Guðni fagnaði með Grænlandi eftir gleðióp Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2023 09:59 Grænlendingar studdu vel við sitt lið þegar það tryggði sér sæti á HM í gær. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er á meðal þeirra sem samgleðjast Grænlendingum eftir að Grænland vann sig í gær inn á sjálft heimsmeistaramótið í handbolta kvenna. Grænland tryggði sér HM-farseðilinn fyrir framan troðfulla höll í Nuuk í gær með því að vinna sigur gegn Kanada í spennuleik, 17-15. Guðni deildi myndbandi á Twitter af lokaandartökum leiksins þar sem lýsendur misstu sig gjörsamlega í sigurvímu þegar Grænland skoraði lokamark leiksins og tryggði sér endanlega sigur. Big congrats to Greenland on their 17-15 victory against Canada in Nuuk, securing a place in the 2023 IHF Women's World Championships in handball. Those genuine screams of joy make it impossible not to cheer for #Greenland Til hamingju! Pilluaritsi! pic.twitter.com/aBIZdvlzeJ— President of Iceland (@PresidentISL) June 11, 2023 „Miklar hamingjuóskir til Grænlands með 17-15 sigurinn gegn Kanada í Nuuk, sem tryggði því sæti á HM kvenna í handbolta 2023. Þessi einlægu gleðióp gera það ómögulegt að fagna ekki Grænlandi. Til hamingju! PIlluaritsi!“ skrifaði Guðni á Twitter í gærkvöld. Ekki er ljóst hver viðbrögð eiginkonu hans, Elizu Reid sem er frá Kanada, voru. Ivalu Bjerge var markahæst Grænlands með 7 mörk og Josefine Gadgaard skoraði 6. Þetta verður í annað sinn í sögunni sem að Grænland spilar á HM kvenna í handbolta en liðið var í fyrsta sinn með á HM 2001 og endaði þá í 24. og neðsta sæti. Svo gæti farið að Ísland verði einnig með á HM, þrátt fyrir tapið gegn Ungverjalandi í umspili um sæti á mótinu. HSÍ sótti nefnilega um að fá annað af tveimur boðssætum sem alþjóða handknattleikssambandið heldur enn lausum. Búast má við ákvörðun á næstunni, eða í síðasta lagi í júlí, um það hvaða tvær þjóðir fá síðustu sætin á HM. Heimsmeistaramótið fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, frá 29. nóvember til 17. desember. Landslið kvenna í handbolta Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Sjá meira
Grænland tryggði sér HM-farseðilinn fyrir framan troðfulla höll í Nuuk í gær með því að vinna sigur gegn Kanada í spennuleik, 17-15. Guðni deildi myndbandi á Twitter af lokaandartökum leiksins þar sem lýsendur misstu sig gjörsamlega í sigurvímu þegar Grænland skoraði lokamark leiksins og tryggði sér endanlega sigur. Big congrats to Greenland on their 17-15 victory against Canada in Nuuk, securing a place in the 2023 IHF Women's World Championships in handball. Those genuine screams of joy make it impossible not to cheer for #Greenland Til hamingju! Pilluaritsi! pic.twitter.com/aBIZdvlzeJ— President of Iceland (@PresidentISL) June 11, 2023 „Miklar hamingjuóskir til Grænlands með 17-15 sigurinn gegn Kanada í Nuuk, sem tryggði því sæti á HM kvenna í handbolta 2023. Þessi einlægu gleðióp gera það ómögulegt að fagna ekki Grænlandi. Til hamingju! PIlluaritsi!“ skrifaði Guðni á Twitter í gærkvöld. Ekki er ljóst hver viðbrögð eiginkonu hans, Elizu Reid sem er frá Kanada, voru. Ivalu Bjerge var markahæst Grænlands með 7 mörk og Josefine Gadgaard skoraði 6. Þetta verður í annað sinn í sögunni sem að Grænland spilar á HM kvenna í handbolta en liðið var í fyrsta sinn með á HM 2001 og endaði þá í 24. og neðsta sæti. Svo gæti farið að Ísland verði einnig með á HM, þrátt fyrir tapið gegn Ungverjalandi í umspili um sæti á mótinu. HSÍ sótti nefnilega um að fá annað af tveimur boðssætum sem alþjóða handknattleikssambandið heldur enn lausum. Búast má við ákvörðun á næstunni, eða í síðasta lagi í júlí, um það hvaða tvær þjóðir fá síðustu sætin á HM. Heimsmeistaramótið fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, frá 29. nóvember til 17. desember.
Landslið kvenna í handbolta Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Sjá meira