Milduðu dóm yfir manni sem nauðgaði öðrum á salerni skemmtistaðar Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2023 07:10 Landsréttur taldi sannað að Faisal Mohed Freer hafi þvingað brotaþola til munnmaka á salerni skemmtistaðar í ágúst 2021. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur mildað dóm yfir Faisal Mohed Freer vegna nauðgunar inni á salerni skemmtistaðar í tveggja ára fangelsi. Maðurinn hlaut þriggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl á síðasta ári og var dómnum í kjölfarið áfrýjað. Freer var ákærður fyrir að hafa aðfararnótt 8. ágúst 2021 ruðst inn á salerni skemmtistaðar þar sem brotaþoli var staddur og reynt að hafa við hann endaþarms- og munnmök án hans samþykkis. Hann var sömuleiðis ákærður fyrir að hafa sama kvöld og á sama skemmtistað, farið aftur á eftir brotaþola inn á salerni og haft við hann endaþarmsmök án hans samþykkis sem og þvingað hann til að hafa við sig munnmök og ekki hætt þótt maðurinn hafi ítrekað beðið hann um það. Landsréttur sýknaði manninn af þeim hluta ákærunnar sem snýr að endaþarmsmökum sem leiddi til þess að hæfileg refsing var metin tveggja ára fangelsi, auk þess að greiða brotaþola tvær milljónir króna í miskabætur. Stöðugur framburður brotaþola Í dómi Landsréttar kemur fram að Freer og brotaþoli hafi verið einir til frásagnar frásagnar um hvað hafi gerst inni á salerninu. Framburður brotaþola um að hann hafi þvingað hann til munnmaka hafi frá upphafi verið stöðugur og fengi sömuleiðis stoð í framburði vitna sem hafi lýst því að brotaþoli hafi verið í miklu uppnámi eftir að hafa hraðað sér út af salerninu og öskrað. Vitnið sagði brotaþola hafa verið grátandi, mjög taugaveiklaðan og í uppnámi og sagt að Freer hefði nauðgað sér. Hann hafi annars átt erfitt með að útskýra það sem hafi gerst og vitnið kallað á öryggisverði sem héldu ákærða þar til að lögregla kom á staðinn. Þá var framburður Freer um að hann myndi ekki eftir atburðum kvöldsins vegna áfengisdrykkju ekki talinn trúverðugur þar sem það stangist á við gögn málsins. Sömuleiðis hafi framburður ákærða um að hann hefði ekki áhuga á karlmönnum þótt ótrúverðugur. Dómur mildaður Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að Freer hafi þvingað manninn til munnmaka, en féllst þó ekki þá niðurstöðu héraðsdóms að fullnægjandi sönnun lægi fyrir um að Freer hafi haft endaþarmsmök við manninn án hans samþykkis. Hæfileg refsing var því talin tveggja ára fangelsi, en Freer var einnig sakfelldur fyrir að hafa verið með falsað ökuskírteini og kennivottorð frá Belgíu við handtöku. Til frádráttar kemur fjögurra daga gæsluvarðhald sem hann sætti, en hann var handtekinn sama kvöld eftir að hafa verið haldið af öryggisvörðum skemmtistaðarins. Freer var sömuleiðis gert að greiða tvo þriðjuhluta af áfrýjunarkostnaði málsins ásamt sama hlutfalls málsvarnarlauna veranda og þóknunar réttargæslumanns. Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Freer var ákærður fyrir að hafa aðfararnótt 8. ágúst 2021 ruðst inn á salerni skemmtistaðar þar sem brotaþoli var staddur og reynt að hafa við hann endaþarms- og munnmök án hans samþykkis. Hann var sömuleiðis ákærður fyrir að hafa sama kvöld og á sama skemmtistað, farið aftur á eftir brotaþola inn á salerni og haft við hann endaþarmsmök án hans samþykkis sem og þvingað hann til að hafa við sig munnmök og ekki hætt þótt maðurinn hafi ítrekað beðið hann um það. Landsréttur sýknaði manninn af þeim hluta ákærunnar sem snýr að endaþarmsmökum sem leiddi til þess að hæfileg refsing var metin tveggja ára fangelsi, auk þess að greiða brotaþola tvær milljónir króna í miskabætur. Stöðugur framburður brotaþola Í dómi Landsréttar kemur fram að Freer og brotaþoli hafi verið einir til frásagnar frásagnar um hvað hafi gerst inni á salerninu. Framburður brotaþola um að hann hafi þvingað hann til munnmaka hafi frá upphafi verið stöðugur og fengi sömuleiðis stoð í framburði vitna sem hafi lýst því að brotaþoli hafi verið í miklu uppnámi eftir að hafa hraðað sér út af salerninu og öskrað. Vitnið sagði brotaþola hafa verið grátandi, mjög taugaveiklaðan og í uppnámi og sagt að Freer hefði nauðgað sér. Hann hafi annars átt erfitt með að útskýra það sem hafi gerst og vitnið kallað á öryggisverði sem héldu ákærða þar til að lögregla kom á staðinn. Þá var framburður Freer um að hann myndi ekki eftir atburðum kvöldsins vegna áfengisdrykkju ekki talinn trúverðugur þar sem það stangist á við gögn málsins. Sömuleiðis hafi framburður ákærða um að hann hefði ekki áhuga á karlmönnum þótt ótrúverðugur. Dómur mildaður Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að Freer hafi þvingað manninn til munnmaka, en féllst þó ekki þá niðurstöðu héraðsdóms að fullnægjandi sönnun lægi fyrir um að Freer hafi haft endaþarmsmök við manninn án hans samþykkis. Hæfileg refsing var því talin tveggja ára fangelsi, en Freer var einnig sakfelldur fyrir að hafa verið með falsað ökuskírteini og kennivottorð frá Belgíu við handtöku. Til frádráttar kemur fjögurra daga gæsluvarðhald sem hann sætti, en hann var handtekinn sama kvöld eftir að hafa verið haldið af öryggisvörðum skemmtistaðarins. Freer var sömuleiðis gert að greiða tvo þriðjuhluta af áfrýjunarkostnaði málsins ásamt sama hlutfalls málsvarnarlauna veranda og þóknunar réttargæslumanns.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira