Stafi af hræðslu við fólk af erlendum uppruna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júní 2023 11:23 Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra tekur undir að fækka verði hælisleitendum í Reykjanesbæ. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra segir sögur af því að ríkið hafi yfirboðið leiguhúsnæði, sem hafi orðið til þess að íbúar hafi neyðst til að leita annað, eigi ekki við rök að styðjast. Fleiri sögur, svo sem af miklu áreiti hælisleitenda, geti stafað af hræðslu við hið óþekkta. Miklar umræður hafa skapast um útlendingamálin í Reykjanesbæ undanfarið, sér í lagi vegna ummæla fyrrverandi dómsmálaráðherra, Jóns Gunnarssonar, um að Ísland sé í „stórkostlegum vandræðum“ í málaflokknum. Fyrir viku lét hann þessi ummæli falla í viðtali á Bylgjunni og sagði það staðreynd að fólki á Suðurnesjum væri vísað úr leiguíbúðum til að rýma til fyrir hælisleitendur þar sem ríkið yfirbyði markaðinn. Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Umbótar í minnihluta bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, tók undir þetta í viðtali í síðustu viku en í yfirlýsingu Vinnumálastofnunar frá því í apríl segir að leiga sem greidd sé fyrir búsetuúrræði hælisleitenda, sé sú sama og leigjendur greiddu. Leigjendum hafi verið boðið annað húsnæði í eigu húseiganda þar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumálaráðherra svaraði fyrrnefndum orðrómi í Bítínu í morgun. Hræðsla við hið óþekkta „Vinnumálastofnun og ríkiseignir eru þeir aðilar sem finna húsnæði fyrir fólk sem er að leita hér að vernd. Ég hef alltaf rætt við Vinnumálastofnun þegar þessar ásakanir koma fram, um að þau séu að yfirbjóða eða að það sé verið að senda fólk á götuna. Þetta er það sem maður heyrir og ég heyri jafn vel og annað fólk í samfélaginu. Ekkert af þessu á við rök að styðjast,“ segir Guðmundur Ingi og heldur áfram: „Vinnumálastofnun er ekki að yfirbjóða fólk sem hefur farið út húsnæði sem Vinnumálastofnun hefur tekið á leigu og farið í annað húsnæði á sama verði. Mér finnst við verða að tala svolítið varlega og halda okkur við staðreyndir.“ Önnur saga sem flogið hefur, bæði á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum, segir að hælisleitendur hafi áreitt íbúa við verslanir. Margrét bæjarfulltrúi sagði dæmi til um það en hafði ekki sjálf orðið vitni að áteiti. Sögunni fylgdi að verslunareigendur margir fengið sér svokallaðan öryggishnapp, af hræðslu við hælisleitendur. „Svo var þetta skoðað og það var enginn með öryggishnapp,“ segir Guðmundur Ingi. Viltu meina að þetta séu bara kjaftasögur? „Ég ætla ekki að dæma um það. Ég held að þetta stafi af hræðslu við fólk af erlendum uppruna, vegna þess að við kannski þekkjum það ekki nógu vel,“ svarar Guðmundur Ingi og tekur dæmi til skýringar. „Fyrir kannski tuttugu, þrjátíu árum vorum við hrædd við homma og þá voru gróusögur um það að þeir væru að leita á börn. Ég fæ á tilfinninguna að vegna hræðslu við hið óþekkta séum við að gera þetta að einhverju vandamáli sem það ekki er. En ég vil bekina það að það er hræðsla í samfélaginu og í Reykjanesbæ er stór hluti innflytjendur, og ekki bara flóttafólk,“ segir Guðmundur Ingi. Verður að fækka flóttafólki í Reykjanesbæ Um 15 þúsund manns hafi komið hingað til lands á síðasta ári, þar af hafi flóttamenn verið um 3500. Aðrir séu innflytjendur af EES-svæðinu. „Þetta fólk heldur uppi hagvexti í landinu. Stórt hlutfall flóttafólks hér fer í vinnu, oft eftir að það er búið að aðlagast. Það má líka tala um það að taka á móti flóttafólki, eins vel og við getum, er líka fjárfesting.“ Hann segist ekki vita af áreiti en segir hlutverk sitt vera að gera góða umgjörð svo hægt sé að taka vel á móti fólki og að það aðlagist að samfélaginu. „Þess vegna erum við að vinna að aðgerðaráætlun með Reykjanesbæ. Hún snýst um að við þurfum núna að fækka hælisleitendum í Reykjanesbæ, vegna þess að þeir eru hlutfallslega fleiri þar en annars staðar. Hitt er að fólk hafi meira að gera, hafi eitthvað fyrir stafni,“ segir Guðmundur Ingi. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Við bara getum ekki tekið við fleirum“ Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ segir bæinn kominn langt yfir þolmörk í móttöku flóttafólks. Töluverður órói er í bænum vegna ástandsins. 16. júní 2023 12:06 Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Sjá meira
Miklar umræður hafa skapast um útlendingamálin í Reykjanesbæ undanfarið, sér í lagi vegna ummæla fyrrverandi dómsmálaráðherra, Jóns Gunnarssonar, um að Ísland sé í „stórkostlegum vandræðum“ í málaflokknum. Fyrir viku lét hann þessi ummæli falla í viðtali á Bylgjunni og sagði það staðreynd að fólki á Suðurnesjum væri vísað úr leiguíbúðum til að rýma til fyrir hælisleitendur þar sem ríkið yfirbyði markaðinn. Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Umbótar í minnihluta bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, tók undir þetta í viðtali í síðustu viku en í yfirlýsingu Vinnumálastofnunar frá því í apríl segir að leiga sem greidd sé fyrir búsetuúrræði hælisleitenda, sé sú sama og leigjendur greiddu. Leigjendum hafi verið boðið annað húsnæði í eigu húseiganda þar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumálaráðherra svaraði fyrrnefndum orðrómi í Bítínu í morgun. Hræðsla við hið óþekkta „Vinnumálastofnun og ríkiseignir eru þeir aðilar sem finna húsnæði fyrir fólk sem er að leita hér að vernd. Ég hef alltaf rætt við Vinnumálastofnun þegar þessar ásakanir koma fram, um að þau séu að yfirbjóða eða að það sé verið að senda fólk á götuna. Þetta er það sem maður heyrir og ég heyri jafn vel og annað fólk í samfélaginu. Ekkert af þessu á við rök að styðjast,“ segir Guðmundur Ingi og heldur áfram: „Vinnumálastofnun er ekki að yfirbjóða fólk sem hefur farið út húsnæði sem Vinnumálastofnun hefur tekið á leigu og farið í annað húsnæði á sama verði. Mér finnst við verða að tala svolítið varlega og halda okkur við staðreyndir.“ Önnur saga sem flogið hefur, bæði á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum, segir að hælisleitendur hafi áreitt íbúa við verslanir. Margrét bæjarfulltrúi sagði dæmi til um það en hafði ekki sjálf orðið vitni að áteiti. Sögunni fylgdi að verslunareigendur margir fengið sér svokallaðan öryggishnapp, af hræðslu við hælisleitendur. „Svo var þetta skoðað og það var enginn með öryggishnapp,“ segir Guðmundur Ingi. Viltu meina að þetta séu bara kjaftasögur? „Ég ætla ekki að dæma um það. Ég held að þetta stafi af hræðslu við fólk af erlendum uppruna, vegna þess að við kannski þekkjum það ekki nógu vel,“ svarar Guðmundur Ingi og tekur dæmi til skýringar. „Fyrir kannski tuttugu, þrjátíu árum vorum við hrædd við homma og þá voru gróusögur um það að þeir væru að leita á börn. Ég fæ á tilfinninguna að vegna hræðslu við hið óþekkta séum við að gera þetta að einhverju vandamáli sem það ekki er. En ég vil bekina það að það er hræðsla í samfélaginu og í Reykjanesbæ er stór hluti innflytjendur, og ekki bara flóttafólk,“ segir Guðmundur Ingi. Verður að fækka flóttafólki í Reykjanesbæ Um 15 þúsund manns hafi komið hingað til lands á síðasta ári, þar af hafi flóttamenn verið um 3500. Aðrir séu innflytjendur af EES-svæðinu. „Þetta fólk heldur uppi hagvexti í landinu. Stórt hlutfall flóttafólks hér fer í vinnu, oft eftir að það er búið að aðlagast. Það má líka tala um það að taka á móti flóttafólki, eins vel og við getum, er líka fjárfesting.“ Hann segist ekki vita af áreiti en segir hlutverk sitt vera að gera góða umgjörð svo hægt sé að taka vel á móti fólki og að það aðlagist að samfélaginu. „Þess vegna erum við að vinna að aðgerðaráætlun með Reykjanesbæ. Hún snýst um að við þurfum núna að fækka hælisleitendum í Reykjanesbæ, vegna þess að þeir eru hlutfallslega fleiri þar en annars staðar. Hitt er að fólk hafi meira að gera, hafi eitthvað fyrir stafni,“ segir Guðmundur Ingi. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Við bara getum ekki tekið við fleirum“ Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ segir bæinn kominn langt yfir þolmörk í móttöku flóttafólks. Töluverður órói er í bænum vegna ástandsins. 16. júní 2023 12:06 Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Sjá meira
„Við bara getum ekki tekið við fleirum“ Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ segir bæinn kominn langt yfir þolmörk í móttöku flóttafólks. Töluverður órói er í bænum vegna ástandsins. 16. júní 2023 12:06
Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19