Fötluð ungmenni og tækifærin Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 21. júní 2023 11:01 Væntingarnar Undanfarin misseri hefur sannarlega verið tilefni til að fyllast bjartsýni um að okkur ætli að takast að rétta af óréttlætið sem fötluð ungmenni eru beitt endurtekið ár eftir ár. Háskólaráðherra hefur talað hátt og skýrt fyrir bættum tækifærum fatlaðs fólks til menntunar og velsæld er sett í forgang í störfum menntamálaráðherra. Velsæld allra og bætt aðgengi að námi fyrir öll hefur verið mantran sem mörg voru farin að leyfa sér að treysta. Allt er þetta hvetjandi og peppandi fyrir okkur sem störfum við það alla daga að standa vörð um réttindi fatlaðs fólks. En ekki síður er hið svo kallaða pepp að ná til fötluðu ungmennanna sem eyja von í hjarta um að nú þurfi ekkert að óttast því öll fái loksins tækifæri sem vilja til að velja sér framhaldsskóla eða velja að halda áfram að mennta sig að honum loknum innan Háskóla Íslands sem hingað til hefur verið settar þær skorður að þurfa að velja og hafna úr þó fámennum hópi umsækjenda sem stíga það skref að ætla að sækja sér frekari menntun. Og svo kom vorið og vonbrigðin Í kringum 40 ungmenni voru sett í þá stöðu að fá svarið við skólavist í framhaldsskóla þetta vorið að því miður væri ekki hægt að verða við óskum um val 1 né val 2 um skóla. Því miður var ekki gert ráð fyrir þér innan menntakerfisins okkar sem lögum samkvæmt skal vera fyrir öll. Tugir ungmenna fengu ekkert val og bíða enn úrlausna sinna mála þrátt fyrir að þeim sé gert að sækja um mikið fyrr en önnur ungmenni að maður skyldi ætla til þess að tryggja skólavist í tíma. 16 ungmenni sóttu um starfstengt diplómanám sem Háskóli Ísland býður fötluðum ungmennum með þroskaskerðingar upp á. Allt tal ráðherra háskólanna bauð á endanum upp á tækifæri fyrir 8 ungmenni í það eftirsótta og eina nám sem í boði er á háskólastigi fyrir fatlað fólk með þroskaskerðingar. 8 ungmenni sitja eftir með sárt ennið með brostnar vonir og úrræðaleysi kerfisins í fanginu. Tækifærin þetta árið voru ekki þeirra. Á sama tíma og öll önnur ungmenni hafa valið og endalaus tækifæri til að sækja sér menntun eru skilaboðin til þeirra sem sitja eftir einfaldlega að ekki þótti mikilvægt að fjárfesta, eins og það er kallað, í þeirra framtíð. Höfundur er verkefnastjóri við samhæfingu námsframboðs og atvinnutækifæra hjá Þroskahjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Væntingarnar Undanfarin misseri hefur sannarlega verið tilefni til að fyllast bjartsýni um að okkur ætli að takast að rétta af óréttlætið sem fötluð ungmenni eru beitt endurtekið ár eftir ár. Háskólaráðherra hefur talað hátt og skýrt fyrir bættum tækifærum fatlaðs fólks til menntunar og velsæld er sett í forgang í störfum menntamálaráðherra. Velsæld allra og bætt aðgengi að námi fyrir öll hefur verið mantran sem mörg voru farin að leyfa sér að treysta. Allt er þetta hvetjandi og peppandi fyrir okkur sem störfum við það alla daga að standa vörð um réttindi fatlaðs fólks. En ekki síður er hið svo kallaða pepp að ná til fötluðu ungmennanna sem eyja von í hjarta um að nú þurfi ekkert að óttast því öll fái loksins tækifæri sem vilja til að velja sér framhaldsskóla eða velja að halda áfram að mennta sig að honum loknum innan Háskóla Íslands sem hingað til hefur verið settar þær skorður að þurfa að velja og hafna úr þó fámennum hópi umsækjenda sem stíga það skref að ætla að sækja sér frekari menntun. Og svo kom vorið og vonbrigðin Í kringum 40 ungmenni voru sett í þá stöðu að fá svarið við skólavist í framhaldsskóla þetta vorið að því miður væri ekki hægt að verða við óskum um val 1 né val 2 um skóla. Því miður var ekki gert ráð fyrir þér innan menntakerfisins okkar sem lögum samkvæmt skal vera fyrir öll. Tugir ungmenna fengu ekkert val og bíða enn úrlausna sinna mála þrátt fyrir að þeim sé gert að sækja um mikið fyrr en önnur ungmenni að maður skyldi ætla til þess að tryggja skólavist í tíma. 16 ungmenni sóttu um starfstengt diplómanám sem Háskóli Ísland býður fötluðum ungmennum með þroskaskerðingar upp á. Allt tal ráðherra háskólanna bauð á endanum upp á tækifæri fyrir 8 ungmenni í það eftirsótta og eina nám sem í boði er á háskólastigi fyrir fatlað fólk með þroskaskerðingar. 8 ungmenni sitja eftir með sárt ennið með brostnar vonir og úrræðaleysi kerfisins í fanginu. Tækifærin þetta árið voru ekki þeirra. Á sama tíma og öll önnur ungmenni hafa valið og endalaus tækifæri til að sækja sér menntun eru skilaboðin til þeirra sem sitja eftir einfaldlega að ekki þótti mikilvægt að fjárfesta, eins og það er kallað, í þeirra framtíð. Höfundur er verkefnastjóri við samhæfingu námsframboðs og atvinnutækifæra hjá Þroskahjálp.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun