Meirihlutann skorti viljann en ekki lóðir Bjarki Sigurðsson skrifar 11. júní 2023 23:00 Hildur Björnsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Stöð 2/Arnar Byggingarfyrirtæki fær ekki úthlutaða lóð þrátt fyrir að áform þeirra gætu betrumbætt húsnæðismarkaðinn í Reykjavík. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir svör borgarinnar og segir fordæmalaus verkefni þurfa fordæmalausar lausnir. Ófremdarástand hefur ríkt á reykvískum húsnæðis- og leigumörkuðum síðustu ár. Þúsundir íbúða vantar til að uppfylla húsnæðisþörfina og hefur meðalfermetraverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um rúmlega 250 þúsund krónur á fimm árum og stendur nú í 740 þúsund krónum. ÞG Verk sendi borginni erindi um að þeir gætu reist 900 hagstæðar íbúðir sem myndi slá verulega á húsnæðisskortinn í borginni. Þeir fengu hins vegar þau svör að lóðum yrði einungis úthlutað í útboði. Svar þetta barst ÞG Verk fjórum mánuðum eftir að beiðnin var send til borgarinnar. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir það að borgin hafi ekki kallað ÞG Verk til samningaborðsins og reynt að finna lausnir sé óeðlilegt. „Sérstakar aðstæður kalla á sérstakar aðgerðir og það er bara þessi gríðarlega uppsafnaða húsnæðisþörf. Skorturinn hefur verið viðvarandi alveg svakalega lengi. Mér finnst það kalla á sérstök viðbrögð. Mér finnst líka svolítið ankannalegt að heyra borgina segja að lóðum sé alltaf úthlutað í útboði, því við höfum séð stór svæði fara í hendurnar á byggingaraðilum án útboðs. Það hefur gerst áður,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Einfaldi regluverkið til að forðast flótta Hún segir borgina þurfa að gera stjórnsýsluna sveigjanlegri svo verktakar hætti að sækjast frekar í önnur sveitarfélög en til Reykjavíkur við lóðaleit fyrir byggingu íbúðahúsnæðis. Hún vill meina að það eina sem þurfi að gera til að auka lóðaframboð sé að bæta viljann. „Það þarf ekkert nema viljann. Reykjavíkurborg er í ótrúlegri stöðu, að eiga mikið magn af landi, og við höfum bent á mörg svæði sem ekki eru í skipulagi og er ekki vilji til að skipuleggja hjá þessum meirihluta. Ég gæti nefnt Örfirisey, sem er hér vestarlega í borginni, og það er svæði sem mikil eftirspurn er eftir að búa á. Við höfum nefnt Kjalarnesið, Staðahverfi í Grafarvogi, stærri svæði í Úlfarsárdal. Staði þar sem innviðir eru tilbúnir nú þegar og eru vannýttir. En það hefur ekki reynst vilji til að byggja þarna, þannig að það skortir ekki land. Það skortir vilja,“ segir Hildur Húsnæðismál Reykjavík Borgarstjórn Fasteignamarkaður Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Ófremdarástand hefur ríkt á reykvískum húsnæðis- og leigumörkuðum síðustu ár. Þúsundir íbúða vantar til að uppfylla húsnæðisþörfina og hefur meðalfermetraverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um rúmlega 250 þúsund krónur á fimm árum og stendur nú í 740 þúsund krónum. ÞG Verk sendi borginni erindi um að þeir gætu reist 900 hagstæðar íbúðir sem myndi slá verulega á húsnæðisskortinn í borginni. Þeir fengu hins vegar þau svör að lóðum yrði einungis úthlutað í útboði. Svar þetta barst ÞG Verk fjórum mánuðum eftir að beiðnin var send til borgarinnar. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir það að borgin hafi ekki kallað ÞG Verk til samningaborðsins og reynt að finna lausnir sé óeðlilegt. „Sérstakar aðstæður kalla á sérstakar aðgerðir og það er bara þessi gríðarlega uppsafnaða húsnæðisþörf. Skorturinn hefur verið viðvarandi alveg svakalega lengi. Mér finnst það kalla á sérstök viðbrögð. Mér finnst líka svolítið ankannalegt að heyra borgina segja að lóðum sé alltaf úthlutað í útboði, því við höfum séð stór svæði fara í hendurnar á byggingaraðilum án útboðs. Það hefur gerst áður,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Einfaldi regluverkið til að forðast flótta Hún segir borgina þurfa að gera stjórnsýsluna sveigjanlegri svo verktakar hætti að sækjast frekar í önnur sveitarfélög en til Reykjavíkur við lóðaleit fyrir byggingu íbúðahúsnæðis. Hún vill meina að það eina sem þurfi að gera til að auka lóðaframboð sé að bæta viljann. „Það þarf ekkert nema viljann. Reykjavíkurborg er í ótrúlegri stöðu, að eiga mikið magn af landi, og við höfum bent á mörg svæði sem ekki eru í skipulagi og er ekki vilji til að skipuleggja hjá þessum meirihluta. Ég gæti nefnt Örfirisey, sem er hér vestarlega í borginni, og það er svæði sem mikil eftirspurn er eftir að búa á. Við höfum nefnt Kjalarnesið, Staðahverfi í Grafarvogi, stærri svæði í Úlfarsárdal. Staði þar sem innviðir eru tilbúnir nú þegar og eru vannýttir. En það hefur ekki reynst vilji til að byggja þarna, þannig að það skortir ekki land. Það skortir vilja,“ segir Hildur
Húsnæðismál Reykjavík Borgarstjórn Fasteignamarkaður Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði