Áfallasaga: Ofbeldi af verstu gerð, sonarmissir og dóttirin lamast Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. júní 2023 08:01 Saga Maríu Kristínar Þorleifsdóttur er átakanleg áfallasaga. Einelti og óregla í æsku, ofbeldissambönd, barnsfaðir sem byrlaði henni eitur og reyndi síðar af ásetningi að drepa þau í bílslysi. Afleiðingarnar voru þær að hann sjálfur og tveggja ára sonur þeirra létust, en María lifði af. Tuttugu árum síðarn lamast dóttir hennar í bílslysi. Í dag eru það þó fyrirgefning og þakklæti sem eru Maríu efst í huga. Vísir/Vilhelm „Já mig grunar að þetta hafi verið viljaverk. Afbrýðisemin var svo mikil að hann hafði oft sagt við mig að hann gæti ekki hugsað sér að einhver annar fengi mig eða að einhver annar karlmaður fengi að ala upp son hans,“ segir María Kristín Þorleifsdóttir þegar hún minnist bílslyssins 9. október 1997 þar sem tveggja og hálfs árs sonur hennar og barnsfaðir létu lífið og sjálf slasaðist hún mjög alvarlega. Þannig að þú heldur að hann hafi ætlað ykkur illt? „Já.“ Saga Maríu Kristínar Þorleifsdóttur er átakanleg. Og svo erfið á köflum að það er ekki hægt annað en að taka andköf. Alin upp í óreglu, í ofbeldissamböndum sem ung kona, fjögurra barna móðir sem missir eitt barn í bílslysi og á annað barn sem lamast tuttugu árum síðar í öðru bílslysi. Kona sem glímdi við mikla áfengisfíkn en hefur stundað sína edrúmennsku í yfir tuttugu ár, er áberandi myndarleg og yfirveguð í fasi þegar samtalið fer fram því já; María er hreinlega gullfalleg og það er aðdáunarvert að fylgjast með henni þegar hún segir frá á sinn rólega og yfirvegaða hátt. Þó eru svo mörg atvikin það þungbær að stundum er erfitt að meðtaka söguna. Sjálf segir María: „Fyrirgefning er það sem er mér efst í huga.“ Áskorun á Vísi fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag ætlum við að fjalla um áföll og mikilvægi fyrirgefningar, þakklætis og sjálfsvinnu. Marinó Kristinn Björnsson lést þann 9. október 1997 en María telur að faðir hans hafi af ásetningi keyrt bílinn yfir á öfugan vegarhelming vegna þess að þau voru nýskilin og hann gat ekki hugsað sér að annar maður fengi Maríu né myndi ala son hans upp. Tuttugu árum síðar lendir Jóna dóttir Maríu í bílslysi og lamast. Dóttir Jónu var þá fimm ára. Ein leiðin sem María nýtir til að styrkja sína andlegu vellíðan er útivist og hreyfing. María María er fædd í Reykjavík en alin upp á svo miklu flakki að það er erfitt að festa reiður á það hvernig æskan var. Því hún var ýmist hér eða þar: Í Reykjavík, í Grindavík, í Vestmanneyjum, aftur í Grindavík og víðar. „Ég var reyndar samfellt í grunnskóla á Seltjarnarnesi í tvö og hálft ár,“ segir hún sigri hrósandi eftir nokkra upptalningu um mismunandi búsetustaði. María bjó þó langdvölum hjá ömmu sinni og afa á Óðinsgötu þar sem henni leið vel. En einelti og fleira er þó það sem kemur fyrst upp í hugann þegar hún rifjar upp æskuárin og það flakk sem æskunni fylgdi. Foreldrar Maríu eru Þorleifur Kristinn Valdimarsson og Guðbjörg Pálmadóttir en þau skildu þegar María var sex ára. „Mamma flutti þá með okkur systurnar til Vestmannaeyja en okkur var ekkert sagt að þau væru skilin. Heldur bara að pabbi kæmi ekki með núna. Þegar við spurðum síðan stundum um pabba, því hann bara hvarf, var síðar stundum sagt við okkur að við myndum hvort eð er ekkert skilja þetta fyrr en við værum eldri,“ segir María og lýsir þarna nokkuð vel þeim tíðaranda þegar það þótti almennt óþarft að eiga samtöl við börn, eða skýra nokkuð út fyrir þeim. María er fædd árið 1962 og er elst þriggja systra. Systur hennar eru Hafdís Þorleifsdóttir, sem er tveimur árum yngri en María og síðan hálfsystirin Rósa Ólafsdóttir, sem er níu árum yngri og fædd í Vestmannaeyjum. Á heimili Maríu var mikil drykkja og lýsir María ástandinu þannig að óreglan hafi verið mjög mikil og mamma hennar einfaldlega mjög veik kona. Þegar María var tveggja ára lenti hún í bílslysi og höfuðkúpubrotnaði. Að þetta hafi verið fyrsta áfallið á hennar ævi er athyglisvert í ljósi alls þessa sem síðar hefur gerst. „Fyrsta áfallið sem ég man þó eftir sjálf var gosið í Eyjum,“ segir María. Sextán ára eignast María kærasta, Sveinbjörn Ottesen og flytur fljótt heim til hans. „Þarna eignaðist ég hreinlega dásamlega tengdafjölskyldu sem mér þykir enn í dag óskaplega vænt um, enda er þetta svo gott fólk,“ segir María sem fljótt varð ófrísk. María og Sveinbjörn eignuðust tvær dætur. Sú eldri heitir Ása Ottesen en hún er fædd árið 1979. Sú yngri heitir Jóna Elísabet Ottesen og er fædd árið 1982. „Við bjuggum í bænum en þegar Sveinbjörn fékk vinnu á Sigló fluttum við þangað. Og það sem var svo skemmtilegt var að ári síðar fluttu tengdaforeldrar mínir þangað og enn síðar mágur og mágkona og hann býr þar enn!“ segir María og hlær. María og Sveinbjörn skildu árið 1990. Varstu byrjuð að drekka mikið þá? „Ég myndi lýsa drykkjunni minni þannig að ég hafi drukkið illa frá fyrsta sopa. Ég byrjaði að drekka 16 ára og jú, auðvitað fylgdi þessu tímabili drykkja því þetta er á þeim tíma sem sveitaböllin voru og fleira. En fyrst og fremst myndi ég segja að ég hafi einfaldlega alltaf drukkið illa á meðan að ég drakk.“ María Kristín á þrjár dætur; Ásu og Jónu Elísabetu Ottesen og Ingu Sigurðardóttur. Eiginmaður Jónu heitir Steingrímur Ingi Steingrímsson, alltaf kallaður Ingi. Á efri mynd til hægri má sjá mæðgurnar eftir Reykjavíkurmaraþon til styrktar Jónu, en María hefur hlaupið það maraþon frá því að slysið var og segir stuðninginn frá þjóðinni ótrúlegan. Leitin að hamingjunni María var fljótt komin í annað samband eftir skilnað. „Sjálfsmatið mitt var ekkert á þessum tíma. Um leið og karlmaður blikkaði mig náði hann mér alveg, það þurfti ekki meira. Því að ég var auðvitað bara að leita af ást og hlýju. Um leið og einhver sýndi mér einhvern smá áhuga greip ég það,“ segir María. Sambandið gekk um tíma en ekki til lengdar. Árið 1993 kynnist hún Birni Valberg, öðrum barnsföður sínum. „Bjössi var svo æðislegur í byrjun og fjölskyldan hans tók mér og dætrunum svo vel. Bjössi gerði allt fyrir mig og ég var ekkert smá hrifin, þarna var draumaprinsinn minn loksins komin,“ segir María. Fljótt fóru þó brestir að sýna sig. „Það var drykkja og ofbeldi og það ofbeldi var svo mikið að þegar að ég var til dæmis ófrísk af syni okkar, Marinó Kristni, virtist það ekkert stoppa Bjössa, hann lamdi mig samt,“ segir María og bætir við: ,,En ég sagði auðvitað ekki frá og gerði allt til að fela hvað væri í gangi. Ég man til dæmis eftir einu skipti þegar að ég fór rifbeinsbrotin á slysó eftir barsmíðar Bjössa og sagði þeim þar að ég hefði verið á bar kvöldinu áður og einhver ókunnugur maður hefði einfaldlega komið og gert mér þetta.“ Ofbeldi og drykkja var þó ekki allt, því María segir að oft hafi það sem gekk á meira verið í átt við einhvers konar geðveiki. Stundum bað hann mig til dæmis um að berja sig. Þá átti ég að lemja hann. Því með því að lemja hann þá var hann ekki eins sekur. Fyrir utan það, að þegar hann var búinn að vera vondur við mig eða lemja, þá baðst hann auðvitað fyrirgefningar á öllu saman, sagði að þetta væri í raun mér að kenna því ég hafði ýmist gert eitthvað eða sagt eitthvað sem fékk hann til að gera þetta,“ segir María og bætir við: „Á þessum tíma var ég samt svo illa haldin og meðvirk að ég var eiginlega mest þakklát fyrir það að hann lamdi mig oftast bara á kvöldin eða þegar stelpurnar voru ekki heima. Ég var svo fegin því að stelpurnar væru ekki að sjá þetta.