Frá þessu er greint í erlendum fjölmiðlum, þar á meðal CNN. Jonathan Firpo, talsmaður nefndarinnar sagði að „París 2024 væri samvinnuþýð og myndi gera allt í sínu valdi til að auðvelda lögreglurannsóknina.“
Í frétt CNN kemur einnig fram að franska fjármálalögreglan stýri leitinni. Um er að ræða „undirbúningsrannsókn“ vegna mögulegs misræmis í samningu og opinberum fjármunum.
Gerði lögreglan rassíu á fleiri en einum stað, þar á meðal voru skrifstofur Ólympíunefndarinnar og SOLIDEO, opinber stofnun sem ber að mestu ábyrgð á framkvæmdum í kringum leikana.
Ólympíuleikarnir í París 2024 hefjast 26. júlí og lýkur 11. ágúst. Ólympíuleikar fatlaðra hefjast 28. ágúst og standa yfir til 8. september.