Tony Snell greindist með einhverfu 31 árs | Stofnar góðgerðasamtök og vill vera fyrirmynd Siggeir Ævarsson skrifar 18. júní 2023 12:46 Tony Snell fagnað af liðsfélögum sínum eftir sigurkörfu hans í leik með Atlanta Hawks 2021 Vísir/Getty Tony Snell, sem lék í NBA deildinni níu tímabil, greindist með einhverfu í fyrra, þá 31 árs að aldri. Hann segir að greiningin hafi varpað ljósi á uppvaxtar ár hans og persónuleika og að líta til baka núna með þessa vitneskju sé eins og að setja upp þrívíddargleraugu. Snell og eiginkona hans, Ashely Snell, eignuðust soninn Karter 2021 en þegar hann var 18 mánaða var hann ekki farinn að tala og var í kjölfarið greindur með einhverfu. Snell opnaði sig um málið í fyrsta sinn í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni í fyrradag. Sagði hann greiningu sonar síns hafa opnað augu sín fyrir því að mögulega væri hann sjálfur einhverfur. „Ég var alltaf sjálfstæður þegar ég var að alast upp, ég hef alltaf verið einn. Ég náði bara aldrei að tengjast við annað fólk á persónulegum nótum. Ég hugsaði með mér, ef Karter fékk þessa greiningu þá held ég að sé líka með einhverfu. Það gaf mér hugrekkið til að fara sjálfur í greiningu.“ Snell sagði að greiningin hefði ekki komið honum á óvart, hún hefði einfaldlega verið léttir og útskýrt svo margt um barnæsku hans og uppvaxtár. Ætlar að berjast gegn fordómum Aðspurður hvort líf hans hefði farið á annan veg ef hann hefði fengið greiningu sem barn sagði Snell að það hefði örugglega haft neikvæð áhrif vegna fordóma, sem hefðu sem betur fer breyst og markmið hans í dag væri að vera fyrirmynd. „Ég vil bara breyta lífum og vera fyrirmynd fyrir aðra. Ég vil að sonur minn viti að ég mun alltaf vera til staðar fyrir hann og styðja hann. Þegar ég var barn leið mér eins og ég væri öðruvísi.“ Snell og fjölskylda hans hafa stofnað góðgerðasamtök, Tony Snell Foundation, sem hafa það að markmiði að auka skilning á einhverfu, með sérstaka áherslu á að styðja einstaklinga úr minnihlutahópum með einhverfu. Snell lék eins og áður sagði níu tímabil í NBA deildinni. Hann var valinn af Chicago Bulls í nýliðavalinu 2013 með 20. valrétt. Hann lék með Bulls í þrjú tímabil en síðar með Bucks, Pistons, Hawks, Trail Blazers og Pelicans. Hann leikur í dag með Maine Celtics í G-deildinni. NBA Körfubolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sjá meira
Snell og eiginkona hans, Ashely Snell, eignuðust soninn Karter 2021 en þegar hann var 18 mánaða var hann ekki farinn að tala og var í kjölfarið greindur með einhverfu. Snell opnaði sig um málið í fyrsta sinn í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni í fyrradag. Sagði hann greiningu sonar síns hafa opnað augu sín fyrir því að mögulega væri hann sjálfur einhverfur. „Ég var alltaf sjálfstæður þegar ég var að alast upp, ég hef alltaf verið einn. Ég náði bara aldrei að tengjast við annað fólk á persónulegum nótum. Ég hugsaði með mér, ef Karter fékk þessa greiningu þá held ég að sé líka með einhverfu. Það gaf mér hugrekkið til að fara sjálfur í greiningu.“ Snell sagði að greiningin hefði ekki komið honum á óvart, hún hefði einfaldlega verið léttir og útskýrt svo margt um barnæsku hans og uppvaxtár. Ætlar að berjast gegn fordómum Aðspurður hvort líf hans hefði farið á annan veg ef hann hefði fengið greiningu sem barn sagði Snell að það hefði örugglega haft neikvæð áhrif vegna fordóma, sem hefðu sem betur fer breyst og markmið hans í dag væri að vera fyrirmynd. „Ég vil bara breyta lífum og vera fyrirmynd fyrir aðra. Ég vil að sonur minn viti að ég mun alltaf vera til staðar fyrir hann og styðja hann. Þegar ég var barn leið mér eins og ég væri öðruvísi.“ Snell og fjölskylda hans hafa stofnað góðgerðasamtök, Tony Snell Foundation, sem hafa það að markmiði að auka skilning á einhverfu, með sérstaka áherslu á að styðja einstaklinga úr minnihlutahópum með einhverfu. Snell lék eins og áður sagði níu tímabil í NBA deildinni. Hann var valinn af Chicago Bulls í nýliðavalinu 2013 með 20. valrétt. Hann lék með Bulls í þrjú tímabil en síðar með Bucks, Pistons, Hawks, Trail Blazers og Pelicans. Hann leikur í dag með Maine Celtics í G-deildinni.
NBA Körfubolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sjá meira