Níu milljónir ferna drukknar af Kókómjólk árlega Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júní 2023 20:31 Kókómjólkin hefur alltaf verið framleidd í mjólkurbúinu á Selfossi eða í 50 ár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Því er núna fagnað að Kókómjólkin á fimmtíu ára afmæli en hún hefur alltaf verið framleidd í mjólkurbúinu á Selfossi. Í dag eru um níu milljónir ferna drukknar af Kókómjólk á ári en Kókómjólkin er eitt dýrmætasta vörumerki Mjólkursamsölunnar í dag. Það er mikið um allskonar heimsóknir í starfsstöð Mjólkursamsölunnar á Selfossi og þá er oftast boðið upp á Kókómjólk, ekki síst þegar börn eru á ferðinni. Nú er búið að merkja fernurnar sérstaklega með Klóa í tilefni af 50 ára afmælinu. Öll framleiðslan í þessi fimmtíu ár hefur farið fram í mjólkurbúinu á Selfossi. „Þetta er að mínu mati eitt verðmætasta vörumerki Mjólkursamsölunnar af því að salan í Kókómjólkinni er mjög góð og hefur verið stabíl í öll þessi ár. Við erum með traustan og góðan kúnnahóp, sem elskar Kókómjólkina og til að nefna þá er framleiðslan um þrjár milljónir lítra í ári í núverandi mynd, sem gefur okkur níu milljónir eininga,“ segir Ágúst Þór Jónsson mjólkurbússtjóri MS á Selfossi. Hvað er það við Kókómjólkina, sem er svona heillandi ? „Það er náttúrulega það að hún er mjög stabíl og góð vara, hún er bragðgóð og holl, orka í henni og gefur kraft, þannig að það þarf ekkert að tíunda meira um það,“ bætir Ágúst við. Klói verður í miklu afmælisskapi í sumar og ætlar að fara um landið og gleðja fólk á öllum aldri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Umbúðirnar hafa breyst heilmikið á þessari hálfu öld. Þær voru í hyrnum fyrstu tvö árin og svo kom Branda og 1990 kom Klói til sögunnar en hann er eitt af einkennismerkjum Kókómjólkurinnar og ætlar hann að vera á ferðinni um allt land í sumar til að gleðja unga sem aldna en það þýðir ekkert að tala við hann því hann kann ekki að tala. En á Kókómjólkin eftir að lifa í fimmtíu ár í viðbót? „Heldur betur ef við höldum áfram að vera með svona úrvalsmjólk eins og við erum með þá mun hún lifa fimmtíu ár í viðbót,“ segir Halldóra Arnardóttir, markaðs- og vöruflokkastjóri ferskvara hjá MS. Ágúst Þór, mjólkurbússtjóri á Selfossi og Halldóra, sem er markaðs- og vöruflokkastjóri ferskvara hjá MSMagnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Árborg Tímamót Neytendur Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Það er mikið um allskonar heimsóknir í starfsstöð Mjólkursamsölunnar á Selfossi og þá er oftast boðið upp á Kókómjólk, ekki síst þegar börn eru á ferðinni. Nú er búið að merkja fernurnar sérstaklega með Klóa í tilefni af 50 ára afmælinu. Öll framleiðslan í þessi fimmtíu ár hefur farið fram í mjólkurbúinu á Selfossi. „Þetta er að mínu mati eitt verðmætasta vörumerki Mjólkursamsölunnar af því að salan í Kókómjólkinni er mjög góð og hefur verið stabíl í öll þessi ár. Við erum með traustan og góðan kúnnahóp, sem elskar Kókómjólkina og til að nefna þá er framleiðslan um þrjár milljónir lítra í ári í núverandi mynd, sem gefur okkur níu milljónir eininga,“ segir Ágúst Þór Jónsson mjólkurbússtjóri MS á Selfossi. Hvað er það við Kókómjólkina, sem er svona heillandi ? „Það er náttúrulega það að hún er mjög stabíl og góð vara, hún er bragðgóð og holl, orka í henni og gefur kraft, þannig að það þarf ekkert að tíunda meira um það,“ bætir Ágúst við. Klói verður í miklu afmælisskapi í sumar og ætlar að fara um landið og gleðja fólk á öllum aldri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Umbúðirnar hafa breyst heilmikið á þessari hálfu öld. Þær voru í hyrnum fyrstu tvö árin og svo kom Branda og 1990 kom Klói til sögunnar en hann er eitt af einkennismerkjum Kókómjólkurinnar og ætlar hann að vera á ferðinni um allt land í sumar til að gleðja unga sem aldna en það þýðir ekkert að tala við hann því hann kann ekki að tala. En á Kókómjólkin eftir að lifa í fimmtíu ár í viðbót? „Heldur betur ef við höldum áfram að vera með svona úrvalsmjólk eins og við erum með þá mun hún lifa fimmtíu ár í viðbót,“ segir Halldóra Arnardóttir, markaðs- og vöruflokkastjóri ferskvara hjá MS. Ágúst Þór, mjólkurbússtjóri á Selfossi og Halldóra, sem er markaðs- og vöruflokkastjóri ferskvara hjá MSMagnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Árborg Tímamót Neytendur Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira