Jöfn - Tæknilega séð Ragnhildur Geirsdóttir skrifar 19. júní 2023 09:01 Ísland er eftirbátur annarra Evrópuþjóða þegar kemur að fjölda þeirra sem starfa við upplýsingatækni, samkvæmt nýlegum tölum frá Eurostat. Frá því byrjað var að kenna tölvunarfræði á Íslandi hafa stelpur verið í minnihluta þeirra sem útskrifast úr greininni. Hlutfall stelpna sem útskrifuðust úr tölvunarfræði árið 2022 var um 30% og hefur hlutfallið farið hækkandi síðustu ár. Störf í tæknigeiranum eru spennandi og vel launuð og þar eru miklir framtíðarmöguleikar. Hvers vegna sækjast stelpur ekki eftir þessum störfum í jafn miklum mæli og strákar? Og hvað getum við gert til þess að hvetja þær til dáða á þessum vettvangi? Við lifum í heimi sem er nú þegar afar tæknivæddur, og mikilvægi og hlutverk tækni í daglegu lífi á aðeins eftir að aukast á næstu áratugum; svo mikið að við áttum okkur mögulega ekki á umfangi þess. Það er hins vegar tilfinnanlegur skortur í tæknigeiranum á ómissandi sjónarhorni – sjónarhorni kvenna. Gervigreind, gögn og fjölbreytni Upplýsingatæknigeirinn snýst að miklu leyti um að greina vandamál og búa til fjölbreyttar lausnir á þeim. Fjölbreytni meðal starfsfólks er þess vegna algjört lykilatriði til framtíðar. Til þess að geta hannað fjölbreyttar lausnir þarf starfsfólk í tæknigeiranum að hafa skilning á ólíkum þörfum og veruleika fólks. Það gefur auga leið hversu mikils virði reynsluheimur kvenna er í þessu samhengi. Skýrt dæmi um þetta er ört vaxandi mikilvægi og útbreiðsla gervigreindar sem við munum styðjast sífellt meira við í daglegu lífi. Geta gervigreindar byggist á gögnunum sem notast er við í þróun gervigreindar. Ef ekki er gengið úr skugga um að fólk með fjölbreyttan bakgrunn komi að þróun gervigreindar er hætt við að hún taki ekki tillit til mikilvægra sjónarmiða í niðurstöðum sínum. Hér er fjölbreytni því ekki bara mikilvæg, heldur beinlínis bráðnauðsynleg. Ábyrgð tæknifyrirtækja er mikil Tæknifyrirtæki bera hér ríka ábyrgð. Við þurfum að gera meira en að hvetja stelpur til þess að sækja um störf – við þurfum að sýna betur að framlag þeirra er ómissandi fyrir framþróun tæknigeirans og skapa umhverfi þar sem hæfileikaríkar stelpur geta látið ljós sitt skína. Að auka sýnileika bæði kvenkyns starfskrafta og fyrirmynda í geiranum er afar mikilvægt fyrsta skref. Fyrirtæki geta gert mikið með því að huga að hvernig þau birtast út á við. Stúlkur þurfa að geta speglað sig í fyrirmyndum sem eru konur. Þetta á ekki aðeins við um æðstu stjórnendur heldur þarf að huga að öllum störfum í fyrirtækjunum. Fyrirtæki þurfa líka að horfa inn á við, skoða stefnu sína og skipulag og jafnframt spyrja sig hvernig menningin á vinnustaðnum er. Það skiptir máli að teymi séu fjölbreytt og að þau sem leiða vinnuna séu af öllum kynjum, vegna þess að það mun skila sér í betri lausnum. Við þurfum að byggja upp menningu þar sem við öll erum velkomin og vel er tekið á móti öllum. Það getur reynst erfitt að vera eina stelpan í hópnum og því er nauðsynlegt að jafna kynjahlutfallið í hópum. Fyrirtæki þurfa líka að huga að því hvernig þau birtast í sínu kynningarefni og jafnvel hvernig þau sníða atvinnuauglýsingar til að höfða til fjölbreytts hóps. Til dæmis með því að hvetja stelpur til þess að sækja um, þó þær uppfylli ekki allar hæfnikröfur. Við í tæknifyrirtækjunum erum í einstakri stöðu til þess að hafa hér áhrif til góðs og verðum öll að leggjast á eitt að fjölga konum í tæknistörfum. Á kvenréttindadaginn 19. júní er gott að minna sig á það og við höfum öll hlutverk þegar kemur að því að vinna að jafnrétti. Gleðilegan kvenréttindadag! Höfundur er forstjóri Reiknistofu bankanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Jafnréttismál Tækni Gervigreind Kvenréttindadagurinn Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ísland er eftirbátur annarra Evrópuþjóða þegar kemur að fjölda þeirra sem starfa við upplýsingatækni, samkvæmt nýlegum tölum frá Eurostat. Frá því byrjað var að kenna tölvunarfræði á Íslandi hafa stelpur verið í minnihluta þeirra sem útskrifast úr greininni. Hlutfall stelpna sem útskrifuðust úr tölvunarfræði árið 2022 var um 30% og hefur hlutfallið farið hækkandi síðustu ár. Störf í tæknigeiranum eru spennandi og vel launuð og þar eru miklir framtíðarmöguleikar. Hvers vegna sækjast stelpur ekki eftir þessum störfum í jafn miklum mæli og strákar? Og hvað getum við gert til þess að hvetja þær til dáða á þessum vettvangi? Við lifum í heimi sem er nú þegar afar tæknivæddur, og mikilvægi og hlutverk tækni í daglegu lífi á aðeins eftir að aukast á næstu áratugum; svo mikið að við áttum okkur mögulega ekki á umfangi þess. Það er hins vegar tilfinnanlegur skortur í tæknigeiranum á ómissandi sjónarhorni – sjónarhorni kvenna. Gervigreind, gögn og fjölbreytni Upplýsingatæknigeirinn snýst að miklu leyti um að greina vandamál og búa til fjölbreyttar lausnir á þeim. Fjölbreytni meðal starfsfólks er þess vegna algjört lykilatriði til framtíðar. Til þess að geta hannað fjölbreyttar lausnir þarf starfsfólk í tæknigeiranum að hafa skilning á ólíkum þörfum og veruleika fólks. Það gefur auga leið hversu mikils virði reynsluheimur kvenna er í þessu samhengi. Skýrt dæmi um þetta er ört vaxandi mikilvægi og útbreiðsla gervigreindar sem við munum styðjast sífellt meira við í daglegu lífi. Geta gervigreindar byggist á gögnunum sem notast er við í þróun gervigreindar. Ef ekki er gengið úr skugga um að fólk með fjölbreyttan bakgrunn komi að þróun gervigreindar er hætt við að hún taki ekki tillit til mikilvægra sjónarmiða í niðurstöðum sínum. Hér er fjölbreytni því ekki bara mikilvæg, heldur beinlínis bráðnauðsynleg. Ábyrgð tæknifyrirtækja er mikil Tæknifyrirtæki bera hér ríka ábyrgð. Við þurfum að gera meira en að hvetja stelpur til þess að sækja um störf – við þurfum að sýna betur að framlag þeirra er ómissandi fyrir framþróun tæknigeirans og skapa umhverfi þar sem hæfileikaríkar stelpur geta látið ljós sitt skína. Að auka sýnileika bæði kvenkyns starfskrafta og fyrirmynda í geiranum er afar mikilvægt fyrsta skref. Fyrirtæki geta gert mikið með því að huga að hvernig þau birtast út á við. Stúlkur þurfa að geta speglað sig í fyrirmyndum sem eru konur. Þetta á ekki aðeins við um æðstu stjórnendur heldur þarf að huga að öllum störfum í fyrirtækjunum. Fyrirtæki þurfa líka að horfa inn á við, skoða stefnu sína og skipulag og jafnframt spyrja sig hvernig menningin á vinnustaðnum er. Það skiptir máli að teymi séu fjölbreytt og að þau sem leiða vinnuna séu af öllum kynjum, vegna þess að það mun skila sér í betri lausnum. Við þurfum að byggja upp menningu þar sem við öll erum velkomin og vel er tekið á móti öllum. Það getur reynst erfitt að vera eina stelpan í hópnum og því er nauðsynlegt að jafna kynjahlutfallið í hópum. Fyrirtæki þurfa líka að huga að því hvernig þau birtast í sínu kynningarefni og jafnvel hvernig þau sníða atvinnuauglýsingar til að höfða til fjölbreytts hóps. Til dæmis með því að hvetja stelpur til þess að sækja um, þó þær uppfylli ekki allar hæfnikröfur. Við í tæknifyrirtækjunum erum í einstakri stöðu til þess að hafa hér áhrif til góðs og verðum öll að leggjast á eitt að fjölga konum í tæknistörfum. Á kvenréttindadaginn 19. júní er gott að minna sig á það og við höfum öll hlutverk þegar kemur að því að vinna að jafnrétti. Gleðilegan kvenréttindadag! Höfundur er forstjóri Reiknistofu bankanna.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar