Stjórnin gæti haltrað áfram í ástlausu hjónabandi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 21. júní 2023 15:00 Tímasetning ákvörðunar Svandísar kom stjórnarandstöðunni á óvart. Stjórnarandstaðan greinir á um hvort að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um bann við hvalveiðum hafi verið rétt en tímasetningin kom flestum á óvart. Það blasi við að sambúðin á ástlausu stjórnarheimilinu sé orðin krefjandi. „Mér finnst tímasetningin alveg með hreinum ólíkindum. Það lá fyrir kolsvört skýrsla um hversu langt dauðastríð margar skepnurnar þurftu að heyja,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins um ákvörðun Svandísar. Á hún við eftirlitsskýrslu MAST sem birt var í maí og bendir á að þetta mál hafi verið til umræðu í þinginu áður en því var skyndilega slitið. Inga segir málið hreinan og kláran flumbrugang. Sjálf sé hún hins vegar mótfallin því að hvalir séu veiddir og sér í því tvískinnung í ljósi þeirrar hvalaskoðunar sem hér er stunduð. „Annars vegar er verið að dýrka þessi tignu dýr en hins vegar að láta þau heyja margra tíma dauðastríð með því að pynda þau til dauða. Mér finnst það hreinlega ógeðslegt,“ segir Inga. Að sögn Ingu frestaði faraldurinn ágreiningnum á milli stjórnarflokkanna en nú sé hann að koma fram með afgerandi hætti. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra stígi sterkur inn í útlendingamálin og Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna svari með harkalegum ummælum. Það sé ábyggilega margt sem almenningur fái aldrei að heyra um. „Við höfum ekki séð þau agnúast svona harkalega út í hvort annað. Ég yrði ekkert hissa á þessu samstarfi færi að ljúka,“ segir Inga. Ástlaust samband Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er sátt við hvalveiðibannið og segir að Svandís sé að sinna sínu hlutverki sem ráðherra. „Ég bjóst við þessu fyrr. Hún hafði öll efni og ástæður til þess,“ segir Þorgerður. „En hún telur rétt að taka þetta skref núna og ég virði það.“ Þorgerður segir núna öllum ljóst hvers vegna þinginu var slitið svona skyndilega. Hún hafi aldrei séð neitt þessu líku á löngum þingferli. „Þetta hefur augljóslega verið gert til þess að kæla mannskapinn á ríkisstjórnarheimilinu. Þau hafa ekki þolað mikið lengur við í þinginu í því ati sem þar er,“ segir Þorgerður. Þorgerður segir merkilegt að sjá Bjarna Benediktsson tala eins og hann sé áhrifalaus.Vísir/Vilhelm Þá segir hún merkilegt að sjá Bjarna Benediktsson, sem hefur verið ráðherra í áratug, tala eins og áhrifalausan mann. Á hún við ummæli hans um að þingið hafi brugðist í útlendingamálum. „Eftir því sem líður á virðist þetta hjónaband vera orðið ástlaust og það gerir engum gott,“ segir Þorgerður. „Þessi ólund sem birtist okkur virðist þó ekki valda því að stjórnin slitni. Þau vilja frekar vera í þessu ástlausa sambandi til að halda í ráðherrastólana.“ Þó hún búist ekki við stjórnarslitum gerir hún ráð fyrir að þegar nær dregur kosningum muni stjórnarflokkarnir reyna að bjarga sjálfum sér og lyfta eigin andliti fremur en að tala sem heild. Hvalveiðar og útlendingamál smjörklípa Logi Már Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur augljóst að sá pirringur sem sé nú að koma fram á milli ríkisstjórnarflokkanna sé alls ekkert út af þessum málum heldur efnahagsmálunum, stærsta máli samtímans. Flokkarnir geti ekki tekist á við verðbólguna og háa vexti. „Þau hafa of ólíka sýn á meðölin sem þarf til. Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn eru núna að reyna að beina umræðunni frá því sem þau ættu að vera að gera og yfir á mál sem skapar þeim einhverja sérstöðu gagnvart hinum,“ segir Logi og á þá við bæði hvalveiðarnar og útlendingamálin. Þetta sé birtingarmynd þess að flokkarnir séu sammála í fæstum málum sem orsaki ósamstíga og verklata ríkisstjórn. „Ég er á móti hvalveiðum en það þarf að horfa með hvaða hætti þetta er gert og hvenær,“ segir Logi aðspurður um ákvörðun Svandísar. „Ef það var ekki lagastoð fyrir þessu 1. júní þá þarf ráðherra að svara því hvers vegna var hún til staðar í gær.“ Hann segist ekki geta fullyrt að stjórnsýslan hafi verið ámælisverð enda hafi hann ekki lögfræðingaher á bak við sig eins og ráðherra. „Það er ekki tilviljun að þetta gerðist núna, strax eftir að Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Guðrún Hafsteinsdóttir fóru harkalega í Vinstri græn,“ segir Logi. Hann segist þó alls ekkert viss um að stjórnin slitni. Sjálfstætt markmið að valda skaða Þingflokksformaður Miðflokksins, Bergþór Ólason, er nokkuð á skjön við aðra í stjórnarandstöðunni þar sem hann segist styðja hvalveiðar. „Ég trúi því ekki að ríkisstjórnin láti þarna við sitja,“ segir hann um ákvörðun Svandísar sem hann segir forkastanlega. Bæði innihald hennar og hvernig að henni var staðið. „Eins og að þessu er staðið virðist vera sjálfstætt markmið að valda eins miklum skaða og hægt er með þessari ákvörðun,“ segir hann. Nefnir Bergþór að Bjarni hafi verið farinn af ríkisstjórnarfundinum þegar Svandís bar málið upp. Vissulega séu hvalveiðar á forsvari matvælaráðherra en Bergþór segir það fráleitt að mál eins og þetta fái ekki umræðu og dýpra samþykki innan ríkisstjórnarinnar. Bergþór segir ákvörðun Svandísar forkastanlega og efast um að hún fái að standa.Vísir/Vilhelm Aðspurður um skýrslu fagráðs um dýravelferð, sem Svandís byggði ákvörðun sína á, segir Bergþór að hún sé í besta falli sérstök. Innan ráðsins séu aðilar sem hafi á fyrri stigum lýst sig andvíga hvalveiðum. „Það var ekki kallað eftir andmælum eða neinu í þá veruna. Þetta virðist hafa verið uppdiktað plagg ætlað til þess að undirbyggja ákvörðun ráðherrans,“ segir Bergþór. Hann gerir ekki ráð fyrir því að meðferðin standist stjórnsýslulög. Minnir hann á að þegar Vinstri græn hafi gert stjórnsýslulögin að lykilatriði þegar Sigríði Á. Andersen var komið úr dómsmálaráðuneytinu. Bergþór segir óvíst að stjórnin gefist upp núna, frekar en vegna annarra mála sem hún hefði átt að slitna út af. Ef hún springur býst hann ekkert endilega við nýjum alþingiskosningum. Aðrir möguleikar séu í stöðunni um stjórnarsamstarf, svo sem stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Miðflokks. Gætu haltrað út kjörtímabilið Ólíkt Bergþóri fagnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ákvörðun Svandísar. Næsta rökrétta skref sé að banna hvalveiðar alfarið. „Mér finnst að það hefði mátt stöðva þetta löngu fyrr. Það eru víðtækar ástæður til þess að gera það, segir Þórhildur. „Hval hf hefur ekki tekist að standa við tilmæli, til dæmis um frágang á lóð, mengunarvarnir og fleira.“ Aðspurð um stjórnsýsluna segir Þórhildur líklegt að Svandís hafi tekið þessa ákvörðun að ráðleggingum ráðgjafa sinna í ráðuneytinu. Hún verði hins vegar að svara fyrir það. Þórhildur segist ekki leggja blessun sína yfir þessa stjórnsýslu. „Ég skynja að þau séu orðin mjög þreytt á hvort öðru, séu leið að vinna saman og finnst þetta glatað samstarf,“ segir Þórhildur um ólguna í ríkisstjórninni. „Það hjálpar ábyggilega að þau séu á leiðinni í sumarfrí og þurfi ekki að vinna saman í virku meirihlutasamstarfi. Kannski tekst þeim að hlaða batteríin og þrauka í einhvern tíma í viðbót, jafn vel að haltra út þetta kjörtímabil.“ Hvalveiðar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Stjórnsýsla Samfylkingin Píratar Tengdar fréttir Gremja hafi kraumað undir niðri í ríkisstjórninni Matvælaráðherra telur ákvörðun hennar um að stöðva hvalveiðar tímabundið ekki stofna stjórnarsamstarfinu í hættu. Formaður Starfsgreinasambandsins segir ákvörðun ráðherra til skammar og reiðarslag fyrir starfsfólk Hvals Hf. 20. júní 2023 21:22 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
„Mér finnst tímasetningin alveg með hreinum ólíkindum. Það lá fyrir kolsvört skýrsla um hversu langt dauðastríð margar skepnurnar þurftu að heyja,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins um ákvörðun Svandísar. Á hún við eftirlitsskýrslu MAST sem birt var í maí og bendir á að þetta mál hafi verið til umræðu í þinginu áður en því var skyndilega slitið. Inga segir málið hreinan og kláran flumbrugang. Sjálf sé hún hins vegar mótfallin því að hvalir séu veiddir og sér í því tvískinnung í ljósi þeirrar hvalaskoðunar sem hér er stunduð. „Annars vegar er verið að dýrka þessi tignu dýr en hins vegar að láta þau heyja margra tíma dauðastríð með því að pynda þau til dauða. Mér finnst það hreinlega ógeðslegt,“ segir Inga. Að sögn Ingu frestaði faraldurinn ágreiningnum á milli stjórnarflokkanna en nú sé hann að koma fram með afgerandi hætti. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra stígi sterkur inn í útlendingamálin og Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna svari með harkalegum ummælum. Það sé ábyggilega margt sem almenningur fái aldrei að heyra um. „Við höfum ekki séð þau agnúast svona harkalega út í hvort annað. Ég yrði ekkert hissa á þessu samstarfi færi að ljúka,“ segir Inga. Ástlaust samband Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er sátt við hvalveiðibannið og segir að Svandís sé að sinna sínu hlutverki sem ráðherra. „Ég bjóst við þessu fyrr. Hún hafði öll efni og ástæður til þess,“ segir Þorgerður. „En hún telur rétt að taka þetta skref núna og ég virði það.“ Þorgerður segir núna öllum ljóst hvers vegna þinginu var slitið svona skyndilega. Hún hafi aldrei séð neitt þessu líku á löngum þingferli. „Þetta hefur augljóslega verið gert til þess að kæla mannskapinn á ríkisstjórnarheimilinu. Þau hafa ekki þolað mikið lengur við í þinginu í því ati sem þar er,“ segir Þorgerður. Þorgerður segir merkilegt að sjá Bjarna Benediktsson tala eins og hann sé áhrifalaus.Vísir/Vilhelm Þá segir hún merkilegt að sjá Bjarna Benediktsson, sem hefur verið ráðherra í áratug, tala eins og áhrifalausan mann. Á hún við ummæli hans um að þingið hafi brugðist í útlendingamálum. „Eftir því sem líður á virðist þetta hjónaband vera orðið ástlaust og það gerir engum gott,“ segir Þorgerður. „Þessi ólund sem birtist okkur virðist þó ekki valda því að stjórnin slitni. Þau vilja frekar vera í þessu ástlausa sambandi til að halda í ráðherrastólana.“ Þó hún búist ekki við stjórnarslitum gerir hún ráð fyrir að þegar nær dregur kosningum muni stjórnarflokkarnir reyna að bjarga sjálfum sér og lyfta eigin andliti fremur en að tala sem heild. Hvalveiðar og útlendingamál smjörklípa Logi Már Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur augljóst að sá pirringur sem sé nú að koma fram á milli ríkisstjórnarflokkanna sé alls ekkert út af þessum málum heldur efnahagsmálunum, stærsta máli samtímans. Flokkarnir geti ekki tekist á við verðbólguna og háa vexti. „Þau hafa of ólíka sýn á meðölin sem þarf til. Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn eru núna að reyna að beina umræðunni frá því sem þau ættu að vera að gera og yfir á mál sem skapar þeim einhverja sérstöðu gagnvart hinum,“ segir Logi og á þá við bæði hvalveiðarnar og útlendingamálin. Þetta sé birtingarmynd þess að flokkarnir séu sammála í fæstum málum sem orsaki ósamstíga og verklata ríkisstjórn. „Ég er á móti hvalveiðum en það þarf að horfa með hvaða hætti þetta er gert og hvenær,“ segir Logi aðspurður um ákvörðun Svandísar. „Ef það var ekki lagastoð fyrir þessu 1. júní þá þarf ráðherra að svara því hvers vegna var hún til staðar í gær.“ Hann segist ekki geta fullyrt að stjórnsýslan hafi verið ámælisverð enda hafi hann ekki lögfræðingaher á bak við sig eins og ráðherra. „Það er ekki tilviljun að þetta gerðist núna, strax eftir að Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Guðrún Hafsteinsdóttir fóru harkalega í Vinstri græn,“ segir Logi. Hann segist þó alls ekkert viss um að stjórnin slitni. Sjálfstætt markmið að valda skaða Þingflokksformaður Miðflokksins, Bergþór Ólason, er nokkuð á skjön við aðra í stjórnarandstöðunni þar sem hann segist styðja hvalveiðar. „Ég trúi því ekki að ríkisstjórnin láti þarna við sitja,“ segir hann um ákvörðun Svandísar sem hann segir forkastanlega. Bæði innihald hennar og hvernig að henni var staðið. „Eins og að þessu er staðið virðist vera sjálfstætt markmið að valda eins miklum skaða og hægt er með þessari ákvörðun,“ segir hann. Nefnir Bergþór að Bjarni hafi verið farinn af ríkisstjórnarfundinum þegar Svandís bar málið upp. Vissulega séu hvalveiðar á forsvari matvælaráðherra en Bergþór segir það fráleitt að mál eins og þetta fái ekki umræðu og dýpra samþykki innan ríkisstjórnarinnar. Bergþór segir ákvörðun Svandísar forkastanlega og efast um að hún fái að standa.Vísir/Vilhelm Aðspurður um skýrslu fagráðs um dýravelferð, sem Svandís byggði ákvörðun sína á, segir Bergþór að hún sé í besta falli sérstök. Innan ráðsins séu aðilar sem hafi á fyrri stigum lýst sig andvíga hvalveiðum. „Það var ekki kallað eftir andmælum eða neinu í þá veruna. Þetta virðist hafa verið uppdiktað plagg ætlað til þess að undirbyggja ákvörðun ráðherrans,“ segir Bergþór. Hann gerir ekki ráð fyrir því að meðferðin standist stjórnsýslulög. Minnir hann á að þegar Vinstri græn hafi gert stjórnsýslulögin að lykilatriði þegar Sigríði Á. Andersen var komið úr dómsmálaráðuneytinu. Bergþór segir óvíst að stjórnin gefist upp núna, frekar en vegna annarra mála sem hún hefði átt að slitna út af. Ef hún springur býst hann ekkert endilega við nýjum alþingiskosningum. Aðrir möguleikar séu í stöðunni um stjórnarsamstarf, svo sem stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Miðflokks. Gætu haltrað út kjörtímabilið Ólíkt Bergþóri fagnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ákvörðun Svandísar. Næsta rökrétta skref sé að banna hvalveiðar alfarið. „Mér finnst að það hefði mátt stöðva þetta löngu fyrr. Það eru víðtækar ástæður til þess að gera það, segir Þórhildur. „Hval hf hefur ekki tekist að standa við tilmæli, til dæmis um frágang á lóð, mengunarvarnir og fleira.“ Aðspurð um stjórnsýsluna segir Þórhildur líklegt að Svandís hafi tekið þessa ákvörðun að ráðleggingum ráðgjafa sinna í ráðuneytinu. Hún verði hins vegar að svara fyrir það. Þórhildur segist ekki leggja blessun sína yfir þessa stjórnsýslu. „Ég skynja að þau séu orðin mjög þreytt á hvort öðru, séu leið að vinna saman og finnst þetta glatað samstarf,“ segir Þórhildur um ólguna í ríkisstjórninni. „Það hjálpar ábyggilega að þau séu á leiðinni í sumarfrí og þurfi ekki að vinna saman í virku meirihlutasamstarfi. Kannski tekst þeim að hlaða batteríin og þrauka í einhvern tíma í viðbót, jafn vel að haltra út þetta kjörtímabil.“
Hvalveiðar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Stjórnsýsla Samfylkingin Píratar Tengdar fréttir Gremja hafi kraumað undir niðri í ríkisstjórninni Matvælaráðherra telur ákvörðun hennar um að stöðva hvalveiðar tímabundið ekki stofna stjórnarsamstarfinu í hættu. Formaður Starfsgreinasambandsins segir ákvörðun ráðherra til skammar og reiðarslag fyrir starfsfólk Hvals Hf. 20. júní 2023 21:22 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Gremja hafi kraumað undir niðri í ríkisstjórninni Matvælaráðherra telur ákvörðun hennar um að stöðva hvalveiðar tímabundið ekki stofna stjórnarsamstarfinu í hættu. Formaður Starfsgreinasambandsins segir ákvörðun ráðherra til skammar og reiðarslag fyrir starfsfólk Hvals Hf. 20. júní 2023 21:22