Arsenal innkallar nýjar treyjur sem eiga að heiðra „The Invincibles“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. júní 2023 23:31 Arsenal og Adidas þurfa að laga nýju treyjurnar. Vísir/Getty Arsenal og Adidas hafa innkallað nýjar keppnistreyjur félagsins sem komnar voru í sölu. Ástæðan er mistök í prentun en treyjunum er ætlað að heiðar hetjur liðsins frá tímabilinu 2003-2004. Arsenal hefur verið mikið í fréttunum á undanförnum dögum vegna frétta á leikmannamarkaðnum. Þeir eru að eltast við öfluga leikmenn eins og Declan Rice, Kai Havertz og Jurrien Timber en það eru ekki bara leikmannamálin sem halda fólkinu á skrifstofu félagsins uppteknu. Félagið og íþróttavöruframleiðandinn Adidas hafa nefnilega neyðst til að innkalla nýjar keppnistreyjur Arsenal sem komnar voru í sölu. Hugmyndin á bakvið treyjurnar er að minnast tímabilsins 2003-2004 en þá fór Arsenal ósigrað í gegnum ensku úrvalsdeildina og er eina liðið sem hefur náð því. Næsta vor verða tuttugu ár síðan Arsene Wenger og lærisveinar hans náðu afrekinu. Ástæðan fyrir innkölluninni eru mistök í prentun en innan á hálsmálinu eru prentaðar staðreyndir um mettímabilið. Mistökin felast í því að á treyjunni stóð að félagið hefði unnið eða gert jafntefli í þrjátíu og tveimur leikjum en ekki þrjátíu og átta sem er fjöldi leikja á hverju tímabili úrvalsdeildarinnar. Félagið hefur nú tekið allar treyjur úr sölu á heimasíðu sinni sem og í verslunum sínum og sent út tölvupóst til þeirra stuðningsmanna sem nú þegar hafa fest kaup á treyju. Adidas er framleiðandi treyjanna og þeir segja að treyjan sé komin úr sölu tímabundið á meðan mistökin eru leiðrétt. „Við vinnum náið með félaginu og okkar samstarfsaðilum til að tryggja að nýjar treyjur verði komnar í sölu eins fljótt og hægt er. Við bjóðum fulla endurgreiðslu til stuðningsmanna sem nú þegar hafa keypt treyju.“ „Hönnun treyjunnar stóðst ekki okkar staðla sem við setjum okkur og við biðjum félagið og stuðningsmenn þess afsökunar,“ segir í yfirlýsingu Adidas. Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Sjá meira
Arsenal hefur verið mikið í fréttunum á undanförnum dögum vegna frétta á leikmannamarkaðnum. Þeir eru að eltast við öfluga leikmenn eins og Declan Rice, Kai Havertz og Jurrien Timber en það eru ekki bara leikmannamálin sem halda fólkinu á skrifstofu félagsins uppteknu. Félagið og íþróttavöruframleiðandinn Adidas hafa nefnilega neyðst til að innkalla nýjar keppnistreyjur Arsenal sem komnar voru í sölu. Hugmyndin á bakvið treyjurnar er að minnast tímabilsins 2003-2004 en þá fór Arsenal ósigrað í gegnum ensku úrvalsdeildina og er eina liðið sem hefur náð því. Næsta vor verða tuttugu ár síðan Arsene Wenger og lærisveinar hans náðu afrekinu. Ástæðan fyrir innkölluninni eru mistök í prentun en innan á hálsmálinu eru prentaðar staðreyndir um mettímabilið. Mistökin felast í því að á treyjunni stóð að félagið hefði unnið eða gert jafntefli í þrjátíu og tveimur leikjum en ekki þrjátíu og átta sem er fjöldi leikja á hverju tímabili úrvalsdeildarinnar. Félagið hefur nú tekið allar treyjur úr sölu á heimasíðu sinni sem og í verslunum sínum og sent út tölvupóst til þeirra stuðningsmanna sem nú þegar hafa fest kaup á treyju. Adidas er framleiðandi treyjanna og þeir segja að treyjan sé komin úr sölu tímabundið á meðan mistökin eru leiðrétt. „Við vinnum náið með félaginu og okkar samstarfsaðilum til að tryggja að nýjar treyjur verði komnar í sölu eins fljótt og hægt er. Við bjóðum fulla endurgreiðslu til stuðningsmanna sem nú þegar hafa keypt treyju.“ „Hönnun treyjunnar stóðst ekki okkar staðla sem við setjum okkur og við biðjum félagið og stuðningsmenn þess afsökunar,“ segir í yfirlýsingu Adidas.
Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Sjá meira