Ætlar að hætta að leika og flytja til Frakklands Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. júní 2023 11:40 Cranston hlakkar til að hætta að leika, kynnast nýjum vinum og drekka gott vín. Getty Leikarinn Bryan Cranston hefur tilkynnt um áform sín um að setjast í helgan stein. Stefnir hann á að hætta að leika árið 2026, þegar hann verður sjötugur, og flytja til Frakklands. Þetta kemur fram í viðtali Cranston við tímaritið British GQ. Þar segist hann jafnframt hafa plön um að leggja niður framleiðslufyrirtæki sitt, Moonshine Entertainment. Leikarinn er að sjálfsögðu frægastur fyrir hlutverk sitt sem Walter White í þáttaröðinni Breaking Bad. Eru þættirnir jafnan taldir þeir bestu sem framleiddir hafa verið, og ekki er leikur Cranston síðri. Nú segist hann hins vegar þurfa að komast í frí. „Mig langar að eiga þessa upplifun. Mig langar að fara í dagsferðir og fýra svo upp í arninum og drekka vín með nýjum vinum og lesa engin handrit,“ segir Cranston. „Þetta verður ekki þannig að ég hugsi „Æ, ég skal lesa [handritið] og sé til hvað ég geri.“ Nei, þetta er pása. Þetta er stopp.“ Ætlar að leyfa eiginkonunni að ráða för Leiklistarferlinn hóf hann árið 1980 og síðan þá hefur hann komið fram í yfir 160 verkefnum. Í viðtali GQ segist hann hafa fengið uppljómun á mótórhjólaferðalagi með bróður sínum, hætt við að verða lögregluþjónn og stefnt á leikarabrautina. Meðleikarar lýsa honum sem miklum fagmanni. Hann vakni alla morgna um hálf sex, fái sér kaffi og skelli sér í sturtu. Á setti fyrir Breaking bad segist Cranston hafa rakað skallann alla morgna og fundið „persónuleika minn leka af hausnum þar til handklæðið verður kalt.“ Bob Odenkirk, sem lék klækjalögmanninn Saul Goodman í Breaking Bad, ber honum söguna vel. „Ég lærði mest um leiklist með því að leika í sama herbergi og Bryan Cranston,“ er haft eftir Odenkirk sem nefnir smámunasemi Cranston sérstaklega og eiginleika hans til að gerbreyta um karakter á svipstundu. Nú segir Cranston að tími sé kominn til að eyða meiri tíma með eiginkonu hans Robin Dearden, sem hafi undanfarna áratugi snúist í kringum verkefni hans. „Hún hefur haldið í skottið á mér. Hún hefur verið þessi plús einn, kona leikarans. Hún hefur þurft að aðlaga sitt líf að mínu. Nú vil ég jafna það út, hún á það skilið,“ er haft eftir Cranston. Hollywood Frakkland Tengdar fréttir Bryan Cranston segist staddur á Íslandi Bandaríski leikarinn Bryan Cranston virðist vera staddur á Íslandi ef marka má myndband sem hann deildi á Instagram-reikningi sínum í kvöld. 15. mars 2018 22:18 Fær hjálp frá Breaking Bad stjörnu og vinnur satt eða logið um Ísland | Myndband Þeir eru meira að segja að tala um Ísland í NFL-deildinni vegna árangurs strákanna okkar. 29. júní 2016 07:30 Walter White reyndist vera taugaveiklaði pabbinn í Malcolm in the Middle Hal vaknar eftir hræðilega martröð um Breaking Bad í spaugilegri aukasenu. 18. nóvember 2013 13:03 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali Cranston við tímaritið British GQ. Þar segist hann jafnframt hafa plön um að leggja niður framleiðslufyrirtæki sitt, Moonshine Entertainment. Leikarinn er að sjálfsögðu frægastur fyrir hlutverk sitt sem Walter White í þáttaröðinni Breaking Bad. Eru þættirnir jafnan taldir þeir bestu sem framleiddir hafa verið, og ekki er leikur Cranston síðri. Nú segist hann hins vegar þurfa að komast í frí. „Mig langar að eiga þessa upplifun. Mig langar að fara í dagsferðir og fýra svo upp í arninum og drekka vín með nýjum vinum og lesa engin handrit,“ segir Cranston. „Þetta verður ekki þannig að ég hugsi „Æ, ég skal lesa [handritið] og sé til hvað ég geri.“ Nei, þetta er pása. Þetta er stopp.“ Ætlar að leyfa eiginkonunni að ráða för Leiklistarferlinn hóf hann árið 1980 og síðan þá hefur hann komið fram í yfir 160 verkefnum. Í viðtali GQ segist hann hafa fengið uppljómun á mótórhjólaferðalagi með bróður sínum, hætt við að verða lögregluþjónn og stefnt á leikarabrautina. Meðleikarar lýsa honum sem miklum fagmanni. Hann vakni alla morgna um hálf sex, fái sér kaffi og skelli sér í sturtu. Á setti fyrir Breaking bad segist Cranston hafa rakað skallann alla morgna og fundið „persónuleika minn leka af hausnum þar til handklæðið verður kalt.“ Bob Odenkirk, sem lék klækjalögmanninn Saul Goodman í Breaking Bad, ber honum söguna vel. „Ég lærði mest um leiklist með því að leika í sama herbergi og Bryan Cranston,“ er haft eftir Odenkirk sem nefnir smámunasemi Cranston sérstaklega og eiginleika hans til að gerbreyta um karakter á svipstundu. Nú segir Cranston að tími sé kominn til að eyða meiri tíma með eiginkonu hans Robin Dearden, sem hafi undanfarna áratugi snúist í kringum verkefni hans. „Hún hefur haldið í skottið á mér. Hún hefur verið þessi plús einn, kona leikarans. Hún hefur þurft að aðlaga sitt líf að mínu. Nú vil ég jafna það út, hún á það skilið,“ er haft eftir Cranston.
Hollywood Frakkland Tengdar fréttir Bryan Cranston segist staddur á Íslandi Bandaríski leikarinn Bryan Cranston virðist vera staddur á Íslandi ef marka má myndband sem hann deildi á Instagram-reikningi sínum í kvöld. 15. mars 2018 22:18 Fær hjálp frá Breaking Bad stjörnu og vinnur satt eða logið um Ísland | Myndband Þeir eru meira að segja að tala um Ísland í NFL-deildinni vegna árangurs strákanna okkar. 29. júní 2016 07:30 Walter White reyndist vera taugaveiklaði pabbinn í Malcolm in the Middle Hal vaknar eftir hræðilega martröð um Breaking Bad í spaugilegri aukasenu. 18. nóvember 2013 13:03 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Bryan Cranston segist staddur á Íslandi Bandaríski leikarinn Bryan Cranston virðist vera staddur á Íslandi ef marka má myndband sem hann deildi á Instagram-reikningi sínum í kvöld. 15. mars 2018 22:18
Fær hjálp frá Breaking Bad stjörnu og vinnur satt eða logið um Ísland | Myndband Þeir eru meira að segja að tala um Ísland í NFL-deildinni vegna árangurs strákanna okkar. 29. júní 2016 07:30
Walter White reyndist vera taugaveiklaði pabbinn í Malcolm in the Middle Hal vaknar eftir hræðilega martröð um Breaking Bad í spaugilegri aukasenu. 18. nóvember 2013 13:03