Stígamót kæra tvö tilfelli ofbeldis til lögreglu Jakob Bjarnar skrifar 16. júní 2023 10:46 Stígamót hafa nú gripið til þess að kæra tvö tilfelli ofbeldis en með því vilja þau, að sögn Drífu Snædal, senda út þau skilaboð að ekkert ofbeldi verði liðið. vísir/vilhelm Samtökin Stígamót vilja taka skýrt fram að hótanir, ógnanir, áreiti eða umsáturseinelti gegn starfsfólki Stígamóta verði ekki liðið og hafa tvö tilfelli af því tagi verið kærð til lögreglu. Að sögn Drífu Snædal, talskonu Stígamóta, er um að ræða tvær kærur sem Stígamót hafa lagt fram til lögreglu. „Við viljum gefa það mjög skýrt út að áreiti í gegnum tölvupósta eða öðruvísi hótanir eða ógnanir verða ekki liðnar,“ segir Drífa í samtali við Vísi. Drífa segist ekki vilja fara nánar í saumana á því hvers kyns umræddar hótanir eru; að ræða einstök mál. Hún segir það vissulega svo að eðli starfs þeirra sé að fást við ofbeldismál en þau hafi komist að þeirri niðurstöðu að nauðsyn væri á að hafa skýrar línur. Og þess vegna kæri Stígamót nú. „Ábyrgð vinnustaðarins er að tryggja að þetta verði ekki liðið og fari í réttan farveg,“ segir Drífa og vonast til að kærur Stígamóta núna verði til þess að fólk fylgi því fordæmi ef svo ber undir. Drífa segir jafnframt að vissulega sé það svo að þeir sem hafi mátt sæta ofbeldi hafi ekki getað treyst á að sækja rétt sinn. „Yfirvöld eða dómsstólar hafa ekkert alltaf verið bestu vinir þolenda en þetta er það sem við höfum. Og við viljum tryggja að hlutir fari í þennan farveg og hvetjum aðra vinnustaði til að þola ekki ofbeldi gegn starfsfólki og kæra slíkt umsvifalaust, hvort sem hótanir berast rafrænt eða með beinni hætti.“ Hún segir að Stígamót séu samtök sem hafa barist gegn ofbeldi í meira en þrjá áratugi og leitast við að valdefla fólk svo það megi takast á við afleiðingar ofbeldis. „Stígamót eru griðarstaður fyrir þau sem til okkar leita og starfsfólk þarf að finna fyrir öryggi líka eins og fólk alls staðar á rétt á. Samtökin eru þéttu samstarfi við lögregluyfirvöld sem aðstoða okkur við að bregðast hratt og örugglega við ef svo ber undir.“ Kynferðisofbeldi Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Að sögn Drífu Snædal, talskonu Stígamóta, er um að ræða tvær kærur sem Stígamót hafa lagt fram til lögreglu. „Við viljum gefa það mjög skýrt út að áreiti í gegnum tölvupósta eða öðruvísi hótanir eða ógnanir verða ekki liðnar,“ segir Drífa í samtali við Vísi. Drífa segist ekki vilja fara nánar í saumana á því hvers kyns umræddar hótanir eru; að ræða einstök mál. Hún segir það vissulega svo að eðli starfs þeirra sé að fást við ofbeldismál en þau hafi komist að þeirri niðurstöðu að nauðsyn væri á að hafa skýrar línur. Og þess vegna kæri Stígamót nú. „Ábyrgð vinnustaðarins er að tryggja að þetta verði ekki liðið og fari í réttan farveg,“ segir Drífa og vonast til að kærur Stígamóta núna verði til þess að fólk fylgi því fordæmi ef svo ber undir. Drífa segir jafnframt að vissulega sé það svo að þeir sem hafi mátt sæta ofbeldi hafi ekki getað treyst á að sækja rétt sinn. „Yfirvöld eða dómsstólar hafa ekkert alltaf verið bestu vinir þolenda en þetta er það sem við höfum. Og við viljum tryggja að hlutir fari í þennan farveg og hvetjum aðra vinnustaði til að þola ekki ofbeldi gegn starfsfólki og kæra slíkt umsvifalaust, hvort sem hótanir berast rafrænt eða með beinni hætti.“ Hún segir að Stígamót séu samtök sem hafa barist gegn ofbeldi í meira en þrjá áratugi og leitast við að valdefla fólk svo það megi takast á við afleiðingar ofbeldis. „Stígamót eru griðarstaður fyrir þau sem til okkar leita og starfsfólk þarf að finna fyrir öryggi líka eins og fólk alls staðar á rétt á. Samtökin eru þéttu samstarfi við lögregluyfirvöld sem aðstoða okkur við að bregðast hratt og örugglega við ef svo ber undir.“
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira