Gagnahlaðborð Reykjavíkur er komið í loftið Alexandra Briem skrifar 16. júní 2023 15:00 Gagnahlaðborð Reykjavíkur er komið í loftið. Þar er að finna öll opin gögn borgarinnar á einum stað, frá fjármálum til sundstaða, sett fram á lifandi máta og á læsilegu formi sem krefst þess ekki að lesendur séu sérfræðingar í gagnavinnslu. Þetta hlaðborð er liður í því að gera gögn borgarinnar aðgengilegri og auka þannig gagnsæi og möguleika íbúa á að taka þátt í umræðunni og kynna sér málefni borgarinnar. En því er auðvitað líka ætlað að gefa lifandi upplýsingar um það sem er að gerast. Til dæmis er hægt að fylgjast með því í gegnum Gagnahlaðborðið hversu margir gestir eru í sundlaugum hverju sinni, hvað er langt í næsta kjörstað, eða hver sé íbúafjöldinn í mismunandi hverfum. Með þessu er verið að skapa mikilvægt virði fyrir íbúa og einfalda fólki lífið um leið. Þetta er líka stuðningur við lýðræðislegt eftirlitshlutverk fjölmiðla. Þarna er líka hægt að sjá opin fjármál borgarinnar og setja í samhengi, t.d. er hægt að bera saman hvaða sundlaugar skili mestum sölutekjum, hversu mikið fé fari í greiðslur vegna fjárhagsstuðning til framfærslu milli ára eða bera saman kolefnislosun í borginni milli ára. Píratar leggja alla áherslu á lýðræði og gagnsæi og undanfarin ár hefur borgin verið á þeirri vegferð að gera gögn borgarinnar aðgengilegri, skiljanlegri og uppflettanleg.Gagnahlaðborðið er stór partur af þeirri vegferð. Til þess hefur verið lyft grettistaki í uppfærslu stafrænna innviða og kerfa í sviðum borgarinnar og þeim verið gert kleift að tala saman og lesa gögn hvers annars. Það er líka mikilvægt að í þessu kerfi er hægt að sækja gögnin og nýta þau, til dæmis við rannsóknir eða nýsköpun. Upplýsingagjöf til almennings er lykilatriði í upplýstu samtali og virku lýðræði. Það er einn af meginþáttum lýðræðisstefnu borgarinnar. Gagnahlaðborðið er ekki lokapunktur, en það er sannarlega bæði stórt og mikilvægt skref, og hér er hægt að skoða það. Höfundur er formaður stafræns ráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Píratar Borgarstjórn Reykjavík Stafræn þróun Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Gagnahlaðborð Reykjavíkur er komið í loftið. Þar er að finna öll opin gögn borgarinnar á einum stað, frá fjármálum til sundstaða, sett fram á lifandi máta og á læsilegu formi sem krefst þess ekki að lesendur séu sérfræðingar í gagnavinnslu. Þetta hlaðborð er liður í því að gera gögn borgarinnar aðgengilegri og auka þannig gagnsæi og möguleika íbúa á að taka þátt í umræðunni og kynna sér málefni borgarinnar. En því er auðvitað líka ætlað að gefa lifandi upplýsingar um það sem er að gerast. Til dæmis er hægt að fylgjast með því í gegnum Gagnahlaðborðið hversu margir gestir eru í sundlaugum hverju sinni, hvað er langt í næsta kjörstað, eða hver sé íbúafjöldinn í mismunandi hverfum. Með þessu er verið að skapa mikilvægt virði fyrir íbúa og einfalda fólki lífið um leið. Þetta er líka stuðningur við lýðræðislegt eftirlitshlutverk fjölmiðla. Þarna er líka hægt að sjá opin fjármál borgarinnar og setja í samhengi, t.d. er hægt að bera saman hvaða sundlaugar skili mestum sölutekjum, hversu mikið fé fari í greiðslur vegna fjárhagsstuðning til framfærslu milli ára eða bera saman kolefnislosun í borginni milli ára. Píratar leggja alla áherslu á lýðræði og gagnsæi og undanfarin ár hefur borgin verið á þeirri vegferð að gera gögn borgarinnar aðgengilegri, skiljanlegri og uppflettanleg.Gagnahlaðborðið er stór partur af þeirri vegferð. Til þess hefur verið lyft grettistaki í uppfærslu stafrænna innviða og kerfa í sviðum borgarinnar og þeim verið gert kleift að tala saman og lesa gögn hvers annars. Það er líka mikilvægt að í þessu kerfi er hægt að sækja gögnin og nýta þau, til dæmis við rannsóknir eða nýsköpun. Upplýsingagjöf til almennings er lykilatriði í upplýstu samtali og virku lýðræði. Það er einn af meginþáttum lýðræðisstefnu borgarinnar. Gagnahlaðborðið er ekki lokapunktur, en það er sannarlega bæði stórt og mikilvægt skref, og hér er hægt að skoða það. Höfundur er formaður stafræns ráðs Reykjavíkurborgar.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun