Lögmaður Stjörnugríss segir innanbúðarlýsingar ekki réttar Helena Rós Sturludóttir skrifar 20. júní 2023 13:21 Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður Stjörnugríss segir innanbúðarlýsingar frá fyrirtækinu ekki réttar að mati félagsins. Samsett mynd Svín öskra og ærast í gasklefa hjá Stjörnugrís áður en þau taka síðasta andardráttinn samkvæmt innanbúðarupplýsingum hjá fyrirtækinu. Lögmaður Stjörnugríss segir lýsingarnar ekki réttar. Dýraverndunarsamband Íslands fer fram á að gasdeyfing svína verði bönnuð með lögum. Manneskja sem tengist fyrirtækinu Stjörnugrís, sem er eina af fjórum svínasláturhúsum landsins sem notar gasdeyfingu við slátrun svína, segir svínin tryllast þegar þau eru gösuð. Sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun staðfestir í samtali við fréttastofu að svín upplifi óþægindi í gasklefa, gasið valdi þeim stressi, þau bakki og reyni að komast úr aðstæðum. Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands, segir málið hörmulegt og ljóst að deyfing svína með koltvíoxíðgasi sé ómannúðleg og grimm. „Einnig veldur þetta gas mikilli köfnunartilfinningu hjá dýrunum það er verið að dýfa þeim ofan í alltaf meira og meira magn af gasi og þau byrja að berjast um í ofboði og á endanum þá kafna dýrin og þetta er ekki að samræmast mannúðlegri aflífun ef dýrin eru að há ákveðið dauðastríð fyrir aflífunina, við viljum ekki að aflífun dýra sé svona,“ segir Linda Karen. Í lögum um velferð dýra komi fram að aflífun þeirra eigi að vera skjót og sársaukalaus. „Dýraverndunarsamband Íslands fer fram á það að deyfing svína með koltívíoxíðgasi verði stöðvuð hér á landi og verði bönnuð með lögum.“ Sigurður Kári Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Stjörnugríss, segir innanbúðarlýsingar um gösun svína hjá fyrirtækinu sem fram koma í frétt á vef Vísis ekki réttar að mati fyrirtækisins. „Viðbrögð félagsins eru auðvitað þau að meðan að boðið er upp á kjöt og fiskmeti af hvaða tagi sem er til manneldis þá er ljóst að dýrin verða aflífuð og þeim slátrað. Reglur um það hvernig á að standa að slátrun dýra þær eru settar af sérfræðingum á sviði dýravelferðar og það eina sem Stjörnugrís gerir er að fylgja þeim reglum,“ segir Sigurður Kári. Slátrun í sláturhúsum Stjörnugríss fari fram undir eftirliti opinberra aðila og þeir hafi ekki gert athugasemdir um hvernig staðið er að þessum málum hjá félaginu. Dýr Dýraheilbrigði Svínakjöt Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Eitt sláturhús á Íslandi gasar svín Eitt af fjórum svínasláturhúsum á Íslandi notar koltvíoxíð gas til að aflífa svín. Thelma Róbertsdóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir þetta samræmast lögum um dýravelferð og Evrópureglugerð. Enn þá sé þetta besta aðferðin til aflífunar svína. 14. júní 2023 14:18 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Manneskja sem tengist fyrirtækinu Stjörnugrís, sem er eina af fjórum svínasláturhúsum landsins sem notar gasdeyfingu við slátrun svína, segir svínin tryllast þegar þau eru gösuð. Sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun staðfestir í samtali við fréttastofu að svín upplifi óþægindi í gasklefa, gasið valdi þeim stressi, þau bakki og reyni að komast úr aðstæðum. Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands, segir málið hörmulegt og ljóst að deyfing svína með koltvíoxíðgasi sé ómannúðleg og grimm. „Einnig veldur þetta gas mikilli köfnunartilfinningu hjá dýrunum það er verið að dýfa þeim ofan í alltaf meira og meira magn af gasi og þau byrja að berjast um í ofboði og á endanum þá kafna dýrin og þetta er ekki að samræmast mannúðlegri aflífun ef dýrin eru að há ákveðið dauðastríð fyrir aflífunina, við viljum ekki að aflífun dýra sé svona,“ segir Linda Karen. Í lögum um velferð dýra komi fram að aflífun þeirra eigi að vera skjót og sársaukalaus. „Dýraverndunarsamband Íslands fer fram á það að deyfing svína með koltívíoxíðgasi verði stöðvuð hér á landi og verði bönnuð með lögum.“ Sigurður Kári Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Stjörnugríss, segir innanbúðarlýsingar um gösun svína hjá fyrirtækinu sem fram koma í frétt á vef Vísis ekki réttar að mati fyrirtækisins. „Viðbrögð félagsins eru auðvitað þau að meðan að boðið er upp á kjöt og fiskmeti af hvaða tagi sem er til manneldis þá er ljóst að dýrin verða aflífuð og þeim slátrað. Reglur um það hvernig á að standa að slátrun dýra þær eru settar af sérfræðingum á sviði dýravelferðar og það eina sem Stjörnugrís gerir er að fylgja þeim reglum,“ segir Sigurður Kári. Slátrun í sláturhúsum Stjörnugríss fari fram undir eftirliti opinberra aðila og þeir hafi ekki gert athugasemdir um hvernig staðið er að þessum málum hjá félaginu.
Dýr Dýraheilbrigði Svínakjöt Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Eitt sláturhús á Íslandi gasar svín Eitt af fjórum svínasláturhúsum á Íslandi notar koltvíoxíð gas til að aflífa svín. Thelma Róbertsdóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir þetta samræmast lögum um dýravelferð og Evrópureglugerð. Enn þá sé þetta besta aðferðin til aflífunar svína. 14. júní 2023 14:18 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Eitt sláturhús á Íslandi gasar svín Eitt af fjórum svínasláturhúsum á Íslandi notar koltvíoxíð gas til að aflífa svín. Thelma Róbertsdóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir þetta samræmast lögum um dýravelferð og Evrópureglugerð. Enn þá sé þetta besta aðferðin til aflífunar svína. 14. júní 2023 14:18