Í kapphlaupi við tímann á miðju Atlantshafi Samúel Karl Ólason skrifar 20. júní 2023 07:45 Kafbáturinn sem fólkið kafaði í heitir Titan. Hann á að bera um fjögurra sólarhringa súrefnisbirgðir. AP/OceanGate Expeditions Umfangsmikil leit stendur nú yfir að kafbát sem hvarf nærri flaki Titanic á sunnudag. Talið er að fimm manns hafi verið um borð í skemmtiferð til að skoða flakið skipsins á tæplega fjögur þúsund metra dýpi. AP fréttaveitan hefur eftir strandgæslu Bandaríkjanna, sem leiðir leitina, að kafbáturinn hafi farið á kaf á sunnudagsmorgun en samband við kafbátinn hafi slitnað tæpur tveimur klukkustundum síðar. Kafbáturinn ber um fjögurra sólarhringa súrefnisbirgðir, svo mikilvægt er að finna kafbátinn sem fyrst. Leitin er þó erfið, þar sem dýpið er mikið og flak Titanic er um sex hundruð kílómetra frá ströndum Nýfundnalands. Reynist rétt að kafbáturinn hafi fjögurra daga súrefnisbirgðir og ekki hafi komið gat á hann, verður að finna hann fyrir fimmtudagsmorgun. Verið er að vinna að því að koma björgunarkafbát á svæðið eins fljótt og auðið er. Samkvæmt BBC er talið að fimm manns séu um borð í kafbátnum. Einn þeirra er breski auðjöfurinn Hamish Harding, sem er 58 ára gamall. Hann er skráður fyrir þremur heimsmetum af Guinness World Records og þar af eitt fyrir köfun. Hann hefur áður kafað að mesta dýpi Maríana djúpalsins og hefur farið út í geim um borð í geimfari Blue Origin, sem er í eigu auðjöfursins Jeff Bezos. Þá eru feðgarnir Shahzada Dawood og Suleman, úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan, einnig um borð auk hins 73 ára gamla Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Einnig er talið að Stockton Rush, framkvæmdastjóri fyrirtækisins OceanGate, sem gerir út þessar ferðir, sé um borð í kafbátnum. Umrætt fyrirtæki rukkar ferðamenn rúmar 34 milljónir króna fyrir siglingu að flaki Titanic og kafbátaferð. Ferðalagið allt tekur um átta daga. Þetta er í þriðja sinn sem starfsmenn OceanGate fara í þessa ferð. Skipið Polar Prince flutti ferðamennina og kafbátinn að flaki Titanic. Nota átti skipið til að lóðsa kafbátinn að flaki Titanic en sambandið við kafbátinn slitnaði tæpum tveimur tímum eftir brottför.AP/Darryl Dyck Blaðamaður CBS, sem fór að flaki Titanic með OceanGate í fyrra, segir að skip á yfirborðinu eigi að lóðsa kafbátinn að flakinu en í þetta sinn hafi það ekki gengið eftir. Áhöfn kafbátsins hafi ekki fundið flakið áður en sambandið slitnaði. Mögulegt er að áhöfnin hafi náð að sigla kafbátnum aftur upp á yfirborðið en verið er að leita að honum úr lofti. Sérfræðingur sem ræddi við AP fréttaveituna segir að ef kafbáturinn hafi misst afl á kafi og hafi sokkið, séu litlar líkur á að hægt sé að bjarga áhöfninni. Jafnvel þó kafbáturinn finnist á botni Atlantshafsins, sé erfitt að ná honum upp eða ferja áhöfnina í annan kafbát. View this post on Instagram A post shared by Capt. Hamish Harding (@actionaviationchairman) Bandaríkin Kanada Bretland Pakistan Frakkland Titanic Tengdar fréttir Leita kafbáts sem hvarf nærri Titanic Lítill kafbátur sem notaður er til að ferja ferðamenn að flaki Titanic er horfinn. Leit stendur nú yfir en talið er að allt að fimm manns hafi verið um borð í kafbátnum þegar hann hvarf. 19. júní 2023 15:06 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir strandgæslu Bandaríkjanna, sem leiðir leitina, að kafbáturinn hafi farið á kaf á sunnudagsmorgun en samband við kafbátinn hafi slitnað tæpur tveimur klukkustundum síðar. Kafbáturinn ber um fjögurra sólarhringa súrefnisbirgðir, svo mikilvægt er að finna kafbátinn sem fyrst. Leitin er þó erfið, þar sem dýpið er mikið og flak Titanic er um sex hundruð kílómetra frá ströndum Nýfundnalands. Reynist rétt að kafbáturinn hafi fjögurra daga súrefnisbirgðir og ekki hafi komið gat á hann, verður að finna hann fyrir fimmtudagsmorgun. Verið er að vinna að því að koma björgunarkafbát á svæðið eins fljótt og auðið er. Samkvæmt BBC er talið að fimm manns séu um borð í kafbátnum. Einn þeirra er breski auðjöfurinn Hamish Harding, sem er 58 ára gamall. Hann er skráður fyrir þremur heimsmetum af Guinness World Records og þar af eitt fyrir köfun. Hann hefur áður kafað að mesta dýpi Maríana djúpalsins og hefur farið út í geim um borð í geimfari Blue Origin, sem er í eigu auðjöfursins Jeff Bezos. Þá eru feðgarnir Shahzada Dawood og Suleman, úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan, einnig um borð auk hins 73 ára gamla Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Einnig er talið að Stockton Rush, framkvæmdastjóri fyrirtækisins OceanGate, sem gerir út þessar ferðir, sé um borð í kafbátnum. Umrætt fyrirtæki rukkar ferðamenn rúmar 34 milljónir króna fyrir siglingu að flaki Titanic og kafbátaferð. Ferðalagið allt tekur um átta daga. Þetta er í þriðja sinn sem starfsmenn OceanGate fara í þessa ferð. Skipið Polar Prince flutti ferðamennina og kafbátinn að flaki Titanic. Nota átti skipið til að lóðsa kafbátinn að flaki Titanic en sambandið við kafbátinn slitnaði tæpum tveimur tímum eftir brottför.AP/Darryl Dyck Blaðamaður CBS, sem fór að flaki Titanic með OceanGate í fyrra, segir að skip á yfirborðinu eigi að lóðsa kafbátinn að flakinu en í þetta sinn hafi það ekki gengið eftir. Áhöfn kafbátsins hafi ekki fundið flakið áður en sambandið slitnaði. Mögulegt er að áhöfnin hafi náð að sigla kafbátnum aftur upp á yfirborðið en verið er að leita að honum úr lofti. Sérfræðingur sem ræddi við AP fréttaveituna segir að ef kafbáturinn hafi misst afl á kafi og hafi sokkið, séu litlar líkur á að hægt sé að bjarga áhöfninni. Jafnvel þó kafbáturinn finnist á botni Atlantshafsins, sé erfitt að ná honum upp eða ferja áhöfnina í annan kafbát. View this post on Instagram A post shared by Capt. Hamish Harding (@actionaviationchairman)
Bandaríkin Kanada Bretland Pakistan Frakkland Titanic Tengdar fréttir Leita kafbáts sem hvarf nærri Titanic Lítill kafbátur sem notaður er til að ferja ferðamenn að flaki Titanic er horfinn. Leit stendur nú yfir en talið er að allt að fimm manns hafi verið um borð í kafbátnum þegar hann hvarf. 19. júní 2023 15:06 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Leita kafbáts sem hvarf nærri Titanic Lítill kafbátur sem notaður er til að ferja ferðamenn að flaki Titanic er horfinn. Leit stendur nú yfir en talið er að allt að fimm manns hafi verið um borð í kafbátnum þegar hann hvarf. 19. júní 2023 15:06