“ María segir þó mikilvægt að taka það fram að sjálf hafi hún átt sitthvað í því hvernig sambandið var. Það sem þar hafi gengið á hafi alls ekki allt verið Bjössa að kenna. „Bjössi er gott dæmi um hversu miklu máli það skiptir að fá hjálp þegar það eru andleg veikindi. Ég held satt best að segja að hann hafi sjálfur ekki áttað sig á því hvað honum leið illa. Út á við var hann glaður og kátur en heima við sýndi hann sínar verstu hliðar. Oft í drykkju en ekki aðeins þá. Bjössi var samt barngóður og átti margar góðar hliðar. Undirliggjandi voru veikindi og mikil vanlíðan og það tel ég mikilvægt að fólk skilji.“ Ári eftir að Marinó Kristinn lést í bílslysinu, var tekið viðtal við mæðgurnar en María segist engan veginn hafa verið búin að vinna sig nægilega vel eftir sonarmissinn, ofbeldið og önnur áföll þá. Það taki lengri tíma og þá ekki síst sú vinna að fyrirgefa sjálfum sér. Löngu seinna áttaði hún sig á því að besta leiðin til að hjálpa öðrum, er að hjálpa sjálfum sér fyrst. Byrlun Loks kom að því að María trúði Hafdísi systur sinni fyrir því hvað væri í gangi, en þær systur eru afar nánar. „Hafdís vildi auðvitað koma mér út úr þessum aðstæðum strax en ég vildi láta þetta ganga og passaði alltaf upp á að fólk væri ekki að fatta neitt. Enda var Bjössi alltaf svo hress og skemmtilegur innan um fólk,“ segir María. Sonurinn Marinó Kristinn fæddist þann 24.mars árið 1995. „Mér þykir afar vænt um þetta nafn því Marinó var skýrður í höfuðið á mér, María Kristín og síðan er millinafnið hans pabba líka Kristinn.“ María segir eitt af því sem hafi einkennst ruglið í sambandinu hjá henni og Bjössa hafi verið fyrirgefningin. „Ofbeldið jókst og jókst en því fylgdi síðan alltaf mikill grátur þar sem Bjössa leið mjög illa, baðst fyrirgefningar og sá á eftir öllu saman. Í raun gátu hliðarnar hans verið jafn miklar öfgar í báðar áttir: Þær slæmu og þær góðu. Því þær góðu voru mjög ástríðufullar og hlýjar. Það er eins og þetta hafi gengið jafn langt í báðar áttir.“ Smátt og smátt fór spennan þó að vera viðvarandi því María átti erfiðara og erfiðara um vik að fyrirgefa. En þá fóru að koma upp undarleg atvik. Ég drakk líka á þessum tíma en sífellt oftar fór ég að ranka við mér á morgnana og átta mig á því að ég hreinlega myndi ekki neitt. Minnisleysið hjá mér var algjört en oft sagði hann þá við mig hluti eins og „Jæja, þú varst nú heldur betur kát í gær….“ til að láta mig vita að fyrirgefningin hefði greinilega átt sér stað.“ María mundi samt ekki neitt en þegar hún fann hvítt duft í poka, runnu á hana tvær grímur. „Ég áttaði mig á því að þetta væri eitthvað skrýtið og þótt við vitum í dag að verið sé að byrla fyrir fólki með því að setja eitthvað í glasið þeirra, var það ekki orðið þekkt þá. En þegar að ég fann þetta hvíta duft í pokanum áttaði ég mig samt á því að Bjössi væri greinilega að byrla mér með einhverju. Því það hvað ég virtist missa oft rænu og allt minni stóðst engan veginn.“ María fór til Hafdísar með pokann og saman fóru þær til lögreglunnar. Því María óttaðist einfaldlega um líf sitt. „Á lögreglustöðinni sagði ég þeim frá öllu og bað um að duftið yrði rannsakað. Því að ég var orðin hrædd um að Bjössi myndi gera mér eitthvað. Ég fæ það aldrei skilið, en einhverra hluta vegna virðist sem duftið og rannsóknin hafi einfaldlega ratað ofan í skúffu því ekkert var gert.“ Stuttu síðar skildi María við Bjössa. María reyndi mikið að fela ofbeldið sem hún bjó við en leitaði þó til lögreglunnar þegar að hún áttaði sig á því að Björn væri að byrla henni ólyfjðan. María segist hafa fundið á sér að Bjössi ætlaði þeim eitthvað illt þegar bílslysið var, enda var afbrýðissemin hans slík. Hún segir samt mikilvægt að fólk átti sig á því að Björn var í mikilli vanlíðan sjálfur og hefði fyrst og fremst þurft að fá hjálp. Þá segir hún að þótt ofbeldi sé aldrei réttlætanlegt, þurfi maður alltaf að taka ábyrgð á sínum hluta og vinna úr honum. Að festast í gryfju fórnarlambshugsunar geri engum gott. Banaslysið Björn starfaði sem flutningabílstjóri þegar að María og hann kynntust en hætti því starfi og fór að vinna á einni af videóleigum föður Maríu, sem átti þó nokkrar. „Pabbi er svona businesskarl og átti til dæmis Donald vídeóleiguna við Hrísateig, Ljónið vídeó á Dunhaga og hlut í Sesar vídeóleigunni. Pabbi stofnaði Ljónið á Eiðistorgi þegar bjórinn kom,“ segir María til útskýringar. Hún segir það hafa átt vel við Bjössa að vinna á vídeóleigunni því þar var hún sjálf að vinna og því auðvelt með að fylgjast enn betur með henni. „Ég var alltaf undir eftirliti hjá honum. Og spurningarnar voru líka endalausar. Eins og Hvers vegna varstu svona lengi að tala við Hafdísi? Um hvað voruð þið að tala? Eða ef ég horfði til vinstri eða hægri á einhvern á vídeóleigunni, þá kom spurningin: Hvers vegna varstu að horfa á hann?“ segir María og útskýrir að í svona ofbeldissamböndum endi maður með að vera alltaf á vaktinni að passa sig á að segja ekkert eða gera neitt sem gæti vakið upp reiði hjá viðkomandi. „Eftir að við skildum vildi Bjössi að við myndum ræða málin saman og hvort ekki væri hægt að laga sambandið. Sem ég sagði að væri ekki hægt en lét til leiðast um að við myndum fara í viðræðubíltúr og ræða málin,“ segir María. Sonurinn Marinó Kristinn var tveggja og hálfs árs þegar þetta var og planið var að Jóna ætlaði að passa hann. Þegar dagskráin hennar breyttist, enduðu þau þrjú í bílnum: Bjössi, María og Marinó. „Við rúntuðum í Mosó og stoppuðum þar og fengum okkur að borða. Síðan héldum við áfram að rúnta, Marinó var orðinn frekar þreyttur og ég sagði við Bjössa að það væri kominn tími á að keyra okkur bara heim því við værum ekkert að fara að byrja saman aftur,“ segir María þegar hún lýsir síðustu mínútunum fyrir slysið örlagaríka. „Hann stoppaði samt í Sælands vídeói í Mosó og sagðist þurfa að stökkva þar inn, spurði mig hvort ég vildi eitthvað. Ég sagði Nei, enda var það þannig að eftir að ég fann hvíta duftið treysti ég honum ekki fyrir neinu. Þannig að þegar að hann spurði mig til dæmis hvort ég vildi sopa af appelsíninu sem hann kom með út úr sjoppunni, sagði ég Nei,“ segir María og bætir við: Ég fann á mér að það væri eitthvað að fara að gerast. Ég fann á mér að hann væri að fara að gera eitthvað illt. Því við höfðum ekkert rætt neitt saman í þessum bíltúr og þetta var allt svo skrýtið. Ég man að þegar að hann stökk inn í sjoppuna, leit ég aftur í bílinn og tékkaði á því hvort Marinó væri ekki örugglega vel spenntur í stólnum. Sem hann var.“ Hvað gerðist svo? „Það má segja að almættið hafi tekið við því ég man ekkert hvað gerðist næst. Sem þýðir að ég man ekkert frá bílslysinu né hvernig það gerðist. Hreinlega ekki neitt,“ svarar María. Skýringar á slysinu hafa aldrei legið ljóst fyrir að sögn Maríu. Slysið varð á Vesturlandsvegi og er lýst af ökumanni hins bifreiðarinnar, sem var flutningabíll, þannig að allt í einu hafi fólksbíll Bjössa verið kominn á hinn vegarhelminginn þannig að bílarnir skullu saman. „Sá bílstjóri slasaðist ekki en hann hringdi í mig um ári síðar til að athuga hvernig ég hefði það. Þá sagði hann mér að nokkrum dögum fyrir slysið hefði hann heyrt óvænt í Bjössa, þeir þekktust frá því að Bjössi var sjálfur að keyra. Það skrýtna var líka að þessi maður sagðist hafa verið pantaður til að keyra þessa leið á þessum tíma,“ segir María og viðurkennir að þetta sé eitt af þeim atriðum sem hún telur benda til þess að slysið hafi gerst með ásetningi. Hafdís systir Maríu var vakin og sofin yfir Maríu fyrstu vikurnar og mánuðina eftir að hún sjálf lenti í slysinu og tuttugu árum síðar segir hún fjölskylduna enn standa eins og klettur saman. María á í dag þrjár ömmudætur og að oft minni yngsta dóttirin hennar, Inga, hana á að ef Marinó litli hefði ekki dáið, hefði hún sjálf ekki fæðst. Í dag segist María gera sér grein fyrir því að fortíðinni geti hún ekki breytt og mikilvægast sé að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur, frekar en að einblína á það sem maður hefur ekki. Sorgin Þremur dögum eftir slysið segir í frétt Í Morgunblaðinu: „Konan á fertugsaldri sem lenti í alvarlegu bílslysi sl. fimmtudag á Vesturlandsvegi er mikið slösuð en ekki talin í lífshættu, samkvæmt upplýsingum frá gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur á laugardag. Sonur hennar og faðir hans létust í slysinu en ökumaður hins bílsins er ekki í lífshættu. Konan er með fjöláverka og er haldið sofandi.“ María var ekki vakin fyrr en fimm til sex dögum eftir slysið. Enn mundi hún þá ekki neitt. María hafði kjálkabrotnað og brotnað víðar í andliti og líkama og var meðal annars spengd um munninn þannig að hún gat ekki talað og var mjög verkjuð. „Þeir treystu mér ekki til þess að fá að vita strax hvað gerðist en eina nóttina dreymdi mig þá báða, Marinó og Bjössa. Mér fannst eins og þeir væru í sitthvoru sjúkrarúminu en hlið við hlið og þarna voru fullt af læknum að sinna þeim,“ segir María og bætir við: „Ég fór því að spyrja aftur og aftur: Hvar eru þeir?“ Á endanum var ákveðið að segja Maríu fréttirnar. Fjölskyldan var kölluð til og prestur. „Þeir byrjuðu á því að segja mér frá Bjössa en það var einfaldlega hægt að sjá á viðbrögðunum mínum að þær fréttir voru ekki að koma mjög illa við mig. Hins vegar reyndi ég, með spengdan munninn, að spyrja um Marinó ítrekað: En hvar er Marinó, hvar er Marinó, HVAR er Marinó….“ Þögn. Að hlusta á móður lýsa því hvernig hún móttekur fréttir um að ungt barn hennar hafi látist í bílslysi er í raun ekki eitthvað sem svo auðveldlega lýsist með orðum. Öðruvísi en að það er átakanlegra en orð fá lýst. Og sárt. Við höldum samtalinu áfram en næstu mínúturnar eru erfiðar. Ég sá engan tilgang lengur. Ég sá ekki hvernig ég ætti að meika þetta líf. Ásakanirnar voru svo miklar: Af hverju fór ég? Hvers vegna tók ég hann með? Hvað ef, hvað ef? ….“ Áður en Jóna dóttir Maríu lamaðist í bílslysi, taldi María að hún væri búin að upplifa sinn skerf af erfiðum áföllum. Að takast á við þær fréttir hversu mikið Jóna slasaðist fannst henni erfiðari en orð fá lýst. Fyrst og fremst segist María þó þakklát því að Jóna er á lífi og hún segir yndislegt að fylgjast með því hvernig Ingi maður Jónu og Ugla dóttir hennar hafi staðið eins og klettur við hlið Jónu í gegnum allt ferlið. Þar sé sterk og samhent fjölskylda á ferð. Þegar vonin vaknaði Það tók Maríu vikur og mánuði að jafna sig eftir slysið. Eftir fimm vikur var hún útskrifuð af sjúkrahúsinu og þá tók við endurhæfing á Grensás. „Hafdís systir vakti yfir mér dag og nótt á sjúkrahúsinu og næstu vikur og mánuði á eftir. Hún fórnaði sínu eigin heimili og fjölskyldu til að hjálpa mér. Pabbi hefur alltaf staðið með mér eins og klettur og eftir slysið reyndi mamma líka að hjálpa af veikum mætti, en var auðvitað bara á svo vondum stað sjálf.“ En ég var illa farin og langt niðri og ekki síst álag á dæturnar að þurfa að taka á móti mér heima í þessu ástandi,“ segir María en viðurkennir að henni finnst margt vera eins og í móðu frá þessum tíma. Ég fór að drekka og deyfa mig alla daga. Ég var svo tóm. Og sá ekki tilganginn. Mamma hafði verið mikil pillukerling þannig að ég hafði aldrei viljað lyf. En auðvitað fékk ég svefnlyf og fleira, annars hefði ég ekki sofið neitt. Drakk síðan ofan í lyfin og misnotaði þau til að deyfa mig.“ María fór á Vog og síðar í eftir meðferð á Staðarfell. „Hafdís segir einn daginn við mig ,,Jæja María mín, er þetta ekki bara komið gott…,“ segir María um fyrsta samtalið þar sem það var rætt að hún færi í meðferð. „Ég kom fyrst af fjöllum. Því mér fannst ég alls ekki vera neinn alkóhólisti. Ég var fyrst og fremst bara fórnarlamb og fannst lífið hafa leikið mig illa,“ segir María sem þó samþykkti um hálftíma síðar samþykkti að fara í meðferð. Nokkrum dögum síðar var hún komin inn á Vog. „Og þar bara gerðist eitthvað. Í fyrsta sinn frá því að ég mundi eftir mér var ég komin á meðal jafningja. Því þetta samfélag sem fíkn og alkóhólismi er gerir ekki greinamun á fólki. Á Vogi var kapella sem ég leitaði mikið í og það var í rauninni á Vogi sem það vaknaði hjá mér einhver von um betra líf,“ segir María. Þótt Staðarfell hafi verið meðferð fyrir karlmenn, fékk María leyfi hjá Þórarinn Tyrfingssyni til að fara þangað. „Mig vantaði bara að komast sem lengst í burtu og vildi því ekki fara á Vík. Ég bað Þórarinn því um að fá að fara á Staðarfell og hann svaraði einfaldlega: Mæja mín, við gerum allt sem þarf til að hjálpa þér.“ Tíminn á Staðarfelli var líka yndislegur þar sem María segir karlmennina á staðnum hafa hugsað svo vel um hana og sýnt henni mikla hlýju og stuðning. Undir lokin kom síðan önnur kona og þær deildu herbergi saman, en fyrst og fremst minnist hún tímans fyrir það að þarna fer henni smátt og smátt að líða betur. „Ég hef líka farið í mikla sjálfsvinnu aðra,“ segir María sem enn stundar mjög reglubundið að mæta á AA fundi nokkrum sinnum í viku. „Í gegnum AA fundina og þetta samfélag sem mér finnst svo dásamlegt, kynnist ég seinna Sigurði Finnssyni og saman eignuðumst við Ingu Sigurðardóttur árið 2000. Við Siggi vorum mikið um tíma í Herbalife með Óskari bróður hans og fjölskyldu og það var mjög skemmtilegur tími þar sem við ferðumst víða og fleira,“ segir María. María og Sigurður skildu árið 2012 og viðurkennir María að hún hafi ekki viljað þann skilnað. „Ég myndi orða það þannig að með Sigga hélt ég að ég væri komin í höfn. Væri að byggja upp eitthvað fallegt og gott til framtíðar, enda gerðum við svo margt skemmtilegt saman. Þarna hugsaði ég með mér að nú vær ég loksins búin með minn pakka af erfiðleikum í lífinu.“ Þegar að dóttirin lamast Eftir skilnaðinn við Sigurð fór María í meiri sjálfsvinnu, sem hún segir að hafi gert sér gott og verið tímabært að hún færi í. Að vinna í sjálfri sér. Árin liðu og þá kom enn eitt áfallið. „Maðurinn hennar Jónu dóttur minnar, Steingrímur Ingi Stefánsson, starfar í kvikmyndageiranum og var staddur fyrir norðan þegar hann varð fertugur. Dóttir þeirra, Ugla, var fimm ára og var í sveit hjá ömmu sinni og afa rétt hjá. Jóna fór norður og saman áttu þau fjölskyldan yndislega afmælishelgi í bústað,“ segir María. „Á sunnudeginum er Jóna að keyra suður aftur og með Uglu í bílnum en Steingrímur varð eftir því hann var enn að vinna fyrir norðan. Á einum tímapunkti ákveður hún að fara fram úr bíl með tjaldvagni, sá engan bíl í baksýnispeglinum en flaskar á hliðarspeglinum,“ segir María. Afleiðingarnar voru harður árekstur og má segja að Jóna hafi verið klemmd undir jeppanum sem hún keyrði. „Þarna kemur almættið aftur inn því að bílstjórinn í bílnum fyrir aftan Jónu var sterkasti maður Akureyrar, fyrir framan hana var sjúkraliði í bíl og þar fyrir framan læknir í bíl eða eitthvað álíka. Allt þetta verður til þess að jeppanum er hreinlega lyft ofan af Jónu, það er hringt í þyrlu sem var akkúrat stödd rétt hjá og tveimur klukkustundum síðar var Jóna því komin í aðgerð á Landspítalanum,“ segir María, þakklát fyrir að ekki hafi farið verr. Því dóttir hennar er á lífi. „Við gerðum okkur samt enga grein fyrir því hversu alvarlegt þetta væri. Bara alls ekki. Ugla litla fékk þó bara eina kúlu á hausinn en við frétta af Jónu,“ segir María. Þegar að því kom að flytja átti fjölskyldunni tíðindin var prestur kallaður til. Það sem kom í ljós var að Jóna er lömuð. Ekki aðeins fætur og upp að brjósti heldur líka hendurnar. Þess vegna er hún í rafmagnshjólastól. Ég vildi ekki trúa þessu. Þetta áfall varð mér nánast ofviða. Ég get eiginlega ekki lýst því hvað mér fannst þetta erfiðar fréttir,“ segir María og bætir við: „Svo ótrúlega sem það hljómar var það sami prestur sem talaði við okkur vegna Jónu og hafði talað við fjölskylduna tuttugu árum fyrr vegna sambærilegs slys ef svo má segja. Ég veit að honum sjálfum fannst með ólíkindum að hann væri að taka svona samtal við sama fólkið aftur. Að sama fjölskylda væri aftur að lenda í svona alvarlegu.“ María segir samt svo margt dásamlegt hafa gerst síðan þá. „Steingrímur maðurinn hennar Jónu hefur staðið við hlið hennar eins og klettur. Samt veit ég að eftir slysið sagði Jóna við hann að hann gæti farið, hún myndi skilja það ef hann færi. En hann svaraði þá „Ég fer ekki fet!“ og hefur svo sannarlega staðið við það. Það sama má segja um Uglu sem nú er orðin níu ára og svo ótrúlega sterk með þetta allt saman,“ segir María og stoltið úr augunum sést langar leiðir. Þrátt fyrir erfið áföll allt frá barnæsku talar María mikið um fyrirgefningu, þakklæti og mikilvægi þess að sýna sögu gerenda líka skilning. Barnsfaðir hennar, Björn, hafi ekki verið slæmur maður heldur maður á slæmum stað og því sé banaslysið dæmi um hversu alvarlegar afleiðingar geta verið ef fólk sem glímir við andleg veikindi fær ekki aðstoð. María segist í dag loksins vera farna að hafa trú á sjálfri sér, hún trúi á æðri mátt, noti bænina mikið, að AA samfélagið hjálpi henni mikið og ekki síst það að eiga góða að.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Fyrirgefningin frekar en fórnarlamb Það er sagt að oft þegar alkóhólistar hefja sinn bata, eigi þeir hvað erfiðast með að fyrirgefa sjálfum sér. Hjá Maríu var fyrirgefningin stærra skref. „Það tók mig tíma að fyrirgefa sjálfri mér. Að átta mig á því að ég hefði val og þyrfti ekki að hlaupa til þótt einhver maður sýndi mér áhuga. Að ég gæti sagt Já eða Nei eða ákveðið sjálf hvað ég vildi gera og að ég stjórna því sjálf hvað ég vill gera,“ segir María. Í dag líður henni vel og segir lífið í nokkuð föstum skorðum. „Ég reyni að hjálpa til hjá Jónu eins og ég get og finnst gott að vera með börnunum mínum og þessum þremur ömmudætrum sem ég á og einfaldlega dýrka,“ segir María og talar líka um að þetta eigi við um fleiri. Ása og Inga hafi hjálpað systur sinni mikið, pabbi hennar standi alltaf eins og klettur með fjölskyldunni og svo mætti lengi áfram telja. „Þjóðin hefur líka sýnt sinn stuðning því frá því að Jóna lenti í slysinu hef ég hlaupið Reykjavíkurmaraþonið henni til stuðnings og finnst alltaf jafn vænt um þann stuðning sem maður finnur frá fólki þá.“ Hvaða ráð myndir þú gefa fólki sem gengur í gegnum erfið áföll eins og þú hefur gert? „Ég myndi fyrst nefna að vinna sig út úr því að vera fórnarlamb. Því ég var föst í því lengi og það er vondur staður að vera á. Ég lærði síðar að sættast við fortíðina því að henni breyti ég ekki. Njóta frekar augnabliksins og treysta því að hvað sem morgundagurinn ber í skauti sér þá verði það gott,“ segir María og útskýrir að þrátt fyrir allt geri hún sér líka grein fyrir því að margt gott hefur gerst. „Yngsta dóttir mín segir til dæmis stundum við mig að ef Marinó bróðir hennar hefði ekki dáið væri hún ekki til og ég einfaldlega hef þurft að samsinna því,“ segir María og brosir þakklátu brosi. „Mér finnst líka skipta miklu máli að sýna öðrum virðingu og skilning, líka gerendum. Það gerir engum gott að vera í reiði og fyrirgefa ekki. Bjössi var til dæmis ekki vondur maður. Hann hins vegar var veikur, afbrýðisemin hans fór út fyrir öll mörk en hann bjó líka yfir mörgu góðu. Og þótt ofbeldi sé aldrei réttlætanlegt þarf alltaf tvo til að deila. Ég þurfti að horfast í augum við sjálfan mig og minn hlut, taka ábyrgð á því sem sneri að mér.“ María segir hreyfingu líka skipta miklu máli. „Hreyfing og útivist skiptir mig mjög miklu máli og ég myndi alltaf segja að hreyfing hefur gífurlega mikil og jákvæð áhrif á andlega líðan.“ Loks segir þessi sterka kona: Það hefur líka hjálpað mér mikið að trúa á æðri mátt. Og að vera þakklát fyrir það sem ég hef því að það er svo mikilvægt að horfa á það sem maður hefur en ekki það sem maður hefur ekki. Ég nota bænina mjög mikið og er loksins farin að skilja hversu mikilvægt það er að finnast vænt um sjálfan mig. Því ég hjálpa best öðrum með því að hjálpa mér fyrst. Ég myndi segja að í dag sé ég loksins farin að hafa trú á sjálfri mér.“ Áskorun Fjölskyldumál Geðheilbrigði SÁÁ Góðu ráðin Tengdar fréttir Hamingjusamir hommar að lifa drauminn sinn á Kanarí Þeir hafa verið saman í tólf ár, eru ástfangnir upp fyrir haus og að lifa drauminn sinn á Kanarí. Annar heitir Ragnar Jakob Kristinsson, fæddur árið 1964 en hinn Sigurður Hólmar Karlsson, fæddur árið 1961. 28. maí 2023 08:00 Vildi oft deyja: „Ég fékk bara ógeð á sjálfri mér“ „Já ég man mjög vel eftir því. Það var einn daginn þegar að ég vaknaði einhvers staðar að ég held í Breiðholtinu eftir mikið djamm og leit í spegil. Og ég fékk bara ógeð á sjálfri mér,“ svarar Hafrún Ósk Hafsteinsdóttir aðspurð um það hvort hún muni eftir því augnabliki þegar hún tók ákvörðun um að snúa við blaðinu, hætta í neyslu, óska eftir aðstoð við andlegum veikindum sínum og hreinlega taka ákvörðun um að vilja lifa. 14. maí 2023 08:01 Makamissir: Tilkynntu trúlofunina á Facebook og hann lést nokkrum stundum síðar Það gekk allt upp eins og í sögu: Þau kynntust á Tinder, smullu saman þegar þau hittust. Urðu eiginlega strax kærustupar. 16. apríl 2023 08:01 Lífið með Parkinson: „Þetta er ekki minningagrein“ „Þetta er ekki minningagrein. Mér finnst mikilvægt að hafa þetta skemmtilegt líka,“ segir Magnús Bragason þegar viðtalinu er að ljúka. 9. apríl 2023 07:00 Makamissir og veikindi: „Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim“ „Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ segir Rúna Didriksen um sársaukann og sorgina sem fylgir því að missa maka sinn til áratuga, en Rúna missti einnig son í bílslysi árið 1987. 26. mars 2023 07:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
Þannig að þú heldur að hann hafi ætlað ykkur illt? „Já.“ Saga Maríu Kristínar Þorleifsdóttur er átakanleg. Og svo erfið á köflum að það er ekki hægt annað en að taka andköf. Alin upp í óreglu, í ofbeldissamböndum sem ung kona, fjögurra barna móðir sem missir eitt barn í bílslysi og á annað barn sem lamast tuttugu árum síðar í öðru bílslysi. Kona sem glímdi við mikla áfengisfíkn en hefur stundað sína edrúmennsku í yfir tuttugu ár, er áberandi myndarleg og yfirveguð í fasi þegar samtalið fer fram því já; María er hreinlega gullfalleg og það er aðdáunarvert að fylgjast með henni þegar hún segir frá á sinn rólega og yfirvegaða hátt. Þó eru svo mörg atvikin það þungbær að stundum er erfitt að meðtaka söguna. Sjálf segir María: „Fyrirgefning er það sem er mér efst í huga.“ Áskorun á Vísi fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag ætlum við að fjalla um áföll og mikilvægi fyrirgefningar, þakklætis og sjálfsvinnu. Marinó Kristinn Björnsson lést þann 9. október 1997 en María telur að faðir hans hafi af ásetningi keyrt bílinn yfir á öfugan vegarhelming vegna þess að þau voru nýskilin og hann gat ekki hugsað sér að annar maður fengi Maríu né myndi ala son hans upp. Tuttugu árum síðar lendir Jóna dóttir Maríu í bílslysi og lamast. Dóttir Jónu var þá fimm ára. Ein leiðin sem María nýtir til að styrkja sína andlegu vellíðan er útivist og hreyfing. María María er fædd í Reykjavík en alin upp á svo miklu flakki að það er erfitt að festa reiður á það hvernig æskan var. Því hún var ýmist hér eða þar: Í Reykjavík, í Grindavík, í Vestmanneyjum, aftur í Grindavík og víðar. „Ég var reyndar samfellt í grunnskóla á Seltjarnarnesi í tvö og hálft ár,“ segir hún sigri hrósandi eftir nokkra upptalningu um mismunandi búsetustaði. María bjó þó langdvölum hjá ömmu sinni og afa á Óðinsgötu þar sem henni leið vel. En einelti og fleira er þó það sem kemur fyrst upp í hugann þegar hún rifjar upp æskuárin og það flakk sem æskunni fylgdi. Foreldrar Maríu eru Þorleifur Kristinn Valdimarsson og Guðbjörg Pálmadóttir en þau skildu þegar María var sex ára. „Mamma flutti þá með okkur systurnar til Vestmannaeyja en okkur var ekkert sagt að þau væru skilin. Heldur bara að pabbi kæmi ekki með núna. Þegar við spurðum síðan stundum um pabba, því hann bara hvarf, var síðar stundum sagt við okkur að við myndum hvort eð er ekkert skilja þetta fyrr en við værum eldri,“ segir María og lýsir þarna nokkuð vel þeim tíðaranda þegar það þótti almennt óþarft að eiga samtöl við börn, eða skýra nokkuð út fyrir þeim. María er fædd árið 1962 og er elst þriggja systra. Systur hennar eru Hafdís Þorleifsdóttir, sem er tveimur árum yngri en María og síðan hálfsystirin Rósa Ólafsdóttir, sem er níu árum yngri og fædd í Vestmannaeyjum. Á heimili Maríu var mikil drykkja og lýsir María ástandinu þannig að óreglan hafi verið mjög mikil og mamma hennar einfaldlega mjög veik kona. Þegar María var tveggja ára lenti hún í bílslysi og höfuðkúpubrotnaði. Að þetta hafi verið fyrsta áfallið á hennar ævi er athyglisvert í ljósi alls þessa sem síðar hefur gerst. „Fyrsta áfallið sem ég man þó eftir sjálf var gosið í Eyjum,“ segir María. Sextán ára eignast María kærasta, Sveinbjörn Ottesen og flytur fljótt heim til hans. „Þarna eignaðist ég hreinlega dásamlega tengdafjölskyldu sem mér þykir enn í dag óskaplega vænt um, enda er þetta svo gott fólk,“ segir María sem fljótt varð ófrísk. María og Sveinbjörn eignuðust tvær dætur. Sú eldri heitir Ása Ottesen en hún er fædd árið 1979. Sú yngri heitir Jóna Elísabet Ottesen og er fædd árið 1982. „Við bjuggum í bænum en þegar Sveinbjörn fékk vinnu á Sigló fluttum við þangað. Og það sem var svo skemmtilegt var að ári síðar fluttu tengdaforeldrar mínir þangað og enn síðar mágur og mágkona og hann býr þar enn!“ segir María og hlær. María og Sveinbjörn skildu árið 1990. Varstu byrjuð að drekka mikið þá? „Ég myndi lýsa drykkjunni minni þannig að ég hafi drukkið illa frá fyrsta sopa. Ég byrjaði að drekka 16 ára og jú, auðvitað fylgdi þessu tímabili drykkja því þetta er á þeim tíma sem sveitaböllin voru og fleira. En fyrst og fremst myndi ég segja að ég hafi einfaldlega alltaf drukkið illa á meðan að ég drakk.“ María Kristín á þrjár dætur; Ásu og Jónu Elísabetu Ottesen og Ingu Sigurðardóttur. Eiginmaður Jónu heitir Steingrímur Ingi Steingrímsson, alltaf kallaður Ingi. Á efri mynd til hægri má sjá mæðgurnar eftir Reykjavíkurmaraþon til styrktar Jónu, en María hefur hlaupið það maraþon frá því að slysið var og segir stuðninginn frá þjóðinni ótrúlegan. Leitin að hamingjunni María var fljótt komin í annað samband eftir skilnað. „Sjálfsmatið mitt var ekkert á þessum tíma. Um leið og karlmaður blikkaði mig náði hann mér alveg, það þurfti ekki meira. Því að ég var auðvitað bara að leita af ást og hlýju. Um leið og einhver sýndi mér einhvern smá áhuga greip ég það,“ segir María. Sambandið gekk um tíma en ekki til lengdar. Árið 1993 kynnist hún Birni Valberg, öðrum barnsföður sínum. „Bjössi var svo æðislegur í byrjun og fjölskyldan hans tók mér og dætrunum svo vel. Bjössi gerði allt fyrir mig og ég var ekkert smá hrifin, þarna var draumaprinsinn minn loksins komin,“ segir María. Fljótt fóru þó brestir að sýna sig. „Það var drykkja og ofbeldi og það ofbeldi var svo mikið að þegar að ég var til dæmis ófrísk af syni okkar, Marinó Kristni, virtist það ekkert stoppa Bjössa, hann lamdi mig samt,“ segir María og bætir við: ,,En ég sagði auðvitað ekki frá og gerði allt til að fela hvað væri í gangi. Ég man til dæmis eftir einu skipti þegar að ég fór rifbeinsbrotin á slysó eftir barsmíðar Bjössa og sagði þeim þar að ég hefði verið á bar kvöldinu áður og einhver ókunnugur maður hefði einfaldlega komið og gert mér þetta.“ Ofbeldi og drykkja var þó ekki allt, því María segir að oft hafi það sem gekk á meira verið í átt við einhvers konar geðveiki. Stundum bað hann mig til dæmis um að berja sig. Þá átti ég að lemja hann. Því með því að lemja hann þá var hann ekki eins sekur. Fyrir utan það, að þegar hann var búinn að vera vondur við mig eða lemja, þá baðst hann auðvitað fyrirgefningar á öllu saman, sagði að þetta væri í raun mér að kenna því ég hafði ýmist gert eitthvað eða sagt eitthvað sem fékk hann til að gera þetta,“ segir María og bætir við: „Á þessum tíma var ég samt svo illa haldin og meðvirk að ég var eiginlega mest þakklát fyrir það að hann lamdi mig oftast bara á kvöldin eða þegar stelpurnar voru ekki heima. Ég var svo fegin því að stelpurnar væru ekki að sjá þetta.“ María segir þó mikilvægt að taka það fram að sjálf hafi hún átt sitthvað í því hvernig sambandið var. Það sem þar hafi gengið á hafi alls ekki allt verið Bjössa að kenna. „Bjössi er gott dæmi um hversu miklu máli það skiptir að fá hjálp þegar það eru andleg veikindi. Ég held satt best að segja að hann hafi sjálfur ekki áttað sig á því hvað honum leið illa. Út á við var hann glaður og kátur en heima við sýndi hann sínar verstu hliðar. Oft í drykkju en ekki aðeins þá. Bjössi var samt barngóður og átti margar góðar hliðar. Undirliggjandi voru veikindi og mikil vanlíðan og það tel ég mikilvægt að fólk skilji.