Handbolti

Sjö­tti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hafdís Renötudóttir átti góðan leik í marki Vals.
Hafdís Renötudóttir átti góðan leik í marki Vals. Vísir/Anton Brink

Valur og KA/Þór unnu bæði góða sigra í Olísdeild kvenna í handbolta í kvöld. Valskonur sóttu tvö stig á Selfoss á meðan norðankonur unnu góðan sigur í KA-húsinu.

Valur náði tveggja stiga forskoti á ÍBV á toppnum með öruggum tólf marka sigri á Selfossi en þetta var sjötti deildarsigur liðsins í röð.

Valur vann 32-20 eftir að hafa verið 13-6 yfir í hálfleik. Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði átta mörk fyrir Val og Elísa Elíasdóttir var með sjö mörk. Hafdís Renötudóttir varði sautján skot í markinu, þar af þrjú vítaskot. Hulda Dís Þrastardóttir var markahæst hjá Selfossi með fimm mörk.

KA/Þór gulltryggði sig inn í úrslitakeppnina með þriggja marka sigri á Stjörnunni, 29-26, eftir að hafa verið 16-13 yfir í hálfleik en Stjörnukonur eru nú tíu stigum á eftir þeim í baráttunni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.

Susanne Denise Pettersen skoraði sjö mörk fyrir KA/Þór, Trude Blestrud Hakonsen var með sex mörk og Anna Þyrí Halldórsdóttir skoraði fimm mörk. Eva Björk Davíðsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×