Rukkaður um milljón þrátt fyrir sigur í Hæstarétti Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. júní 2023 09:00 Erling hrjáist af MS sjúkdómnum og á sífellt erfiðara með að tjá sig. ÖBÍ/Alda Lóa Hjúkrunarheimilið Hamrar hefur á nýjan leik krafið Erling Smith, alvarlega fatlaðan mann, um ógreidd dvalargjöld. Erling hefur lýst vistinni sem varðhaldi og hafði hann betur í fyrir hæstarétti í máli til að fá NPA þjónustu. „Þetta er ansi þröng og snúin staða sem Erling er í. Þetta er maður sem á erfitt með að bera hendur fyrir höfuð sér,“ segir Flóki Ásgeirsson, lögmaður Erling. Í vikunni var þingfest mál á hendur Erling þar sem Hamrar krefjast hátt í milljón króna. Það er 759.120 krónur auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Hamrar hafa áður krafið Erling um ógreidd dvalargjöld á þeim tíma sem hann stóð í stappi við Mosfellsbæ til þess að fá NPA þjónustu. Erling, sem er 59 ára véltæknifræðingur, lamaðist í vélhjólaslysi árið 2001 og greindist síðar með MS sjúkdóminn. Heilsa hans og geta til að tjá sig hefur versnað sífellt. „Það eitt og sér gerir þetta erfitt fyrir hann að vera að standa í þessu stappi við stjórnvöld,“ segir Flóki. Vildi komast heim Erling var með NPA samning við heimabæ sinn Mosfellsbæ árin 2011 til 2016. En þá var honum rift og Erling fór inn á hjúkrunarheimili, innan um háaldrað fólk með heilabilun og aðra öldrunarsjúkdóma. Var Erling tjáð að um skammtímalausn væri að ræða en á Hömrum dvaldist hann til ársins 2021. Líkti hann þeirri vist við varðhald og sagði að hann hefði aldrei samþykkt langtímavistun. „Ég er nýlega giftur, á konu og heimili og bíð eftir að fá að komast heim,“ sagði Erling í viðtali við Fréttablaðið í ágúst árið 2020. Stórkostlegt réttindamál Ári seinna, 2021, sigraði Erling mál gegn Mosfellsbæ sem hafði neitað að veita honum NPA þjónustu. Í maí árið 2022 bar hann aftur sigur úr býtum, fyrir Hæstarétti, og fékk miskabætur. Flóki Ásgeirsson lögmaður segir má Erlings klassískt mál þar sem kerfin tala ekki saman og allir benda á hinn.Arnar Halldórsson Öryrkjabandalagið lýsti dómsniðurstöðunni sem miklum sigri fyrir fatlað fólk, sem hefur í mörgum tilfellum verið vistað á hjúkrunarheimilum í stað þess að fá NPA samninga og dvelja heima hjá sér. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður bandalagsins, sagði niðurstöðuna stórkostlegt réttindamál. Þrjár lögsóknir Á meðan á þessum málaferlum stóð lögsóttu Hamrar Erling vegna ógreiddra dvalargjalda. Í eitt skipti var gert fjárnám í húsinu hans þar sem hann gat ekki greitt kröfuna. Vinur Erling hljóp þá undir bagga með honum og greiddi kröfuna fyrir hann. Aftur lögsóttu Hamrar Erling vegna dvalarinnar, fyrir tímabilið frá lokum ársins 2019 til loka árs 2020, en þeirri kröfu var vísað frá dómi. Nú hafa Hamrar krafið hann á ný fyrir þetta tímabil. Flóki segir málið nokkuð flókið. Hluti af málarekstri Erling gegn Mosfellsbæ gekk út á að sveitarfélagið myndi bæta honum það fjártjón sem hann varð fyrir þegar hann var án NPA þjónustu og þurfti að dveljast á hjúkrunarheimili. Að sögn Flóka hafa Hamrar rukkað Erling um hátt í þriðju milljón króna í heildina. Þessari kröfu var hins vegar vísað frá Hæstarétti en rétturinn komst að því að það hefðu ekki verið leiddar nægilegar líkur að því að Erling hefði þrátt fyrir allt ekki geta dvalist á heimili sínu. „Það hefur aldrei verið skorið úr bótaábyrgð Mosfellsbæjar vegna þessa hluta málsins,“ segir Flóki. „Það kemur til greina af hálfu Erling að höfða mál að nýju og fá úr þessu skorið hvort hann eigi að þurfa að bera þennan kostnað sjálfur eða hvort að Mosfellsbær beri hann.“ Allir benda á hinn Erling er með metna þjónustuþörf upp á 741 klukkutíma á mánuði, sem sagt 24 tíma á sólarhring. Engu að síður vildi Mosfellsbær aðeins veita honum félagslega heimaþjónustu, liðveislu og akstur á þeim tíma sem um ræðir. Það er ef hann hefði farið fyrr af hjúkrunarheimilinu. Mosfellsbær vildi ekki veita honum þjónustu að næturlagi eða samfellda þjónustu að degi til. Erling hefur verið rukkaður um hátt í þriðju milljón króna fyrir vistina á Hömrum. Hann sagðist aldrei hafa samþykkt langtímavistun.Vísir/Sigurjón Eftir að Erling sigraði málið gegn Mosfellsbæ komst hann loks af hjúkrunarheimilinu og fékk NPA þjónustu heima hjá sér. Eða réttara sagt annað form af þjónustunni, sem stýrt er af Mosfellsbæ, vegna þess að hann getur það ekki sjálfur. „Þetta er klassískt mál þar sem kerfin tala ekkert saman,“ segir Flóki. „Sveitarfélagið segist ekki bera neina ábyrgð, hvorki á að veita honum þjónustu til þess að hann geti verið heima hjá sér né afleiðingum þess ef það er ekki gert. Hjúkrunarfélagið er rekið sem einkahlutafélag með samning við Sjúkratryggingar og telja sig ekki bera neina ábyrgð og ríkið og ráðuneytið ekki heldur. Það benda allir á hinn.“ Málefni fatlaðs fólks Mosfellsbær Hjúkrunarheimili Dómsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
„Þetta er ansi þröng og snúin staða sem Erling er í. Þetta er maður sem á erfitt með að bera hendur fyrir höfuð sér,“ segir Flóki Ásgeirsson, lögmaður Erling. Í vikunni var þingfest mál á hendur Erling þar sem Hamrar krefjast hátt í milljón króna. Það er 759.120 krónur auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Hamrar hafa áður krafið Erling um ógreidd dvalargjöld á þeim tíma sem hann stóð í stappi við Mosfellsbæ til þess að fá NPA þjónustu. Erling, sem er 59 ára véltæknifræðingur, lamaðist í vélhjólaslysi árið 2001 og greindist síðar með MS sjúkdóminn. Heilsa hans og geta til að tjá sig hefur versnað sífellt. „Það eitt og sér gerir þetta erfitt fyrir hann að vera að standa í þessu stappi við stjórnvöld,“ segir Flóki. Vildi komast heim Erling var með NPA samning við heimabæ sinn Mosfellsbæ árin 2011 til 2016. En þá var honum rift og Erling fór inn á hjúkrunarheimili, innan um háaldrað fólk með heilabilun og aðra öldrunarsjúkdóma. Var Erling tjáð að um skammtímalausn væri að ræða en á Hömrum dvaldist hann til ársins 2021. Líkti hann þeirri vist við varðhald og sagði að hann hefði aldrei samþykkt langtímavistun. „Ég er nýlega giftur, á konu og heimili og bíð eftir að fá að komast heim,“ sagði Erling í viðtali við Fréttablaðið í ágúst árið 2020. Stórkostlegt réttindamál Ári seinna, 2021, sigraði Erling mál gegn Mosfellsbæ sem hafði neitað að veita honum NPA þjónustu. Í maí árið 2022 bar hann aftur sigur úr býtum, fyrir Hæstarétti, og fékk miskabætur. Flóki Ásgeirsson lögmaður segir má Erlings klassískt mál þar sem kerfin tala ekki saman og allir benda á hinn.Arnar Halldórsson Öryrkjabandalagið lýsti dómsniðurstöðunni sem miklum sigri fyrir fatlað fólk, sem hefur í mörgum tilfellum verið vistað á hjúkrunarheimilum í stað þess að fá NPA samninga og dvelja heima hjá sér. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður bandalagsins, sagði niðurstöðuna stórkostlegt réttindamál. Þrjár lögsóknir Á meðan á þessum málaferlum stóð lögsóttu Hamrar Erling vegna ógreiddra dvalargjalda. Í eitt skipti var gert fjárnám í húsinu hans þar sem hann gat ekki greitt kröfuna. Vinur Erling hljóp þá undir bagga með honum og greiddi kröfuna fyrir hann. Aftur lögsóttu Hamrar Erling vegna dvalarinnar, fyrir tímabilið frá lokum ársins 2019 til loka árs 2020, en þeirri kröfu var vísað frá dómi. Nú hafa Hamrar krafið hann á ný fyrir þetta tímabil. Flóki segir málið nokkuð flókið. Hluti af málarekstri Erling gegn Mosfellsbæ gekk út á að sveitarfélagið myndi bæta honum það fjártjón sem hann varð fyrir þegar hann var án NPA þjónustu og þurfti að dveljast á hjúkrunarheimili. Að sögn Flóka hafa Hamrar rukkað Erling um hátt í þriðju milljón króna í heildina. Þessari kröfu var hins vegar vísað frá Hæstarétti en rétturinn komst að því að það hefðu ekki verið leiddar nægilegar líkur að því að Erling hefði þrátt fyrir allt ekki geta dvalist á heimili sínu. „Það hefur aldrei verið skorið úr bótaábyrgð Mosfellsbæjar vegna þessa hluta málsins,“ segir Flóki. „Það kemur til greina af hálfu Erling að höfða mál að nýju og fá úr þessu skorið hvort hann eigi að þurfa að bera þennan kostnað sjálfur eða hvort að Mosfellsbær beri hann.“ Allir benda á hinn Erling er með metna þjónustuþörf upp á 741 klukkutíma á mánuði, sem sagt 24 tíma á sólarhring. Engu að síður vildi Mosfellsbær aðeins veita honum félagslega heimaþjónustu, liðveislu og akstur á þeim tíma sem um ræðir. Það er ef hann hefði farið fyrr af hjúkrunarheimilinu. Mosfellsbær vildi ekki veita honum þjónustu að næturlagi eða samfellda þjónustu að degi til. Erling hefur verið rukkaður um hátt í þriðju milljón króna fyrir vistina á Hömrum. Hann sagðist aldrei hafa samþykkt langtímavistun.Vísir/Sigurjón Eftir að Erling sigraði málið gegn Mosfellsbæ komst hann loks af hjúkrunarheimilinu og fékk NPA þjónustu heima hjá sér. Eða réttara sagt annað form af þjónustunni, sem stýrt er af Mosfellsbæ, vegna þess að hann getur það ekki sjálfur. „Þetta er klassískt mál þar sem kerfin tala ekkert saman,“ segir Flóki. „Sveitarfélagið segist ekki bera neina ábyrgð, hvorki á að veita honum þjónustu til þess að hann geti verið heima hjá sér né afleiðingum þess ef það er ekki gert. Hjúkrunarfélagið er rekið sem einkahlutafélag með samning við Sjúkratryggingar og telja sig ekki bera neina ábyrgð og ríkið og ráðuneytið ekki heldur. Það benda allir á hinn.“
Málefni fatlaðs fólks Mosfellsbær Hjúkrunarheimili Dómsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira