Glenda sópaði að sér verðlaunum á leiklistarferli sínum sem spannaði nokkra áratugi. Hún vann þannig til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Women in Love og A Touch of Class sem komu út á áttunda áratugnum.
Breska ríkisútvarpið hefur eftir Glendu að hún hafi ávallt staðið föst á sínu. „Ef fólki líkar ekki við mig, þá er það þeirra vandamál,“ sagði hún eitt sinn.
Hún tók sér frí frá leiklistinni um nokkurra ára skeið og varð þingmaður Verkamannaflokksins árið 1992 til 2015. Á þeim tíma gegndi hún mikilvægum embættum fyrir flokkinn, meðal annars í samgönguráðuneytinu.
Glenda sneri aftur í leiklistina að stjórnmálaferlinum loknum. Hún vann þannig til Bafta verðlauna fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni Elizabeth is Missing árið 2020.
Í umfjöllun BBC kemur fram að hún hafi hvergi nærri verið hætt. Hún hafi nýverið lokið við þátttöku í tökum á kvikmyndinni The Great Escaper þar sem hún lék eitt af aðalhlutverkunum ásamt breska leikaranum Michael Caine.
Glenda tók meðal annars við Bafta verðlaunum árið 2020: