„Maður talar ekki svona við tólf ára barn“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. júní 2023 10:37 Að sögn Péturs var dóttir hans og frænka hennar miður sín eftir samskiptin í kvennaklefa Grafarvogslaugar. Reykjavík Tólf ára stelpa varð fyrir aðkasti ásamt frænku sinni af hálfu sundlaugargests í Grafarvogslaug í gær vegna uppruna þeirra. Faðir stelpunnar kveðst gáttaður á því að einhver leyfi sér að tala á slíkan hátt við barn. „Þær voru miður sín í lauginni eftir þessi samskipti,“ segir Pétur Ásgeirsson, faðir stelpunnar í samtali við Vísi. Hann birti í gær færslu á íbúahópi á Facebook þar sem hann lýsir því að dóttir sín Heiða Pétursdóttir hafi orðið fyrir rasisma af hálfu sjötugrar konu í kvennaklefanum í lauginni. „Mamma hennar er frá Gvatemala, þar sem ég bjó í tíu ár og börnin mín fæddust. Við erum búin að búa hér síðan árið 2017 og dóttir mín farið í gegnum grunnskóla hér og svo framvegis. Hún fór í sund í gær ásamt frænku sinni sem er hér í heimsókn frá Gvatemala.“ Sagði það þeim að kenna að Ísland væri orðið skítugt Pétur segist hafa undirbúið þær vel undir sundlaugarferðina, enda öðruvísi að fara í sund á Íslandi en annars staðar. „Önnur þeirra var sérstaklega stressuð, enda að gera þetta í fyrsta skiptið,“ segir Pétur. Hann segir þær hafa byrjað á að klæða sig í sundbol og farið þannig í sturtuna. Þar hafi þær ætlað að klæða sig úr til þess að baða sig fyrir laugina. „Þá kemur sem sagt einhver kona og bendir þeim á á leiðinlegan hátt að þær þurfi að fara í sturtu áður en þær fara út í. Sem er svo sem allt í lagi í sjálfu sér, eins og ég útskýrði fyrir þeim, að það er eðlilegasti hlutur í heimi að benda fólki á sundreglur hér á Íslandi, sérstaklega fyrir fólk erlendis frá sem kannski áttar sig ekki á þessu.“ Konan hafi hins vegar fært sig upp á skaftið og ekki látið frænkurnar í friði. „Svo kemur hún með svona athugasemd um að það sé þeim að kenna hvað Ísland sé orðið skítugt og allt sé orðið ógeðslegt og segir þeim að þær ættu bara að drullast til baka heim til sín. Dóttir mín fór að hágráta og bað hana afsökunar og sagði að þær myndu baða sig.“ Ekki boðleg framkoma Pétur segist hafa sótt frænkurnar að sundi loknu og þær sagt honum hvað hafi komið upp á í kvennaklefanum. Hann hafi samstundis farið í laugina og gert tilraun til að hafa uppi á sundlaugargestinum. „Þá er mér sagt að sturtuvörðurinn sé nýkominn á vakt og hafi því ekki verið í vinnunni þegar þetta gerist. Stelpan mín sagði mér að enginn hefði verið í klefanum til að fylgjast með,“ segir Pétur. Sjálfur lét hann fylgja lýsingu dóttur sinnar á konunni á Facebook sem hann segir hafa verið um sjötugt og með blátt tattú á hægri öxl. „Aðallega vegna þess að mér finnst mikilvægt að fólk viti að svona tal sé ekki í boði. Ég vil ekki endilega afsökunarbeiðni, enda er dóttir mín að mestu búin að jafna sig eftir þetta. En mér finnst mikilvægt að það sé einhver umræða um þetta og vonandi þekkir hana mögulega einhver og getur þá talað um þetta við hana og sagt henni að þetta sé ekki í lagi, af því að maður talar ekki svona við tólf ára barn. Maður bara gerir það ekki.“ Pétur segir sig og fjölskyldu sína aldrei hafa lent í slíkum rasisma áður. „Við höfum búið hér síðan 2017 og ég hef haft þetta bak við eyrað ef eitthvað svona skyldi koma fyrir, og þá er maður tilbúinn í að taka umræðuna og ræða við einstaklinga. En það hefur aldrei gerst. Ég fékk hins vegar skilaboð frá konu eftir að ég birti færsluna um þetta í gær, hún var ættleidd hingað til lands og sagðist þekkja þetta svo vel. Sem er náttúrulega bara einstaklega miður.“ Kynþáttafordómar Sundlaugar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
„Þær voru miður sín í lauginni eftir þessi samskipti,“ segir Pétur Ásgeirsson, faðir stelpunnar í samtali við Vísi. Hann birti í gær færslu á íbúahópi á Facebook þar sem hann lýsir því að dóttir sín Heiða Pétursdóttir hafi orðið fyrir rasisma af hálfu sjötugrar konu í kvennaklefanum í lauginni. „Mamma hennar er frá Gvatemala, þar sem ég bjó í tíu ár og börnin mín fæddust. Við erum búin að búa hér síðan árið 2017 og dóttir mín farið í gegnum grunnskóla hér og svo framvegis. Hún fór í sund í gær ásamt frænku sinni sem er hér í heimsókn frá Gvatemala.“ Sagði það þeim að kenna að Ísland væri orðið skítugt Pétur segist hafa undirbúið þær vel undir sundlaugarferðina, enda öðruvísi að fara í sund á Íslandi en annars staðar. „Önnur þeirra var sérstaklega stressuð, enda að gera þetta í fyrsta skiptið,“ segir Pétur. Hann segir þær hafa byrjað á að klæða sig í sundbol og farið þannig í sturtuna. Þar hafi þær ætlað að klæða sig úr til þess að baða sig fyrir laugina. „Þá kemur sem sagt einhver kona og bendir þeim á á leiðinlegan hátt að þær þurfi að fara í sturtu áður en þær fara út í. Sem er svo sem allt í lagi í sjálfu sér, eins og ég útskýrði fyrir þeim, að það er eðlilegasti hlutur í heimi að benda fólki á sundreglur hér á Íslandi, sérstaklega fyrir fólk erlendis frá sem kannski áttar sig ekki á þessu.“ Konan hafi hins vegar fært sig upp á skaftið og ekki látið frænkurnar í friði. „Svo kemur hún með svona athugasemd um að það sé þeim að kenna hvað Ísland sé orðið skítugt og allt sé orðið ógeðslegt og segir þeim að þær ættu bara að drullast til baka heim til sín. Dóttir mín fór að hágráta og bað hana afsökunar og sagði að þær myndu baða sig.“ Ekki boðleg framkoma Pétur segist hafa sótt frænkurnar að sundi loknu og þær sagt honum hvað hafi komið upp á í kvennaklefanum. Hann hafi samstundis farið í laugina og gert tilraun til að hafa uppi á sundlaugargestinum. „Þá er mér sagt að sturtuvörðurinn sé nýkominn á vakt og hafi því ekki verið í vinnunni þegar þetta gerist. Stelpan mín sagði mér að enginn hefði verið í klefanum til að fylgjast með,“ segir Pétur. Sjálfur lét hann fylgja lýsingu dóttur sinnar á konunni á Facebook sem hann segir hafa verið um sjötugt og með blátt tattú á hægri öxl. „Aðallega vegna þess að mér finnst mikilvægt að fólk viti að svona tal sé ekki í boði. Ég vil ekki endilega afsökunarbeiðni, enda er dóttir mín að mestu búin að jafna sig eftir þetta. En mér finnst mikilvægt að það sé einhver umræða um þetta og vonandi þekkir hana mögulega einhver og getur þá talað um þetta við hana og sagt henni að þetta sé ekki í lagi, af því að maður talar ekki svona við tólf ára barn. Maður bara gerir það ekki.“ Pétur segir sig og fjölskyldu sína aldrei hafa lent í slíkum rasisma áður. „Við höfum búið hér síðan 2017 og ég hef haft þetta bak við eyrað ef eitthvað svona skyldi koma fyrir, og þá er maður tilbúinn í að taka umræðuna og ræða við einstaklinga. En það hefur aldrei gerst. Ég fékk hins vegar skilaboð frá konu eftir að ég birti færsluna um þetta í gær, hún var ættleidd hingað til lands og sagðist þekkja þetta svo vel. Sem er náttúrulega bara einstaklega miður.“
Kynþáttafordómar Sundlaugar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira