Ljóstrar upp um ástæður andremmu og lausnir við henni Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. júní 2023 17:05 Íris Þórsdóttir, tannlæknir, segir auðveldlega hægt að losna við andremmu og það eigi ekki að vera neitt feimnismál. Aðsent Tannlæknir segir nokkrar ástæður geta verið fyrir andremmu en aðalorsökin séu bakteríur. Fólk veigri sér oft við að benda öðrum á andremmu en það eigi ekki að vera feimnismál. Hægt sé að losna við hana með góðri munnhirðu og þar sé tannþráðurinn lykilatriði. Íris Þórsdóttir, tannlæknir, mætti í Reykjavík síðdegis til að ræða um andremmu og hvernig megi losna við hana. Hvað veldur andfýlu? „Andfýla, andremma, er mjög hvimleitt og viðkvæmt mál oft og tíðum, sérstaklega í nánum samböndum. Það geta verið nokkrar ástæður fyrir þessu. Margar þeirra eru tengdar munnholinu, maganum og svo eru dæmi um aðrar orsakir. Aðalorsökin eru bakteríur,“ sagði Íris. „Oftast eru þetta bakteríur sem eru ekki hrifnir af súrefni, þannig þær liggja niður með tönnunum undir tannholdi. Ef við erum mikið af tannholdsbólgum eða tannsteini þá geta þessar bakteríur lifað góðu lífi þarna undir.“ Tyggjó hressir en leysir ekki vandamálið Til að losna við bakteríurnar og þar með andremmuna segir Íris nauðsynlegt að halda góðri munnhirðu, bursta tennur og nota tannþráð. En hvernig er hægt að drepa þær, með góðu móti? „Þá þurfum við að hreinsa tannsteininn til að ná niður bólgunni og þannig reyna að hreinsa upp svæðið þannig það sé lítið sem ekkert af þessum bakteríum. Það er oftast gert hjá tannlækni,“ sagði Íris. „Hins vegar getum við auðvitað bara verið með góða munnhirðu, tannburstað vel og notað tannþráð vegna þess að á milli tannanna grasserar þetta oft. Tannþráðurinn er lykilatriði í þessu og svo eru líka til munnskol sem geta hjálpað. En þetta þarf í rauninni allt þrennt að fara saman.“ En tyggjó eftir máltíð? „Tyggjó er frábært, það er frískandi en leysir kannski ekki orsökina,“ sagði hún. Fólk sem fasti glími oft við andremmu Fólk sem glími við andremmu eigi að leita til tannlæknis segir Íris. Þeir sem fasti geti verið með andremmu í marga mánuði áður en munnholið venst föstunni. „Ég mundi segja að ef einhver er í þessari stöðu eða á maka í þessari stöðu að leita til tannlæknis til að finna orsökina.“ „Svo er líka eitt svolítið merkilegt og það er ef fólk er að fasta, eins og svo margir eru að gera núna, þá getur komið lykt úr meltingarveginum. Þetta er oft tímabundið ástand en getur tekið örfáa mánuði að jafnast,“ sagði Íris. Er hægt að greina vandamálið á einfaldan hátt? „Þetta er oftast bara greint í hefðbundnu eftirliti hjá tannlækni. Við byrjum á að skoða tannholdið, mjög oft er bólga í því. Stundum geta bakteríurnar legið á tungunni í skán og þá þarf að bursta tunguna,“ sagði hún. Af hverju vaknar maður svona andfúll? „Þegar við sofum er munnvatnsframleiðslan minni þannig þá skolast óhreinindin síður í burtu þannig þetta situr í kringum tennurnar af því það er ekki þessi náttúrulega hreinsun,“ sagði Íris um morgunandfýluna. Tannheilsa Heilbrigðismál Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Íris Þórsdóttir, tannlæknir, mætti í Reykjavík síðdegis til að ræða um andremmu og hvernig megi losna við hana. Hvað veldur andfýlu? „Andfýla, andremma, er mjög hvimleitt og viðkvæmt mál oft og tíðum, sérstaklega í nánum samböndum. Það geta verið nokkrar ástæður fyrir þessu. Margar þeirra eru tengdar munnholinu, maganum og svo eru dæmi um aðrar orsakir. Aðalorsökin eru bakteríur,“ sagði Íris. „Oftast eru þetta bakteríur sem eru ekki hrifnir af súrefni, þannig þær liggja niður með tönnunum undir tannholdi. Ef við erum mikið af tannholdsbólgum eða tannsteini þá geta þessar bakteríur lifað góðu lífi þarna undir.“ Tyggjó hressir en leysir ekki vandamálið Til að losna við bakteríurnar og þar með andremmuna segir Íris nauðsynlegt að halda góðri munnhirðu, bursta tennur og nota tannþráð. En hvernig er hægt að drepa þær, með góðu móti? „Þá þurfum við að hreinsa tannsteininn til að ná niður bólgunni og þannig reyna að hreinsa upp svæðið þannig það sé lítið sem ekkert af þessum bakteríum. Það er oftast gert hjá tannlækni,“ sagði Íris. „Hins vegar getum við auðvitað bara verið með góða munnhirðu, tannburstað vel og notað tannþráð vegna þess að á milli tannanna grasserar þetta oft. Tannþráðurinn er lykilatriði í þessu og svo eru líka til munnskol sem geta hjálpað. En þetta þarf í rauninni allt þrennt að fara saman.“ En tyggjó eftir máltíð? „Tyggjó er frábært, það er frískandi en leysir kannski ekki orsökina,“ sagði hún. Fólk sem fasti glími oft við andremmu Fólk sem glími við andremmu eigi að leita til tannlæknis segir Íris. Þeir sem fasti geti verið með andremmu í marga mánuði áður en munnholið venst föstunni. „Ég mundi segja að ef einhver er í þessari stöðu eða á maka í þessari stöðu að leita til tannlæknis til að finna orsökina.“ „Svo er líka eitt svolítið merkilegt og það er ef fólk er að fasta, eins og svo margir eru að gera núna, þá getur komið lykt úr meltingarveginum. Þetta er oft tímabundið ástand en getur tekið örfáa mánuði að jafnast,“ sagði Íris. Er hægt að greina vandamálið á einfaldan hátt? „Þetta er oftast bara greint í hefðbundnu eftirliti hjá tannlækni. Við byrjum á að skoða tannholdið, mjög oft er bólga í því. Stundum geta bakteríurnar legið á tungunni í skán og þá þarf að bursta tunguna,“ sagði hún. Af hverju vaknar maður svona andfúll? „Þegar við sofum er munnvatnsframleiðslan minni þannig þá skolast óhreinindin síður í burtu þannig þetta situr í kringum tennurnar af því það er ekki þessi náttúrulega hreinsun,“ sagði Íris um morgunandfýluna.
Tannheilsa Heilbrigðismál Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira