Samskipti starfsmannanna gefi kolranga mynd af starfi borgarinnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júní 2023 06:45 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, vísar því á bug að lýðræðisvettvangar borgarinnar séu upp á punt. Vísir/Ragnar Oddviti Pírata í borgarstjórn segir af og frá að lýðræðis-og samráðsvettvangar Reykjavíkur séu upp á punt, líkt og aðstoðarmaður ráðherra hefur spurt sig að opinberlega í kjölfar fréttaflutnings af umdeildum samskiptum starfsmanna borgarinnar á fundi með íbúum. Samskiptin verða til umfjöllunar í borgarráði í dag en Dóra segir þau gefa kolranga mynd af starfi borgarinnar. „Ég fór fyrir gerð lýðræðisstefnu borgarinnar enda samráð og lýðræði okkur Pírötum hjartans mál. Það er af og frá að lýðræðisvettvangar borgarinnar séu upp á punt,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, í samtali við Vísi. Fréttastofa bar skrif Steinars Inga Kolbeins, aðstoðarmann Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra, í aðsendri grein á Vísi undir Dóru. Þar gerir hann umdeild samskipti starfsmanna Reykjavíkurborgar á Facebook Messenger á meðan fundi stóð með íbúaráði Laugardals, að umfjöllunarefni. Á fundinum hrósuðu verkefnastjórar borgarinnar happi yfir því að hafa komið sér undan spurningum um dagvistunarvanda á leikskólum. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segir í skriflegu svari til Vísis að mál starfsmannanna og samskipti þeirra verði tekin fyrir á fundi borgarráðs í dag. Steinar Ingi veltir því upp hvort að samskiptin væru til vitnis um það að lýðræðisvettvangar á vegum Reykjavíkurborgar væru einfaldlega upp á punt. „Ég treysti því að þetta mál verði tekið fyrir í borgarstjórn og kannað verði hvort kerfið handstýri í raun samráðinu og íbúa”lýðræðinu” með jafn hörðum höndum og raunin var á þessum fundi,“ skrifar Steinar Ingi meðal annars og segir hann að útvarsgreiðendur í borginni hljóti að velta fyrir sér hvort fjármunum sé vel varið í alla þessa samráðsvettvanga, íbúaráð og nefndir. Svarið sé að veita meiri upplýsingar Dóra Björt segir leitt þegar upp komi mál sem gefi að hennar sögn kolranga mynd af því metnaðarfulla starfi sem unnið sé þegar kemur að lýðræði og samtali við íbúa borgarinnar. „Þá held ég að svarið sé að veita meiri upplýsingar til að gefa raunsanna mynd af stöðunni. Íbúar hafa heilmikil áhrif í gegnum lýðræðisverkefni borgarinnar, og bara meiri og meiri með ári hverju.“ Hún segir borgarstjórnarmeirihlutann alltaf leita leiða til þess að auka aðkomu íbúa að ákvörðunum og segir hún að styrking íbúaráða hafi svo sannarlega skilað sér í bættri þjónustu við íbúa. „Það eru fjölmörg dæmi um umfangsmiklar breytingar og hugmyndir sem íbúar hafa komið til leiða í gegnum lýðræðisvettvanga borgarinnar eins og íbúaráðin, Hverfið mitt og samráðsnefndirnar. Við erum að tala um stórar og miklar skipulagsákvarðanir sem hefur ítrekað verið farið í, hætt við eða breytt fyrir tilstuðlan þessara vettvanga og samtals við íbúa.“ Hún bætir því við að íbúaráðin hafi auk þess mikla aðkomu að viðhalds-, fjárfestinga- og umferðaröryggisáætlun borgarinnar. Hverfið mitt hafi eitt og sér komið til framkvæmda um 900 nýjum verkefnum fyrir fleiri milljarða. „Sem eru frá A til Ö hugarfóstur íbúa. Hverfið mitt ber sannarlega með sér mörg skemmtileg og krúttleg verkefni sem eru til þess fallin að bæta lífsgæði íbúa en aðrir vettvangar eins og íbúaráðin, ábendingagáttin og samráðsnefndirnar taka fyrir alla starfsemi borgarinnar og hafa heilmikil áhrif á starfsemina.“ Stjórnsýsla Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
„Ég fór fyrir gerð lýðræðisstefnu borgarinnar enda samráð og lýðræði okkur Pírötum hjartans mál. Það er af og frá að lýðræðisvettvangar borgarinnar séu upp á punt,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, í samtali við Vísi. Fréttastofa bar skrif Steinars Inga Kolbeins, aðstoðarmann Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra, í aðsendri grein á Vísi undir Dóru. Þar gerir hann umdeild samskipti starfsmanna Reykjavíkurborgar á Facebook Messenger á meðan fundi stóð með íbúaráði Laugardals, að umfjöllunarefni. Á fundinum hrósuðu verkefnastjórar borgarinnar happi yfir því að hafa komið sér undan spurningum um dagvistunarvanda á leikskólum. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segir í skriflegu svari til Vísis að mál starfsmannanna og samskipti þeirra verði tekin fyrir á fundi borgarráðs í dag. Steinar Ingi veltir því upp hvort að samskiptin væru til vitnis um það að lýðræðisvettvangar á vegum Reykjavíkurborgar væru einfaldlega upp á punt. „Ég treysti því að þetta mál verði tekið fyrir í borgarstjórn og kannað verði hvort kerfið handstýri í raun samráðinu og íbúa”lýðræðinu” með jafn hörðum höndum og raunin var á þessum fundi,“ skrifar Steinar Ingi meðal annars og segir hann að útvarsgreiðendur í borginni hljóti að velta fyrir sér hvort fjármunum sé vel varið í alla þessa samráðsvettvanga, íbúaráð og nefndir. Svarið sé að veita meiri upplýsingar Dóra Björt segir leitt þegar upp komi mál sem gefi að hennar sögn kolranga mynd af því metnaðarfulla starfi sem unnið sé þegar kemur að lýðræði og samtali við íbúa borgarinnar. „Þá held ég að svarið sé að veita meiri upplýsingar til að gefa raunsanna mynd af stöðunni. Íbúar hafa heilmikil áhrif í gegnum lýðræðisverkefni borgarinnar, og bara meiri og meiri með ári hverju.“ Hún segir borgarstjórnarmeirihlutann alltaf leita leiða til þess að auka aðkomu íbúa að ákvörðunum og segir hún að styrking íbúaráða hafi svo sannarlega skilað sér í bættri þjónustu við íbúa. „Það eru fjölmörg dæmi um umfangsmiklar breytingar og hugmyndir sem íbúar hafa komið til leiða í gegnum lýðræðisvettvanga borgarinnar eins og íbúaráðin, Hverfið mitt og samráðsnefndirnar. Við erum að tala um stórar og miklar skipulagsákvarðanir sem hefur ítrekað verið farið í, hætt við eða breytt fyrir tilstuðlan þessara vettvanga og samtals við íbúa.“ Hún bætir því við að íbúaráðin hafi auk þess mikla aðkomu að viðhalds-, fjárfestinga- og umferðaröryggisáætlun borgarinnar. Hverfið mitt hafi eitt og sér komið til framkvæmda um 900 nýjum verkefnum fyrir fleiri milljarða. „Sem eru frá A til Ö hugarfóstur íbúa. Hverfið mitt ber sannarlega með sér mörg skemmtileg og krúttleg verkefni sem eru til þess fallin að bæta lífsgæði íbúa en aðrir vettvangar eins og íbúaráðin, ábendingagáttin og samráðsnefndirnar taka fyrir alla starfsemi borgarinnar og hafa heilmikil áhrif á starfsemina.“
Stjórnsýsla Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira