„Ég á erfitt með að setja það í orð hvað þetta var sætt“ Jón Már Ferro skrifar 11. júní 2023 08:34 Bjarki Már Elísson er ungverskur meistari í handbolta. Twitter@telekomveszprem „Þetta var ekkert risastórt fyrir Veszprem því liðið hefur orðið 27 sinnum ungverskur meistari. En fyrir liðið sem er núna var þetta mjög stórt því það var ekki búið að vinna þetta í þrjú ár," segir Bjarki Már Elísson. Bjarki Már og félagar í Veszprem unnu bikarkeppnina líka og eru því tvöfaldir meistarar í fyrsta skipti í sex ár. Mikið gekk á hjá Bjarka á þessu tímabili. Hann var ekki alltaf í byrjunarliðinu í stórum leikjum en var að lokum mikilvægur í að vinna titilinn. „Ég á erfitt með að setja það í orð hvað þetta var sætt. Ég spilaði sextíu mínútur síðustu tvo leikina og átti góða leiki þannig þetta var extra sætt,“ segir Bjarki. Lokaleikur úrslitakeppninar fór fram í höll erkifjendanna í Szeged. „Það var baulað á okkur allan leikinn. Þetta eru erkifjendur og í raun tveir risar í sama landinu sem berjast um titilinn á hverju einasta ári. Þetta var fyrsta tímabilið mitt hjá Veszprem en ég held þetta hafi verið áttundi leikurinn minn á móti Szeged,“ segir Bjarki. View this post on Instagram A post shared by Telekom Veszprém (@handballveszprem) Liðin mættust tvisvar í deildarkeppninni, spiluðu tvisvar í Meistaradeild Evrópu, spiluðu einu sinni í bikar og þrjá í úrslitakeppninni. „Veszprem tapaði titlinum í fyrra á svekkjandi hátt og við klúðruðum heimaleikjaréttinum í deildinni alveg sjálfir þannig þetta var svolítið sætara en bara ungverskur titill fyrir Veszprem,“ segir Bjarki. Bjarki var ekki alltaf í byrjunarliðinu og barðist við hinn króatíska Manuel Strlek. „Frá byrjun skiptum við þessu helming og helming. Svo þegar þetta fóru að vera mikilvægari leikir eins og úrslitin í bikarnum og átta liða úrslit á móti Kielce í meistaradeildinni þá spilaði hann bara á hinum. Það var ekkert persónulegt gagnvart mér,“ segir Bjarki. View this post on Instagram A post shared by Telekom Veszprém (@handballveszprem) Þjálfari liðsins er serbneska goðsögnin Momir Ilic. Hann varð á sínum tíma fyrstur til að skora hundrað mörk í meistaradeildinni þrjú ár í röð. „Þetta er annað tímabilið hans sem þjálfari og var eðlilega stressaður líka. Þá fór hann í leikmennina sem hann þekkti og treysti. Ég og hinn hornarmaðurinn sem vorum að spila lítið vorum að koma síðasta sumar,“ segir Bjarki. Þrátt fyrir að vera ekki alltaf i byrjunarliðinu þá var Bjarki næst markahæstur af leikmönnum Veszprem í deildarkeppninni. View this post on Instagram A post shared by Telekom Veszprém (@handballveszprem) „Svo kemur þessi leikur í úrslitunum og við erum að skíttapa. Ég fæ síðustu tíu mínúturnar og skoraði þrjú. Það gekk mjög vel og þá fékk ég að byrja næsta leik. Eftir allt sem undan hafði gengi þá var það mjög óvænt. Það gekk fáranlega vel og ég skoraði níu mörk í öðrum leik. Það borgaði sig að breyta aðeins út af vananum fyrir þjálfarann. Það gerir þetta líka extra sætt að ég var virkilega hluti af þessu og skilaði mínu,“ segir Bjarki. Handboltatímabilinu er lokið og nú segist Bjarki ætla heim til Íslands að njóta þess að vera í fríi. Njóta verðbólgunnar og góða veðursins eins og hann orðaði það. „Svo hefst bara nýtt tímabil. Þótt manni líði eins og maður sé ungur þá var þetta tíunda árið mitt í atvinnumennsku. Maður er orðinn mjög vanur þessu. Þetta verður um fimm vikna frí og svo er bara aftur af stað,“ segir Bjarki. Bjarki verður 34 ára næsta sumar og á eitt ár eftir á samningi hjá Veszprem. Hann segist vilja vera áfram í fremstu röð og kveðst spenntur fyrir ráðningu Snorra Steins Guðjónssonar sem landsliðsþjálfara. „Það eru spennandi tímar framundan hjá landsliðinu og mér líst vel á þjálfarateymið. Ég hlakka til að vinna með þeim, ef maður verður valinn það er að segja. Ég er spenntur fyrir næsta stórmóti,“ segir Bjarki. Landslið karla í handbolta Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Ungverski handboltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Bjarki Már og félagar í Veszprem unnu bikarkeppnina líka og eru því tvöfaldir meistarar í fyrsta skipti í sex ár. Mikið gekk á hjá Bjarka á þessu tímabili. Hann var ekki alltaf í byrjunarliðinu í stórum leikjum en var að lokum mikilvægur í að vinna titilinn. „Ég á erfitt með að setja það í orð hvað þetta var sætt. Ég spilaði sextíu mínútur síðustu tvo leikina og átti góða leiki þannig þetta var extra sætt,“ segir Bjarki. Lokaleikur úrslitakeppninar fór fram í höll erkifjendanna í Szeged. „Það var baulað á okkur allan leikinn. Þetta eru erkifjendur og í raun tveir risar í sama landinu sem berjast um titilinn á hverju einasta ári. Þetta var fyrsta tímabilið mitt hjá Veszprem en ég held þetta hafi verið áttundi leikurinn minn á móti Szeged,“ segir Bjarki. View this post on Instagram A post shared by Telekom Veszprém (@handballveszprem) Liðin mættust tvisvar í deildarkeppninni, spiluðu tvisvar í Meistaradeild Evrópu, spiluðu einu sinni í bikar og þrjá í úrslitakeppninni. „Veszprem tapaði titlinum í fyrra á svekkjandi hátt og við klúðruðum heimaleikjaréttinum í deildinni alveg sjálfir þannig þetta var svolítið sætara en bara ungverskur titill fyrir Veszprem,“ segir Bjarki. Bjarki var ekki alltaf í byrjunarliðinu og barðist við hinn króatíska Manuel Strlek. „Frá byrjun skiptum við þessu helming og helming. Svo þegar þetta fóru að vera mikilvægari leikir eins og úrslitin í bikarnum og átta liða úrslit á móti Kielce í meistaradeildinni þá spilaði hann bara á hinum. Það var ekkert persónulegt gagnvart mér,“ segir Bjarki. View this post on Instagram A post shared by Telekom Veszprém (@handballveszprem) Þjálfari liðsins er serbneska goðsögnin Momir Ilic. Hann varð á sínum tíma fyrstur til að skora hundrað mörk í meistaradeildinni þrjú ár í röð. „Þetta er annað tímabilið hans sem þjálfari og var eðlilega stressaður líka. Þá fór hann í leikmennina sem hann þekkti og treysti. Ég og hinn hornarmaðurinn sem vorum að spila lítið vorum að koma síðasta sumar,“ segir Bjarki. Þrátt fyrir að vera ekki alltaf i byrjunarliðinu þá var Bjarki næst markahæstur af leikmönnum Veszprem í deildarkeppninni. View this post on Instagram A post shared by Telekom Veszprém (@handballveszprem) „Svo kemur þessi leikur í úrslitunum og við erum að skíttapa. Ég fæ síðustu tíu mínúturnar og skoraði þrjú. Það gekk mjög vel og þá fékk ég að byrja næsta leik. Eftir allt sem undan hafði gengi þá var það mjög óvænt. Það gekk fáranlega vel og ég skoraði níu mörk í öðrum leik. Það borgaði sig að breyta aðeins út af vananum fyrir þjálfarann. Það gerir þetta líka extra sætt að ég var virkilega hluti af þessu og skilaði mínu,“ segir Bjarki. Handboltatímabilinu er lokið og nú segist Bjarki ætla heim til Íslands að njóta þess að vera í fríi. Njóta verðbólgunnar og góða veðursins eins og hann orðaði það. „Svo hefst bara nýtt tímabil. Þótt manni líði eins og maður sé ungur þá var þetta tíunda árið mitt í atvinnumennsku. Maður er orðinn mjög vanur þessu. Þetta verður um fimm vikna frí og svo er bara aftur af stað,“ segir Bjarki. Bjarki verður 34 ára næsta sumar og á eitt ár eftir á samningi hjá Veszprem. Hann segist vilja vera áfram í fremstu röð og kveðst spenntur fyrir ráðningu Snorra Steins Guðjónssonar sem landsliðsþjálfara. „Það eru spennandi tímar framundan hjá landsliðinu og mér líst vel á þjálfarateymið. Ég hlakka til að vinna með þeim, ef maður verður valinn það er að segja. Ég er spenntur fyrir næsta stórmóti,“ segir Bjarki.
Landslið karla í handbolta Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Ungverski handboltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira