Mikilvægasti leikmaður úrslitakeppni NBA-deildarinnar, MVP, hlýtur Bill Russell-bikarinn að loknu úrslitaeinvíginu. Russell var á sínum tíma leikmaður Boston Celtics og var fimm sinnum valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar.
Nikola Jokic varð fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að skora flest stig (600), taka flest fráköst (269) og gefa flestar stoðsendingar (190) í einni úrslitakeppni. Hann var því vel að verðlaununum kominn, en virðist þó ekki hafa haft of miklar áhyggjur af því að geyma hann á góðum stað.
„Ég veit það í alvöru ekki,“ sagði Jokic í samtali við ESPN, aðspurður að því hvar bikarinn frægi væri staðsettur.
„Ég skildi hann eftir í einhverju starfsmannaherbergi, en nú er hann horfinn. Þannig að ég veit það ekki, en vonandi skilar hann sér heim til mín.“
Jokić has lost his Finals MVP Trophy 😂
— Bleacher Report (@BleacherReport) June 15, 2023
(via @malika_andrews) pic.twitter.com/dYqTGCMPlE