Viðskipti innlent

Auður hættir sem fram­kvæmda­stjóri Land­verndar

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Auður hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra samtakanna í rúmlega fimm ár. 
Auður hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra samtakanna í rúmlega fimm ár.  Vísir/Sigurjón

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, hefur sagt starfi sínu lausu hjá samtökunum. Auður hefur sinnt starfinu frá árinu 2018. 

Að sögn Auðar eiga starfslokin sér nokkurn aðdraganda og snúast ekki um ósætti af hálfu framkvæmdastjóra eða stjórnar.

„Ástæður starfslokanna eru að meginuppistöðu tvær, annars vegar að í svo áberandi og umfangsmikilli baráttu er nauðsynlegt að skipta reglulega um forystu og hins vegar að þau gríðarlega flóknu og erfiðu úrlausnarefni sem umhverfismálin eru ásamt ábyrgð á stjórnun og rekstri stórra samtaka taka persónulegan toll,“ segir Auður í tilkynningu. 

Auður hyggst halda áfram að styðja við starf Landverndar og baráttunni fyrir betri heimi, þrátt fyrir starfslokin. 


Tengdar fréttir

Markmið stjórnvalda og virkjana-framkvæmdir fylgjast ekki að

Eini virkjanakosturinn sem Landsvirkjun var komin með á framkvæmdastig er í algerri óvissu eftir að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í gær. Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segir stjórnvöld hafa brugðist í orkumálum. Allt of margar hindranir væru í kerfinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×