulltrúa Flokks fólksins. Flokkur fólksins hefur fengið upplýsingar um að ítrekað er fyrirspurnum fulltrúa í ráðinu seint og illa svarað og sama gildir um fyrirspurnir frá íbúaráðinu sjálfu. Ítrekað hefur “boðuð umræða”, með fagfólki borgarinnar verið slegin af dagskrá funda með stuttum fyrirvara. Vettvangurinn virðist að þessu leyti sýndar-samráð nú þegar við höfum séð hvernig starfsmenn í boði Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu leika sér að ráðsmönnum og gera allt hvað þeir geta til að vængstýfa íbúaráðið.“ Boðar til fundar með íbúaráði Laugardals Einar Þorsteinsson, formaður Borgarráðs, kveðst ekki vilja tjá sig um mál starfsmennina fyrir skrifstofustjóra sem hafi forræði yfir starfsmannamálum. Hann segir þó að hann hafi viljað koma starfsmönnunum til varnar á fundi borgarráðs í gær. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar og yfirmaður starfsmannanna tveggja segir í skriflegu svari til Vísis að hún hafi boðað til fundar með íbúaráði Laugardals ásamt starfsmönnunum sem um ræðir. „Til þess fara yfir þessu leiðu mistök. Fundurinn verður á mánudag. Í framhaldinu verður skerpt á verklagi við framkvæmd íbúaráðsfunda þegar íbúaráðin koma saman á ný í ágúst.“ Einar segir Kolbrúnu hafa viljað leggja fram bókun sem hafi verið afar ónærgætna og rætna í garð tveggja óbreyttra starfsmanna Reykjavíkurborgar. „Það er afar óeðlilegt að kjörinn fulltrúi leggi slíka bókun fram í borgarráði. Á stórum vinnustað gerast mörg mistök á hverjum degi og borgarráð er ekki vettvangur fyrir kjörna fulltrúa til þess að ráðast að almennum starfsmönnum að þeim fjarstöddum og þar sem þeir geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér,“ segir Einar. Um sé að ræða viðkvæmt einstaklingsbundið starfsmannamál sem sé í höndum yfirmanna. „Kolbrúnu er frjálst að stunda sína pólitík gegn öðrum kjörnum fulltrúum og gagnrýna þá. En mér finnst afar óviðeigandi hvernig hún beitir sér með óvægnum hætti gegn starfsmönnum sem verða á mistök.“ Fréttin hefur verið uppfærð með bókun Flokks fólksins.
Leikskólar Reykjavík Stjórnsýsla Borgarstjórn Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira