Eru hvalveiðar dýraníð? Árný Björg Blandon skrifar 21. júní 2023 12:00 Ég var að hlusta á Vilhjálm Birgisson í Bítinu á Bylgjunni. Honum finnst hvalveiðibannið með ólíkindum og það er hans skoðun því það skerðir lífið hjá mörgum á Akranesi og nærliggjandi umhverfi. Við erum mjög mörg, bæði hérlendis og erlendis sem erum þakklát fyrir ákvörðun Svandísar matvælaráðherra og finnst með ólíkindum hvernig Vilhjálmur og það fólk sem er á hans skoðun getur horft framhjá af hverju Svandís tekur þessa ákvörðun. Hún er ekki út í bláinn og er byggð á dýraverndarlögum. Út er komin haldföst skýrsla sem kveður á um það. Auðvitað ber matvælaráðherra að fara eftir henni en ekki skoðunum þeirra sem, jú, missa vinnu vegna þess. En, það er ekkert nýtt af nálinni þar. Fólk víða missir vinnuna sína og sumir fyrirvaralaust og þarf t.d. að reiða sig á atvinnuleysisbætur. Það eru vonbrigði en þetta er lífið hjá mörgum ekki einungis starfsmönnum hvalveiðidrápa. Stundum er ótrúlegt hvernig fólk vill bara fá að drepa dýr og fara illa með þau af því að það gefur svo mikla peninga. Það er mikil skekkja þar í gangi. Ég kalla það græðgi. Peningar eru þó ekki rót hins illa, heldur græðgin. Það er ekki hægt að kvarta yfir launamissi á kostnað dýraníðs. Þar tala hin ýmsu myndbönd sínu máli. Aðferðin er ótæk, tólin sem eru notuð eru ekki að virka, þannig að þessi stórkostlegu dýr deyi samstundis. Þau kveljast, sum í marga klukkutíma meðan skeyti eru send aftur og aftur til að fella þau. Þetta er ekki mannúðleg aðferð á nokkurn hátt. Vilhjálmur talaði um að 60-70 % hvalanna dræpust samstundis. Hvað með hina 30-40%? Undirritaðri finnst alveg nóg um að einn hvalur þjáist og kveljist í marga klukkutíma af því að tólin til dráps eru ekki nægilega virk. Hvalaskoðun er mjög vinsæl og falleg hér á landi. Fólk og ferðamenn dáist að þessum stóru, tignarlegu dýrum sem fær fólk til að taka andann á lofti, það þyrpist að til að sjá þau og skiljanlega tilbúin að borga vel fyrir það. Einn lítill drengur sem var við hvalaskoðun þann dag sem hvalveiðibannið var gefið út, kom hlaupandi, brosandi út að eyrum til eins starfsmannsins, og tjáði honum að nú mætti ekki drepa þessar flottu skepnur lengur. Undirrituð þekkir starfsmanninn sem fékk þessar gleðifréttir. Með að hvalveiðibannið verði aðeins út sumarið og byrji svo aftur, þá hef ég enga trú á því. Sumarið mun gefa þann tíma sem þarf til að sjá hversu rétt þetta bann er. Ég vil bara óska okkur til hamingju með hvalveiðibannið og sendi þakklæti til þeirra sem flettu ofan af þessari tegund dýraníðs. Höfundur vinnur við þýðingar og textaritun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalir Hvalveiðar Árný Björg Blandon Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var að hlusta á Vilhjálm Birgisson í Bítinu á Bylgjunni. Honum finnst hvalveiðibannið með ólíkindum og það er hans skoðun því það skerðir lífið hjá mörgum á Akranesi og nærliggjandi umhverfi. Við erum mjög mörg, bæði hérlendis og erlendis sem erum þakklát fyrir ákvörðun Svandísar matvælaráðherra og finnst með ólíkindum hvernig Vilhjálmur og það fólk sem er á hans skoðun getur horft framhjá af hverju Svandís tekur þessa ákvörðun. Hún er ekki út í bláinn og er byggð á dýraverndarlögum. Út er komin haldföst skýrsla sem kveður á um það. Auðvitað ber matvælaráðherra að fara eftir henni en ekki skoðunum þeirra sem, jú, missa vinnu vegna þess. En, það er ekkert nýtt af nálinni þar. Fólk víða missir vinnuna sína og sumir fyrirvaralaust og þarf t.d. að reiða sig á atvinnuleysisbætur. Það eru vonbrigði en þetta er lífið hjá mörgum ekki einungis starfsmönnum hvalveiðidrápa. Stundum er ótrúlegt hvernig fólk vill bara fá að drepa dýr og fara illa með þau af því að það gefur svo mikla peninga. Það er mikil skekkja þar í gangi. Ég kalla það græðgi. Peningar eru þó ekki rót hins illa, heldur græðgin. Það er ekki hægt að kvarta yfir launamissi á kostnað dýraníðs. Þar tala hin ýmsu myndbönd sínu máli. Aðferðin er ótæk, tólin sem eru notuð eru ekki að virka, þannig að þessi stórkostlegu dýr deyi samstundis. Þau kveljast, sum í marga klukkutíma meðan skeyti eru send aftur og aftur til að fella þau. Þetta er ekki mannúðleg aðferð á nokkurn hátt. Vilhjálmur talaði um að 60-70 % hvalanna dræpust samstundis. Hvað með hina 30-40%? Undirritaðri finnst alveg nóg um að einn hvalur þjáist og kveljist í marga klukkutíma af því að tólin til dráps eru ekki nægilega virk. Hvalaskoðun er mjög vinsæl og falleg hér á landi. Fólk og ferðamenn dáist að þessum stóru, tignarlegu dýrum sem fær fólk til að taka andann á lofti, það þyrpist að til að sjá þau og skiljanlega tilbúin að borga vel fyrir það. Einn lítill drengur sem var við hvalaskoðun þann dag sem hvalveiðibannið var gefið út, kom hlaupandi, brosandi út að eyrum til eins starfsmannsins, og tjáði honum að nú mætti ekki drepa þessar flottu skepnur lengur. Undirrituð þekkir starfsmanninn sem fékk þessar gleðifréttir. Með að hvalveiðibannið verði aðeins út sumarið og byrji svo aftur, þá hef ég enga trú á því. Sumarið mun gefa þann tíma sem þarf til að sjá hversu rétt þetta bann er. Ég vil bara óska okkur til hamingju með hvalveiðibannið og sendi þakklæti til þeirra sem flettu ofan af þessari tegund dýraníðs. Höfundur vinnur við þýðingar og textaritun.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun