Stígamót kæra tvö tilfelli ofbeldis til lögreglu Jakob Bjarnar skrifar 16. júní 2023 10:46 Stígamót hafa nú gripið til þess að kæra tvö tilfelli ofbeldis en með því vilja þau, að sögn Drífu Snædal, senda út þau skilaboð að ekkert ofbeldi verði liðið. vísir/vilhelm Samtökin Stígamót vilja taka skýrt fram að hótanir, ógnanir, áreiti eða umsáturseinelti gegn starfsfólki Stígamóta verði ekki liðið og hafa tvö tilfelli af því tagi verið kærð til lögreglu. Að sögn Drífu Snædal, talskonu Stígamóta, er um að ræða tvær kærur sem Stígamót hafa lagt fram til lögreglu. „Við viljum gefa það mjög skýrt út að áreiti í gegnum tölvupósta eða öðruvísi hótanir eða ógnanir verða ekki liðnar,“ segir Drífa í samtali við Vísi. Drífa segist ekki vilja fara nánar í saumana á því hvers kyns umræddar hótanir eru; að ræða einstök mál. Hún segir það vissulega svo að eðli starfs þeirra sé að fást við ofbeldismál en þau hafi komist að þeirri niðurstöðu að nauðsyn væri á að hafa skýrar línur. Og þess vegna kæri Stígamót nú. „Ábyrgð vinnustaðarins er að tryggja að þetta verði ekki liðið og fari í réttan farveg,“ segir Drífa og vonast til að kærur Stígamóta núna verði til þess að fólk fylgi því fordæmi ef svo ber undir. Drífa segir jafnframt að vissulega sé það svo að þeir sem hafi mátt sæta ofbeldi hafi ekki getað treyst á að sækja rétt sinn. „Yfirvöld eða dómsstólar hafa ekkert alltaf verið bestu vinir þolenda en þetta er það sem við höfum. Og við viljum tryggja að hlutir fari í þennan farveg og hvetjum aðra vinnustaði til að þola ekki ofbeldi gegn starfsfólki og kæra slíkt umsvifalaust, hvort sem hótanir berast rafrænt eða með beinni hætti.“ Hún segir að Stígamót séu samtök sem hafa barist gegn ofbeldi í meira en þrjá áratugi og leitast við að valdefla fólk svo það megi takast á við afleiðingar ofbeldis. „Stígamót eru griðarstaður fyrir þau sem til okkar leita og starfsfólk þarf að finna fyrir öryggi líka eins og fólk alls staðar á rétt á. Samtökin eru þéttu samstarfi við lögregluyfirvöld sem aðstoða okkur við að bregðast hratt og örugglega við ef svo ber undir.“ Kynferðisofbeldi Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Að sögn Drífu Snædal, talskonu Stígamóta, er um að ræða tvær kærur sem Stígamót hafa lagt fram til lögreglu. „Við viljum gefa það mjög skýrt út að áreiti í gegnum tölvupósta eða öðruvísi hótanir eða ógnanir verða ekki liðnar,“ segir Drífa í samtali við Vísi. Drífa segist ekki vilja fara nánar í saumana á því hvers kyns umræddar hótanir eru; að ræða einstök mál. Hún segir það vissulega svo að eðli starfs þeirra sé að fást við ofbeldismál en þau hafi komist að þeirri niðurstöðu að nauðsyn væri á að hafa skýrar línur. Og þess vegna kæri Stígamót nú. „Ábyrgð vinnustaðarins er að tryggja að þetta verði ekki liðið og fari í réttan farveg,“ segir Drífa og vonast til að kærur Stígamóta núna verði til þess að fólk fylgi því fordæmi ef svo ber undir. Drífa segir jafnframt að vissulega sé það svo að þeir sem hafi mátt sæta ofbeldi hafi ekki getað treyst á að sækja rétt sinn. „Yfirvöld eða dómsstólar hafa ekkert alltaf verið bestu vinir þolenda en þetta er það sem við höfum. Og við viljum tryggja að hlutir fari í þennan farveg og hvetjum aðra vinnustaði til að þola ekki ofbeldi gegn starfsfólki og kæra slíkt umsvifalaust, hvort sem hótanir berast rafrænt eða með beinni hætti.“ Hún segir að Stígamót séu samtök sem hafa barist gegn ofbeldi í meira en þrjá áratugi og leitast við að valdefla fólk svo það megi takast á við afleiðingar ofbeldis. „Stígamót eru griðarstaður fyrir þau sem til okkar leita og starfsfólk þarf að finna fyrir öryggi líka eins og fólk alls staðar á rétt á. Samtökin eru þéttu samstarfi við lögregluyfirvöld sem aðstoða okkur við að bregðast hratt og örugglega við ef svo ber undir.“
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira