Már þarf ekki að greiða kostnað vegna leiðsöguhundarins Max Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 19. júní 2023 19:15 „Búið er að finna lausn á málinu innan ráðuneytisins og mun Már því ekki þurfa að bera fyrrgreindan kostnað vegna hundsins.“ Svo hljóðaði tilkynning sem barst frá Matvælaráðuneytinu síðdegis. Vísir/Steingrímur Dúi Matvælaráðuneytið greindi frá því nú síðdegis að blindur maður þurfi ekki að greiða himinháan kostnað sem fylgi því að taka leiðsöguhundinn sinn með í frí til landsins. Margra mánaða barátta við kerfið virðist því vera á enda. Það vakti mikla athygli þegar Már Gunnarsson birti færslu á Facebook í gær þar sem hann lýsti baráttu sinni við kerfið þegar kemur að því að ferðast með leiðsöguhundinn Max til Íslands. Í frétt á Vísi í morgun lýsti Már, sem er blindur, því að kostnaður hlypi á 600 þúsund krónum. Við hittum Má og Max í dag þar sem Már lýsti þrautagöngunni vegna málsins. „Ég er búinn að reyna í marga mánuði að hafa samband við Matvælaráðuneytið og þau hafa hreinlega hunsað mig,“ sagði Már. „Félagsmálaráðuneytið ráðlagði mér að sækja um styrki hjá góðgerðarsamtökum eins og Lions, sem mér finnst afskaplega sorglegur hugsunarháttur. Lions hjálpaði til við að safna fyrir hundinum og mér finnst ótrúlega mikil frekja að ætlast til að þeir stökkvi alltaf á vagninn og græji allt.“ Farsæll endir Fréttastofa hafði ítrekað samband við Matvælastofnun í dag til að óska eftir viðbrögðum vegna málsins og viðtali við Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra. Svandís gaf ekki kost á viðtali en síðdegis barst tilkynning frá Matvælaráðuneytinu þess efnis að búið væri að finna lausn innan ráðuneytisins og að Már þurfi ekki að greiða kostnað vegna hundsins. Það lítur út fyrir að málið hafi fengið farsælan endi og að Már þurfi ekki að greiða háan kostnað við að taka leiðsöguhundinn Max, sem hann kallar augun sín, með sér til Íslands. Vísir/Steingrímur Dúi Dýr Málefni fatlaðs fólks Hundar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar Már Gunnarsson birti færslu á Facebook í gær þar sem hann lýsti baráttu sinni við kerfið þegar kemur að því að ferðast með leiðsöguhundinn Max til Íslands. Í frétt á Vísi í morgun lýsti Már, sem er blindur, því að kostnaður hlypi á 600 þúsund krónum. Við hittum Má og Max í dag þar sem Már lýsti þrautagöngunni vegna málsins. „Ég er búinn að reyna í marga mánuði að hafa samband við Matvælaráðuneytið og þau hafa hreinlega hunsað mig,“ sagði Már. „Félagsmálaráðuneytið ráðlagði mér að sækja um styrki hjá góðgerðarsamtökum eins og Lions, sem mér finnst afskaplega sorglegur hugsunarháttur. Lions hjálpaði til við að safna fyrir hundinum og mér finnst ótrúlega mikil frekja að ætlast til að þeir stökkvi alltaf á vagninn og græji allt.“ Farsæll endir Fréttastofa hafði ítrekað samband við Matvælastofnun í dag til að óska eftir viðbrögðum vegna málsins og viðtali við Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra. Svandís gaf ekki kost á viðtali en síðdegis barst tilkynning frá Matvælaráðuneytinu þess efnis að búið væri að finna lausn innan ráðuneytisins og að Már þurfi ekki að greiða kostnað vegna hundsins. Það lítur út fyrir að málið hafi fengið farsælan endi og að Már þurfi ekki að greiða háan kostnað við að taka leiðsöguhundinn Max, sem hann kallar augun sín, með sér til Íslands. Vísir/Steingrímur Dúi
Dýr Málefni fatlaðs fólks Hundar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira