Að sögn Auðar eiga starfslokin sér nokkurn aðdraganda og snúast ekki um ósætti af hálfu framkvæmdastjóra eða stjórnar.
„Ástæður starfslokanna eru að meginuppistöðu tvær, annars vegar að í svo áberandi og umfangsmikilli baráttu er nauðsynlegt að skipta reglulega um forystu og hins vegar að þau gríðarlega flóknu og erfiðu úrlausnarefni sem umhverfismálin eru ásamt ábyrgð á stjórnun og rekstri stórra samtaka taka persónulegan toll,“ segir Auður í tilkynningu.
Auður hyggst halda áfram að styðja við starf Landverndar og baráttunni fyrir betri heimi, þrátt fyrir starfslokin.