Að rækta kjöt: Matur framtíðarinnar Berglind Rán Ólafsdóttir skrifar 22. júní 2023 08:01 Umhverfisáhrif hefðbundinnar kjötframleiðslu eru sláandi. Framleiðslan krefst sífellt meira landssvæðis og því eru skógar ruddir og votlendi ræst fram, sem gerir það að verkum að vistkerfi eyðast, kolefnisbinding minnkar og magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu stóreykst. Framleiðsla dýraafurða veldur margföldum umhverfisáhrifum á við framleiðslu plöntuafurða og ferlið einkennist því miður af sóun. Að stærstum hluta fer allt það gríðarlega landsvæði sem mannkynið notar til kjötframleiðslu í að framleiða fóður handa dýrunum og einungis brot af fóðrinu verður á endanum að kjöti. Þá krefst hefðbundin kjötframleiðsla þess að dýr séu drepin, sem æ fleirum hugnast illa. En öll þurfum við mat og kjötneysla er ríkur þáttur í mataræði heimsbyggðarinnar. Áætlað er að eftirspurn eftir matvælum muni aukast um 35-56% fyrir miðja öldina, miðað við 2010. Ef þeirri eftirspurn verður mætt með óbreyttum aðferðum í kjötframleiðslu er ákaflega óraunhæft að markmið um að halda hlýnun jarðar innan tveggja gráðu marka, hvað þá einnar og hálfrar gráðu, muni nást. Matur og nýsköpun Byltingarkenndar breytingar á framleiðslu og neyslu kjöts verða að eiga sér stað og við þurfum fjölbreyttar nálganir. Það er alls ekki lögmál að kjötframleiðsla þurfi að leiða til slæmra umhverfisáhrifa. Þvert á móti getur öll fæðuframleiðsla, þ.m.t. framleiðsla á kjöti, beinlínis falið í sér lykillausnir á umhverfisvanda mannkynsins, sé hún stunduð í sátt við umhverfið. Um árabil hefur fjöldi fyrirtækja um heim allan unnið að því að þróa aðferðir til þess að framleiða kjöt með vistvænni hætti en gert hefur verið og án þess að drepa dýr. Á íslensku er slíkt kjöt kallað vistkjöt (cultivated meat). Einn af þeim þáttum sem eru nauðsynlegir í vistkjötsframleiðslu eru prótín sem kallast vaxtarþættir og hefur ORF Líftækni þróað kerfi byggt á byggplöntum sem hentar vel til þess að búa til vaxtarþætti fyrir vistkjötsframleiðslu. Þá er hægt að nota til þess að rækta allar þær tegundir kjöts sem fólk girnist, hvort sem það er svínakjöt, kjúklingur, naut eða akurhæna. Eitt kíló af vaxtarþáttum getur orðið að þúsundum tonna af kjöti, án þess að nokkurt dýr deyi, votlendi sé ræst fram, vistkerfum eytt eða skóglendi rutt. Ferlið er innblásið af náttúrunni sjálfri. Prótín vex í náttúrunni. Vöðvar vaxa. Í stað þess að rækta kjöt með því að ala kjúklinga í þröngum búrum, eða svín í stíum, og láta vöðvana vaxa þar á beinum dýranna með fóðurblöndum, hefur aðferð verið hönnuð til þess að láta einungis vöðvana vaxa, eina og sér í lokuðum tönkum. Kjötið er það sama, nema ef vera skildi hreinna — því ekki þarf t.d. sýklalyf við þessa framleiðslu — og bragðið og áferðin er sambærileg. Matur og tilfinningar Það hefur sjaldan verið brýnna en nú, þegar mannkynið stendur frammi fyrir ógnarstórum umhverfisvanda, að leita lausna og nýrra leiða. Breytingar eru fylgifiskur þess að finna nýjar leiðir og víða kann andstaðan við nýjar aðferðir að vera mikil. Hefðir eru sterkar og hagsmunir eru oft samofnir hefðunum. Tilfinningar geta líka verið djúpar, ekki síst þegar kemur að mat. Við þurfum að sýna gagnrýnisröddum og mótbárum skilning og reyna að efla samtalið á grunni upplýsinga. Það er líka ákaflega mikilvægt að öllum varúðarsjónarmiðum sé mætt, því öll matvæli þurfa að vera örugg, hvort sem um vistkjöt eða aðra fæðu er að ræða. Með hugviti og sköpunarkrafti getum við náð árangri í viðureigninni við sívaxandi umhverfisvá. Í þeirri baráttu þarf að efla fjölbreyttar aðferðir, fagna nýjum nálgunum og halda opnum huga. Það er líka áríðandi að hafa í huga að tækniþróun kemur ekki í staðinn fyrir þær hugarfars- og kerfisbreytingar sem þurfa að eiga sér stað í samfélaginu. Þær þurfa að fela í sér að við minnkum hvers konar sóun og að við bæði fögnum og tileinkum okkur vistvænni framleiðslu- og neysluhætti á öllum sviðum. Það eru spennandi og krefjandi tímar framundan hjá ORF Líftækni og í matvælaiðnaði heimsins. Við erum staðráðin í því, í krafti nýsköpunar og þekkingar og á grunni virðingar fyrir náttúrunni, að leggja okkar af mörkum í þágu komandi kynslóða, umhverfisins og mataröryggis framtíðarinnar. Höfundur er forstýra ORF Líftækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Rán