“ Ári eftir að Marinó Kristinn lést í bílslysinu, var tekið viðtal við mæðgurnar en María segist engan veginn hafa verið búin að vinna sig nægilega vel eftir sonarmissinn, ofbeldið og önnur áföll þá. Það taki lengri tíma og þá ekki síst sú vinna að fyrirgefa sjálfum sér. Löngu seinna áttaði hún sig á því að besta leiðin til að hjálpa öðrum, er að hjálpa sjálfum sér fyrst. Byrlun Loks kom að því að María trúði Hafdísi systur sinni fyrir því hvað væri í gangi, en þær systur eru afar nánar. „Hafdís vildi auðvitað koma mér út úr þessum aðstæðum strax en ég vildi láta þetta ganga og passaði alltaf upp á að fólk væri ekki að fatta neitt. Enda var Bjössi alltaf svo hress og skemmtilegur innan um fólk,“ segir María. Sonurinn Marinó Kristinn fæddist þann 24.mars árið 1995. „Mér þykir afar vænt um þetta nafn því Marinó var skýrður í höfuðið á mér, María Kristín og síðan er millinafnið hans pabba líka Kristinn.“ María segir eitt af því sem hafi einkennst ruglið í sambandinu hjá henni og Bjössa hafi verið fyrirgefningin. „Ofbeldið jókst og jókst en því fylgdi síðan alltaf mikill grátur þar sem Bjössa leið mjög illa, baðst fyrirgefningar og sá á eftir öllu saman. Í raun gátu hliðarnar hans verið jafn miklar öfgar í báðar áttir: Þær slæmu og þær góðu. Því þær góðu voru mjög ástríðufullar og hlýjar. Það er eins og þetta hafi gengið jafn langt í báðar áttir.“ Smátt og smátt fór spennan þó að vera viðvarandi því María átti erfiðara og erfiðara um vik að fyrirgefa. En þá fóru að koma upp undarleg atvik. Ég drakk líka á þessum tíma en sífellt oftar fór ég að ranka við mér á morgnana og átta mig á því að ég hreinlega myndi ekki neitt. Minnisleysið hjá mér var algjört en oft sagði hann þá við mig hluti eins og „Jæja, þú varst nú heldur betur kát í gær….“ til að láta mig vita að fyrirgefningin hefði greinilega átt sér stað.“ María mundi samt ekki neitt en þegar hún fann hvítt duft í poka, runnu á hana tvær grímur. „Ég áttaði mig á því að þetta væri eitthvað skrýtið og þótt við vitum í dag að verið sé að byrla fyrir fólki með því að setja eitthvað í glasið þeirra, var það ekki orðið þekkt þá. En þegar að ég fann þetta hvíta duft í pokanum áttaði ég mig samt á því að Bjössi væri greinilega að byrla mér með einhverju. Því það hvað ég virtist missa oft rænu og allt minni stóðst engan veginn.“ María fór til Hafdísar með pokann og saman fóru þær til lögreglunnar. Því María óttaðist einfaldlega um líf sitt. „Á lögreglustöðinni sagði ég þeim frá öllu og bað um að duftið yrði rannsakað. Því að ég var orðin hrædd um að Bjössi myndi gera mér eitthvað. Ég fæ það aldrei skilið, en einhverra hluta vegna virðist sem duftið og rannsóknin hafi einfaldlega ratað ofan í skúffu því ekkert var gert.“ Stuttu síðar skildi María við Bjössa. María reyndi mikið að fela ofbeldið sem hún bjó við en leitaði þó til lögreglunnar þegar að hún áttaði sig á því að Björn væri að byrla henni ólyfjðan. María segist hafa fundið á sér að Bjössi ætlaði þeim eitthvað illt þegar bílslysið var, enda var afbrýðissemin hans slík. Hún segir samt mikilvægt að fólk átti sig á því að Björn var í mikilli vanlíðan sjálfur og hefði fyrst og fremst þurft að fá hjálp. Þá segir hún að þótt ofbeldi sé aldrei réttlætanlegt, þurfi maður alltaf að taka ábyrgð á sínum hluta og vinna úr honum. Að festast í gryfju fórnarlambshugsunar geri engum gott. Banaslysið Björn starfaði sem flutningabílstjóri þegar að María og hann kynntust en hætti því starfi og fór að vinna á einni af videóleigum föður Maríu, sem átti þó nokkrar. „Pabbi er svona businesskarl og átti til dæmis Donald vídeóleiguna við Hrísateig, Ljónið vídeó á Dunhaga og hlut í Sesar vídeóleigunni. Pabbi stofnaði Ljónið á Eiðistorgi þegar bjórinn kom,“ segir María til útskýringar. Hún segir það hafa átt vel við Bjössa að vinna á vídeóleigunni því þar var hún sjálf að vinna og því auðvelt með að fylgjast enn betur með henni. „Ég var alltaf undir eftirliti hjá honum. Og spurningarnar voru líka endalausar. Eins og Hvers vegna varstu svona lengi að tala við Hafdísi? Um hvað voruð þið að tala? Eða ef ég horfði til vinstri eða hægri á einhvern á vídeóleigunni, þá kom spurningin: Hvers vegna varstu að horfa á hann?“ segir María og útskýrir að í svona ofbeldissamböndum endi maður með að vera alltaf á vaktinni að passa sig á að segja ekkert eða gera neitt sem gæti vakið upp reiði hjá viðkomandi. „Eftir að við skildum vildi Bjössi að við myndum ræða málin saman og hvort ekki væri hægt að laga sambandið. Sem ég sagði að væri ekki hægt en lét til leiðast um að við myndum fara í viðræðubíltúr og ræða málin,“ segir María. Sonurinn Marinó Kristinn var tveggja og hálfs árs þegar þetta var og planið var að Jóna ætlaði að passa hann. Þegar dagskráin hennar breyttist, enduðu þau þrjú í bílnum: Bjössi, María og Marinó. „Við rúntuðum í Mosó og stoppuðum þar og fengum okkur að borða. Síðan héldum við áfram að rúnta, Marinó var orðinn frekar þreyttur og ég sagði við Bjössa að það væri kominn tími á að keyra okkur bara heim því við værum ekkert að fara að byrja saman aftur,“ segir María þegar hún lýsir síðustu mínútunum fyrir slysið örlagaríka. „Hann stoppaði samt í Sælands vídeói í Mosó og sagðist þurfa að stökkva þar inn, spurði mig hvort ég vildi eitthvað. Ég sagði Nei, enda var það þannig að eftir að ég fann hvíta duftið treysti ég honum ekki fyrir neinu. Þannig að þegar að hann spurði mig til dæmis hvort ég vildi sopa af appelsíninu sem hann kom með út úr sjoppunni, sagði ég Nei,“ segir María og bætir við: Ég fann á mér að það væri eitthvað að fara að gerast. Ég fann á mér að hann væri að fara að gera eitthvað illt. Því við höfðum ekkert rætt neitt saman í þessum bíltúr og þetta var allt svo skrýtið. Ég man að þegar að hann stökk inn í sjoppuna, leit ég aftur í bílinn og tékkaði á því hvort Marinó væri ekki örugglega vel spenntur í stólnum. Sem hann var.“ Hvað gerðist svo? „Það má segja að almættið hafi tekið við því ég man ekkert hvað gerðist næst. Sem þýðir að ég man ekkert frá bílslysinu né hvernig það gerðist. Hreinlega ekki neitt,“ svarar María. Skýringar á slysinu hafa aldrei legið ljóst fyrir að sögn Maríu. Slysið varð á Vesturlandsvegi og er lýst af ökumanni hins bifreiðarinnar, sem var flutningabíll, þannig að allt í einu hafi fólksbíll Bjössa verið kominn á hinn vegarhelminginn þannig að bílarnir skullu saman. „Sá bílstjóri slasaðist ekki en hann hringdi í mig um ári síðar til að athuga hvernig ég hefði það. Þá sagði hann mér að nokkrum dögum fyrir slysið hefði hann heyrt óvænt í Bjössa, þeir þekktust frá því að Bjössi var sjálfur að keyra. Það skrýtna var líka að þessi maður sagðist hafa verið pantaður til að keyra þessa leið á þessum tíma,“ segir María og viðurkennir að þetta sé eitt af þeim atriðum sem hún telur benda til þess að slysið hafi gerst með ásetningi. Hafdís systir Maríu var vakin og sofin yfir Maríu fyrstu vikurnar og mánuðina eftir að hún sjálf lenti í slysinu og tuttugu árum síðar segir hún fjölskylduna enn standa eins og klettur saman. María á í dag þrjár ömmudætur og að oft minni yngsta dóttirin hennar, Inga, hana á að ef Marinó litli hefði ekki dáið, hefði hún sjálf ekki fæðst. Í dag segist María gera sér grein fyrir því að fortíðinni geti hún ekki breytt og mikilvægast sé að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur, frekar en að einblína á það sem maður hefur ekki. Sorgin Þremur dögum eftir slysið segir í frétt Í Morgunblaðinu: „Konan á fertugsaldri sem lenti í alvarlegu bílslysi sl. fimmtudag á Vesturlandsvegi er mikið slösuð en ekki talin í lífshættu, samkvæmt upplýsingum frá gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur á laugardag. Sonur hennar og faðir hans létust í slysinu en ökumaður hins bílsins er ekki í lífshættu. Konan er með fjöláverka og er haldið sofandi.“ María var ekki vakin fyrr en fimm til sex dögum eftir slysið. Enn mundi hún þá ekki neitt. María hafði kjálkabrotnað og brotnað víðar í andliti og líkama og var meðal annars spengd um munninn þannig að hún gat ekki talað og var mjög verkjuð. „Þeir treystu mér ekki til þess að fá að vita strax hvað gerðist en eina nóttina dreymdi mig þá báða, Marinó og Bjössa. Mér fannst eins og þeir væru í sitthvoru sjúkrarúminu en hlið við hlið og þarna voru fullt af læknum að sinna þeim,“ segir María og bætir við: „Ég fór því að spyrja aftur og aftur: Hvar eru þeir?“ Á endanum var ákveðið að segja Maríu fréttirnar. Fjölskyldan var kölluð til og prestur. „Þeir byrjuðu á því að segja mér frá Bjössa en það var einfaldlega hægt að sjá á viðbrögðunum mínum að þær fréttir voru ekki að koma mjög illa við mig. Hins vegar reyndi ég, með spengdan munninn, að spyrja um Marinó ítrekað: En hvar er Marinó, hvar er Marinó, HVAR er Marinó….“ Þögn. Að hlusta á móður lýsa því hvernig hún móttekur fréttir um að ungt barn hennar hafi látist í bílslysi er í raun ekki eitthvað sem svo auðveldlega lýsist með orðum. Öðruvísi en að það er átakanlegra en orð fá lýst. Og sárt. Við höldum samtalinu áfram en næstu mínúturnar eru erfiðar. Ég sá engan tilgang lengur. Ég sá ekki hvernig ég ætti að meika þetta líf. Ásakanirnar voru svo miklar: Af hverju fór ég? Hvers vegna tók ég hann með? Hvað ef, hvað ef? ….“ Áður en Jóna dóttir Maríu lamaðist í bílslysi, taldi María að hún væri búin að upplifa sinn skerf af erfiðum áföllum. Að takast á við þær fréttir hversu mikið Jóna slasaðist fannst henni erfiðari en orð fá lýst. Fyrst og fremst segist María þó þakklát því að Jóna er á lífi og hún segir yndislegt að fylgjast með því hvernig Ingi maður Jónu og Ugla dóttir hennar hafi staðið eins og klettur við hlið Jónu í gegnum allt ferlið. Þar sé sterk og samhent fjölskylda á ferð. Þegar vonin vaknaði Það tók Maríu vikur og mánuði að jafna sig eftir slysið. Eftir fimm vikur var hún útskrifuð af sjúkrahúsinu og þá tók við endurhæfing á Grensás. „Hafdís systir vakti yfir mér dag og nótt á sjúkrahúsinu og næstu vikur og mánuði á eftir. Hún fórnaði sínu eigin heimili og fjölskyldu til að hjálpa mér. Pabbi hefur alltaf staðið með mér eins og klettur og eftir slysið reyndi mamma líka að hjálpa af veikum mætti, en var auðvitað bara á svo vondum stað sjálf.“ En ég var illa farin og langt niðri og ekki síst álag á dæturnar að þurfa að taka á móti mér heima í þessu ástandi,“ segir María en viðurkennir að henni finnst margt vera eins og í móðu frá þessum tíma. Ég fór að drekka og deyfa mig alla daga. Ég var svo tóm. Og sá ekki tilganginn. Mamma hafði verið mikil pillukerling þannig að ég hafði aldrei viljað lyf. En auðvitað fékk ég svefnlyf og fleira, annars hefði ég ekki sofið neitt. Drakk síðan ofan í lyfin og misnotaði þau til að deyfa mig.“ María fór á Vog og síðar í eftir meðferð á Staðarfell. „Hafdís segir einn daginn við mig ,,Jæja María mín, er þetta ekki bara komið gott…,“ segir María um fyrsta samtalið þar sem það var rætt að hún færi í meðferð. „Ég kom fyrst af fjöllum. Því mér fannst ég alls ekki vera neinn alkóhólisti. Ég var fyrst og fremst bara fórnarlamb og fannst lífið hafa leikið mig illa,“ segir María sem þó samþykkti um hálftíma síðar samþykkti að fara í meðferð. Nokkrum dögum síðar var hún komin inn á Vog. „Og þar bara gerðist eitthvað. Í fyrsta sinn frá því að ég mundi eftir mér var ég komin á meðal jafningja. Því þetta samfélag sem fíkn og alkóhólismi er gerir ekki greinamun á fólki. Á Vogi var kapella sem ég leitaði mikið í og það var í rauninni á Vogi sem það vaknaði hjá mér einhver von um betra líf,“ segir María. Þótt Staðarfell hafi verið meðferð fyrir karlmenn, fékk María leyfi hjá Þórarinn Tyrfingssyni til að fara þangað. „Mig vantaði bara að komast sem lengst í burtu og vildi því ekki fara á Vík. Ég bað Þórarinn því um að fá að fara á Staðarfell og hann svaraði einfaldlega: Mæja mín, við gerum allt sem þarf til að hjálpa þér.“ Tíminn á Staðarfelli var líka yndislegur þar sem María segir karlmennina á staðnum hafa hugsað svo vel um hana og sýnt henni mikla hlýju og stuðning. Undir lokin kom síðan önnur kona og þær deildu herbergi saman, en fyrst og fremst minnist hún tímans fyrir það að þarna fer henni smátt og smátt að líða betur. „Ég hef líka farið í mikla sjálfsvinnu aðra,“ segir María sem enn stundar mjög reglubundið að mæta á AA fundi nokkrum sinnum í viku. „Í gegnum AA fundina og þetta samfélag sem mér finnst svo dásamlegt, kynnist ég seinna Sigurði Finnssyni og saman eignuðumst við Ingu Sigurðardóttur árið 2000. Við Siggi vorum mikið um tíma í Herbalife með Óskari bróður hans og fjölskyldu og það var mjög skemmtilegur tími þar sem við ferðumst víða og fleira,“ segir María. María og Sigurður skildu árið 2012 og viðurkennir María að hún hafi ekki viljað þann skilnað. „Ég myndi orða það þannig að með Sigga hélt ég að ég væri komin í höfn. Væri að byggja upp eitthvað fallegt og gott til framtíðar, enda gerðum við svo margt skemmtilegt saman. Þarna hugsaði ég með mér að nú vær ég loksins búin með minn pakka af erfiðleikum í lífinu.“ Þegar að dóttirin lamast Eftir skilnaðinn við Sigurð fór María í meiri sjálfsvinnu, sem hún segir að hafi gert sér gott og verið tímabært að hún færi í. Að vinna í sjálfri sér. Árin liðu og þá kom enn eitt áfallið. „Maðurinn hennar Jónu dóttur minnar, Steingrímur Ingi Stefánsson, starfar í kvikmyndageiranum og var staddur fyrir norðan þegar hann varð fertugur. Dóttir þeirra, Ugla, var fimm ára og var í sveit hjá ömmu sinni og afa rétt hjá. Jóna fór norður og saman áttu þau fjölskyldan yndislega afmælishelgi í bústað,“ segir María. „Á sunnudeginum er Jóna að keyra suður aftur og með Uglu í bílnum en Steingrímur varð eftir því hann var enn að vinna fyrir norðan. Á einum tímapunkti ákveður hún að fara fram úr bíl með tjaldvagni, sá engan bíl í baksýnispeglinum en flaskar á hliðarspeglinum,“ segir María. Afleiðingarnar voru harður árekstur og má segja að Jóna hafi verið klemmd undir jeppanum sem hún keyrði. „Þarna kemur almættið aftur inn því að bílstjórinn í bílnum fyrir aftan Jónu var sterkasti maður Akureyrar, fyrir framan hana var sjúkraliði í bíl og þar fyrir framan læknir í bíl eða eitthvað álíka. Allt þetta verður til þess að jeppanum er hreinlega lyft ofan af Jónu, það er hringt í þyrlu sem var akkúrat stödd rétt hjá og tveimur klukkustundum síðar var Jóna því komin í aðgerð á Landspítalanum,“ segir María, þakklát fyrir að ekki hafi farið verr. Því dóttir hennar er á lífi. „Við gerðum okkur samt enga grein fyrir því hversu alvarlegt þetta væri. Bara alls ekki. Ugla litla fékk þó bara eina kúlu á hausinn en við frétta af Jónu,“ segir María. Þegar að því kom að flytja átti fjölskyldunni tíðindin var prestur kallaður til. Það sem kom í ljós var að Jóna er lömuð. Ekki aðeins fætur og upp að brjósti heldur líka hendurnar. Þess vegna er hún í rafmagnshjólastól. Ég vildi ekki trúa þessu. Þetta áfall varð mér nánast ofviða. Ég get eiginlega ekki lýst því hvað mér fannst þetta erfiðar fréttir,“ segir María og bætir við: „Svo ótrúlega sem það hljómar var það sami prestur sem talaði við okkur vegna Jónu og hafði talað við fjölskylduna tuttugu árum fyrr vegna sambærilegs slys ef svo má segja. Ég veit að honum sjálfum fannst með ólíkindum að hann væri að taka svona samtal við sama fólkið aftur. Að sama fjölskylda væri aftur að lenda í svona alvarlegu.“ María segir samt svo margt dásamlegt hafa gerst síðan þá. „Steingrímur maðurinn hennar Jónu hefur staðið við hlið hennar eins og klettur. Samt veit ég að eftir slysið sagði Jóna við hann að hann gæti farið, hún myndi skilja það ef hann færi. En hann svaraði þá „Ég fer ekki fet!“ og hefur svo sannarlega staðið við það. Það sama má segja um Uglu sem nú er orðin níu ára og svo ótrúlega sterk með þetta allt saman,“ segir María og stoltið úr augunum sést langar leiðir. Þrátt fyrir erfið áföll allt frá barnæsku talar María mikið um fyrirgefningu, þakklæti og mikilvægi þess að sýna sögu gerenda líka skilning. Barnsfaðir hennar, Björn, hafi ekki verið slæmur maður heldur maður á slæmum stað og því sé banaslysið dæmi um hversu alvarlegar afleiðingar geta verið ef fólk sem glímir við andleg veikindi fær ekki aðstoð. María segist í dag loksins vera farna að hafa trú á sjálfri sér, hún trúi á æðri mátt, noti bænina mikið, að AA samfélagið hjálpi henni mikið og ekki síst það að eiga góða að.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Fyrirgefningin frekar en fórnarlamb Það er sagt að oft þegar alkóhólistar hefja sinn bata, eigi þeir hvað erfiðast með að fyrirgefa sjálfum sér. Hjá Maríu var fyrirgefningin stærra skref. „Það tók mig tíma að fyrirgefa sjálfri mér. Að átta mig á því að ég hefði val og þyrfti ekki að hlaupa til þótt einhver maður sýndi mér áhuga. Að ég gæti sagt Já eða Nei eða ákveðið sjálf hvað ég vildi gera og að ég stjórna því sjálf hvað ég vill gera,“ segir María. Í dag líður henni vel og segir lífið í nokkuð föstum skorðum. „Ég reyni að hjálpa til hjá Jónu eins og ég get og finnst gott að vera með börnunum mínum og þessum þremur ömmudætrum sem ég á og einfaldlega dýrka,“ segir María og talar líka um að þetta eigi við um fleiri. Ása og Inga hafi hjálpað systur sinni mikið, pabbi hennar standi alltaf eins og klettur með fjölskyldunni og svo mætti lengi áfram telja. „Þjóðin hefur líka sýnt sinn stuðning því frá því að Jóna lenti í slysinu hef ég hlaupið Reykjavíkurmaraþonið henni til stuðnings og finnst alltaf jafn vænt um þann stuðning sem maður finnur frá fólki þá.“ Hvaða ráð myndir þú gefa fólki sem gengur í gegnum erfið áföll eins og þú hefur gert? „Ég myndi fyrst nefna að vinna sig út úr því að vera fórnarlamb. Því ég var föst í því lengi og það er vondur staður að vera á. Ég lærði síðar að sættast við fortíðina því að henni breyti ég ekki. Njóta frekar augnabliksins og treysta því að hvað sem morgundagurinn ber í skauti sér þá verði það gott,“ segir María og útskýrir að þrátt fyrir allt geri hún sér líka grein fyrir því að margt gott hefur gerst. „Yngsta dóttir mín segir til dæmis stundum við mig að ef Marinó bróðir hennar hefði ekki dáið væri hún ekki til og ég einfaldlega hef þurft að samsinna því,“ segir María og brosir þakklátu brosi. „Mér finnst líka skipta miklu máli að sýna öðrum virðingu og skilning, líka gerendum. Það gerir engum gott að vera í reiði og fyrirgefa ekki. Bjössi var til dæmis ekki vondur maður. Hann hins vegar var veikur, afbrýðisemin hans fór út fyrir öll mörk en hann bjó líka yfir mörgu góðu. Og þótt ofbeldi sé aldrei réttlætanlegt þarf alltaf tvo til að deila. Ég þurfti að horfast í augum við sjálfan mig og minn hlut, taka ábyrgð á því sem sneri að mér.“ María segir hreyfingu líka skipta miklu máli. „Hreyfing og útivist skiptir mig mjög miklu máli og ég myndi alltaf segja að hreyfing hefur gífurlega mikil og jákvæð áhrif á andlega líðan.“ Loks segir þessi sterka kona: Það hefur líka hjálpað mér mikið að trúa á æðri mátt. Og að vera þakklát fyrir það sem ég hef því að það er svo mikilvægt að horfa á það sem maður hefur en ekki það sem maður hefur ekki. Ég nota bænina mjög mikið og er loksins farin að skilja hversu mikilvægt það er að finnast vænt um sjálfan mig. Því ég hjálpa best öðrum með því að hjálpa mér fyrst. Ég myndi segja að í dag sé ég loksins farin að hafa trú á sjálfri mér.“
Áskorun Fjölskyldumál Geðheilbrigði SÁÁ Góðu ráðin Tengdar fréttir Hamingjusamir hommar að lifa drauminn sinn á Kanarí Þeir hafa verið saman í tólf ár, eru ástfangnir upp fyrir haus og að lifa drauminn sinn á Kanarí. Annar heitir Ragnar Jakob Kristinsson, fæddur árið 1964 en hinn Sigurður Hólmar Karlsson, fæddur árið 1961. 28. maí 2023 08:00 Vildi oft deyja: „Ég fékk bara ógeð á sjálfri mér“ „Já ég man mjög vel eftir því. Það var einn daginn þegar að ég vaknaði einhvers staðar að ég held í Breiðholtinu eftir mikið djamm og leit í spegil. Og ég fékk bara ógeð á sjálfri mér,“ svarar Hafrún Ósk Hafsteinsdóttir aðspurð um það hvort hún muni eftir því augnabliki þegar hún tók ákvörðun um að snúa við blaðinu, hætta í neyslu, óska eftir aðstoð við andlegum veikindum sínum og hreinlega taka ákvörðun um að vilja lifa. 14. maí 2023 08:01 Makamissir: Tilkynntu trúlofunina á Facebook og hann lést nokkrum stundum síðar Það gekk allt upp eins og í sögu: Þau kynntust á Tinder, smullu saman þegar þau hittust. Urðu eiginlega strax kærustupar. 16. apríl 2023 08:01 Lífið með Parkinson: „Þetta er ekki minningagrein“ „Þetta er ekki minningagrein. Mér finnst mikilvægt að hafa þetta skemmtilegt líka,“ segir Magnús Bragason þegar viðtalinu er að ljúka. 9. apríl 2023 07:00 Makamissir og veikindi: „Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim“ „Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ segir Rúna Didriksen um sársaukann og sorgina sem fylgir því að missa maka sinn til áratuga, en Rúna missti einnig son í bílslysi árið 1987. 26. mars 2023 07:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
Hamingjusamir hommar að lifa drauminn sinn á Kanarí Þeir hafa verið saman í tólf ár, eru ástfangnir upp fyrir haus og að lifa drauminn sinn á Kanarí. Annar heitir Ragnar Jakob Kristinsson, fæddur árið 1964 en hinn Sigurður Hólmar Karlsson, fæddur árið 1961. 28. maí 2023 08:00
Vildi oft deyja: „Ég fékk bara ógeð á sjálfri mér“ „Já ég man mjög vel eftir því. Það var einn daginn þegar að ég vaknaði einhvers staðar að ég held í Breiðholtinu eftir mikið djamm og leit í spegil. Og ég fékk bara ógeð á sjálfri mér,“ svarar Hafrún Ósk Hafsteinsdóttir aðspurð um það hvort hún muni eftir því augnabliki þegar hún tók ákvörðun um að snúa við blaðinu, hætta í neyslu, óska eftir aðstoð við andlegum veikindum sínum og hreinlega taka ákvörðun um að vilja lifa. 14. maí 2023 08:01
Makamissir: Tilkynntu trúlofunina á Facebook og hann lést nokkrum stundum síðar Það gekk allt upp eins og í sögu: Þau kynntust á Tinder, smullu saman þegar þau hittust. Urðu eiginlega strax kærustupar. 16. apríl 2023 08:01
Lífið með Parkinson: „Þetta er ekki minningagrein“ „Þetta er ekki minningagrein. Mér finnst mikilvægt að hafa þetta skemmtilegt líka,“ segir Magnús Bragason þegar viðtalinu er að ljúka. 9. apríl 2023 07:00
Makamissir og veikindi: „Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim“ „Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ segir Rúna Didriksen um sársaukann og sorgina sem fylgir því að missa maka sinn til áratuga, en Rúna missti einnig son í bílslysi árið 1987. 26. mars 2023 07:00