Vinstri stjórn Spánar heldur velli samkvæmt skoðanakönnunum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 17. júní 2023 14:31 Yolanda Díaz, atvinnumálaráðherra og varaforsætisráðherra Spánar og Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar. A. Perez Meca/Getty Images) Nýjar skoðanakannanir benda til þess að ríkisstjórn sósíalista haldi velli í þingkosningunum eftir mánuð. Fyrir viku bentu skoðanakannanir til hins gagnstæða. Vika er langur tími Það sannast enn og aftur að vika er langur tími í pólitík. Fyrir viku bentu fyrstu skoðanakannanir til þess, eftir að Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, boðaði óvænt til kosninga þann 23. júlí, að samsteypustjórn vinstri flokkanna, sú fyrsta á lýðveldistímanum, myndi falla. Síðan þá hefur þrennt gerst sem virðist hafa snúið dæminu við. 16 flokkar á vinstri vængnum sameinast Í fyrsta lagi hafa sósíalistar hamrað á þeirri grýlu að nái hægri vængurinn meirihluta þá verði ekki hægt að mynda stjórn án öfgahægriflokksins VOX og að þar með sé þjóðin á hraðri leið aftur í stjórnarfar Franco-tímabilsins sem kennt var við fasisma. Í öðru lagi þá tókst heilum 16 smáum vinstri flokkum vestan við sósíalista að komast að samkomulagi um sameiginlegt framboð. Það hefur aldrei gerst áður og má án nokkurs vafa rekja til hræðslu þessara flokka við að bjóði þeir fram hver í sínu lagi þá muni það stuðla að hægri stjórn eftir kosningar. VOX vill nema lög um jafnrétti og þungunarrof úr gildi Í þriðja lagi þá hefur það gerst víða á Spáni á liðnum dögum að hinn borgaralegi hægri flokkur, Lýðflokkurinn, og öfgahægriflokkurinn VOX hafa náð samkomulagi um meirihluta í nokkrum héruðum og borgum Spánar. Þar með ómar enn hærra en áður stefna VOX, en flokkurinn hefur boðað að komist hann til valda í ríkisstjórn þá verði öllum nýlegum lögum um aukið jafnrétti snarlega snúið við sem og lögum sem tryggja réttindi hinsegin fólks. Lög um þungunarrof verði sömuleiðs felld úr gildi og ráðuneyti neytendamála og jafnréttis lögð niður. Hafna því að kynbundið ofbeldi fyrirfinnist Þá hafnar flokkurinn því alfarið að á Spáni sé til eitthvað sem heitir kynbundið ofbeldi, en um það hefur ríkt nokkuð þétt samstaða á spænska þinginu að sé þvílíkt samfélagsmein að skera verði upp herör gegn því. Á þessu ári hafa 20 konur verið myrtar af maka sínum og yfir 1.200 konur síðan 2003. Síðast í þessari viku hélt þingmaður VOX í Valencia-héraði, þar sem flokkurinn myndaði meirihluta með Lýðflokknum í vikunni, því fram í fréttum ríkissjónvarpsins að kynbundið ofbeldi karla gegn konum væri tómur hugarburður. Rétt er að geta þess að oddviti flokksins í Valencia hefur hlotið dóm fyrir ofbeldi gegn fyrrverandi eiginkonu sinni. Spánn Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Mikil hægrisveifla knýr fram þingkosningar á Spáni Allt stefnir í gríðarlega harða og snarpa kosningabaráttu fyrir þingkosningar á Spáni í næsta mánuði. Talsverðar líkur eru á að öfgahægriflokkurinn VOX komist í ríkisstjórn í fyrsta sinn. 4. júní 2023 16:31 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Vika er langur tími Það sannast enn og aftur að vika er langur tími í pólitík. Fyrir viku bentu fyrstu skoðanakannanir til þess, eftir að Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, boðaði óvænt til kosninga þann 23. júlí, að samsteypustjórn vinstri flokkanna, sú fyrsta á lýðveldistímanum, myndi falla. Síðan þá hefur þrennt gerst sem virðist hafa snúið dæminu við. 16 flokkar á vinstri vængnum sameinast Í fyrsta lagi hafa sósíalistar hamrað á þeirri grýlu að nái hægri vængurinn meirihluta þá verði ekki hægt að mynda stjórn án öfgahægriflokksins VOX og að þar með sé þjóðin á hraðri leið aftur í stjórnarfar Franco-tímabilsins sem kennt var við fasisma. Í öðru lagi þá tókst heilum 16 smáum vinstri flokkum vestan við sósíalista að komast að samkomulagi um sameiginlegt framboð. Það hefur aldrei gerst áður og má án nokkurs vafa rekja til hræðslu þessara flokka við að bjóði þeir fram hver í sínu lagi þá muni það stuðla að hægri stjórn eftir kosningar. VOX vill nema lög um jafnrétti og þungunarrof úr gildi Í þriðja lagi þá hefur það gerst víða á Spáni á liðnum dögum að hinn borgaralegi hægri flokkur, Lýðflokkurinn, og öfgahægriflokkurinn VOX hafa náð samkomulagi um meirihluta í nokkrum héruðum og borgum Spánar. Þar með ómar enn hærra en áður stefna VOX, en flokkurinn hefur boðað að komist hann til valda í ríkisstjórn þá verði öllum nýlegum lögum um aukið jafnrétti snarlega snúið við sem og lögum sem tryggja réttindi hinsegin fólks. Lög um þungunarrof verði sömuleiðs felld úr gildi og ráðuneyti neytendamála og jafnréttis lögð niður. Hafna því að kynbundið ofbeldi fyrirfinnist Þá hafnar flokkurinn því alfarið að á Spáni sé til eitthvað sem heitir kynbundið ofbeldi, en um það hefur ríkt nokkuð þétt samstaða á spænska þinginu að sé þvílíkt samfélagsmein að skera verði upp herör gegn því. Á þessu ári hafa 20 konur verið myrtar af maka sínum og yfir 1.200 konur síðan 2003. Síðast í þessari viku hélt þingmaður VOX í Valencia-héraði, þar sem flokkurinn myndaði meirihluta með Lýðflokknum í vikunni, því fram í fréttum ríkissjónvarpsins að kynbundið ofbeldi karla gegn konum væri tómur hugarburður. Rétt er að geta þess að oddviti flokksins í Valencia hefur hlotið dóm fyrir ofbeldi gegn fyrrverandi eiginkonu sinni.
Spánn Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Mikil hægrisveifla knýr fram þingkosningar á Spáni Allt stefnir í gríðarlega harða og snarpa kosningabaráttu fyrir þingkosningar á Spáni í næsta mánuði. Talsverðar líkur eru á að öfgahægriflokkurinn VOX komist í ríkisstjórn í fyrsta sinn. 4. júní 2023 16:31 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Mikil hægrisveifla knýr fram þingkosningar á Spáni Allt stefnir í gríðarlega harða og snarpa kosningabaráttu fyrir þingkosningar á Spáni í næsta mánuði. Talsverðar líkur eru á að öfgahægriflokkurinn VOX komist í ríkisstjórn í fyrsta sinn. 4. júní 2023 16:31