Ólafsdóttir Matvælaframleiðsla Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Umhverfisáhrif hefðbundinnar kjötframleiðslu eru sláandi. Framleiðslan krefst sífellt meira landssvæðis og því eru skógar ruddir og votlendi ræst fram, sem gerir það að verkum að vistkerfi eyðast, kolefnisbinding minnkar og magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu stóreykst. Framleiðsla dýraafurða veldur margföldum umhverfisáhrifum á við framleiðslu plöntuafurða og ferlið einkennist því miður af sóun. Að stærstum hluta fer allt það gríðarlega landsvæði sem mannkynið notar til kjötframleiðslu í að framleiða fóður handa dýrunum og einungis brot af fóðrinu verður á endanum að kjöti. Þá krefst hefðbundin kjötframleiðsla þess að dýr séu drepin, sem æ fleirum hugnast illa. En öll þurfum við mat og kjötneysla er ríkur þáttur í mataræði heimsbyggðarinnar. Áætlað er að eftirspurn eftir matvælum muni aukast um 35-56% fyrir miðja öldina, miðað við 2010. Ef þeirri eftirspurn verður mætt með óbreyttum aðferðum í kjötframleiðslu er ákaflega óraunhæft að markmið um að halda hlýnun jarðar innan tveggja gráðu marka, hvað þá einnar og hálfrar gráðu, muni nást. Matur og nýsköpun Byltingarkenndar breytingar á framleiðslu og neyslu kjöts verða að eiga sér stað og við þurfum fjölbreyttar nálganir. Það er alls ekki lögmál að kjötframleiðsla þurfi að leiða til slæmra umhverfisáhrifa. Þvert á móti getur öll fæðuframleiðsla, þ.m.t. framleiðsla á kjöti, beinlínis falið í sér lykillausnir á umhverfisvanda mannkynsins, sé hún stunduð í sátt við umhverfið. Um árabil hefur fjöldi fyrirtækja um heim allan unnið að því að þróa aðferðir til þess að framleiða kjöt með vistvænni hætti en gert hefur verið og án þess að drepa dýr. Á íslensku er slíkt kjöt kallað vistkjöt (cultivated meat). Einn af þeim þáttum sem eru nauðsynlegir í vistkjötsframleiðslu eru prótín sem kallast vaxtarþættir og hefur ORF Líftækni þróað kerfi byggt á byggplöntum sem hentar vel til þess að búa til vaxtarþætti fyrir vistkjötsframleiðslu. Þá er hægt að nota til þess að rækta allar þær tegundir kjöts sem fólk girnist, hvort sem það er svínakjöt, kjúklingur, naut eða akurhæna. Eitt kíló af vaxtarþáttum getur orðið að þúsundum tonna af kjöti, án þess að nokkurt dýr deyi, votlendi sé ræst fram, vistkerfum eytt eða skóglendi rutt. Ferlið er innblásið af náttúrunni sjálfri. Prótín vex í náttúrunni. Vöðvar vaxa. Í stað þess að rækta kjöt með því að ala kjúklinga í þröngum búrum, eða svín í stíum, og láta vöðvana vaxa þar á beinum dýranna með fóðurblöndum, hefur aðferð verið hönnuð til þess að láta einungis vöðvana vaxa, eina og sér í lokuðum tönkum. Kjötið er það sama, nema ef vera skildi hreinna — því ekki þarf t.d. sýklalyf við þessa framleiðslu — og bragðið og áferðin er sambærileg. Matur og tilfinningar Það hefur sjaldan verið brýnna en nú, þegar mannkynið stendur frammi fyrir ógnarstórum umhverfisvanda, að leita lausna og nýrra leiða. Breytingar eru fylgifiskur þess að finna nýjar leiðir og víða kann andstaðan við nýjar aðferðir að vera mikil. Hefðir eru sterkar og hagsmunir eru oft samofnir hefðunum. Tilfinningar geta líka verið djúpar, ekki síst þegar kemur að mat. Við þurfum að sýna gagnrýnisröddum og mótbárum skilning og reyna að efla samtalið á grunni upplýsinga. Það er líka ákaflega mikilvægt að öllum varúðarsjónarmiðum sé mætt, því öll matvæli þurfa að vera örugg, hvort sem um vistkjöt eða aðra fæðu er að ræða. Með hugviti og sköpunarkrafti getum við náð árangri í viðureigninni við sívaxandi umhverfisvá. Í þeirri baráttu þarf að efla fjölbreyttar aðferðir, fagna nýjum nálgunum og halda opnum huga. Það er líka áríðandi að hafa í huga að tækniþróun kemur ekki í staðinn fyrir þær hugarfars- og kerfisbreytingar sem þurfa að eiga sér stað í samfélaginu. Þær þurfa að fela í sér að við minnkum hvers konar sóun og að við bæði fögnum og tileinkum okkur vistvænni framleiðslu- og neysluhætti á öllum sviðum. Það eru spennandi og krefjandi tímar framundan hjá ORF Líftækni og í matvælaiðnaði heimsins. Við erum staðráðin í því, í krafti nýsköpunar og þekkingar og á grunni virðingar fyrir náttúrunni, að leggja okkar af mörkum í þágu komandi kynslóða, umhverfisins og mataröryggis framtíðarinnar. Höfundur er forstýra ORF Líftækni.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar