Dagskrá hátíðarinnar spannar allt frá arkitektúr, grafískrar hönnunar til fatahönnunar, vöruhönnunar, stafrænnar hönnunar og allt þar á milli. Hátíðin er ein af borgarhátíðum Reykjavíkur og hefur farið fram árlega frá árinu 2009.

Þetta verður því í sextánda sinn sem gestum gefst tækifæri til að kynnast því sem er gerast í hönnun og arkitektúr þvert á fögin. „Við lifum á spennandi tímum breytinga,“ segir Helga Ólafsdóttir, stjórnandi HönnunarMars og heldur áfram. „Í þeim felast tækifæri fyrir hönnuði og arkitekta sem vinna að fjölbreytilegum verkefnum sem verða sýnileg öllum ár hvert á HönnunarMars.
Hátíðin er síbreytileg og tekur á sig nýja mynd á hverju ári með fólkinu sem tekur þátt, sýnendum og sýningarstöðum, bakhjörlum og samstarfsaðilum, samstarfsfólki og stjórn, sem ég vil þakka sérstaklega.
Það eru bjartir tímar framundan og ég hvet alla til að kynna sér sér alla þá grósku sem á sér stað í hönnun hér á landi allt árið um kring og ég hlakka til að leyfa HönnunarMars að blómstra í apríl 2024.“
Fjölbreyttar og forvitnilegar sýningar
Alþjóðlega ráðstefnan DesignTalks er lykilviðburður hátíðarinnar og fer fram miðvikudaginn 24. apríl í Hörpu. Ráðstefnan er mikilvægur vettvangur fyrir innblástur og samtal um helstu þróun og breytingar knúin áfram af hönnun og arkitektúr.
Hér má sjá stemninguna frá HönnunarMars fyrr á þessu ári.