Útgefandi Lindemann lætur hann róa og fleiri ásakanir birtast Kristinn Haukur Guðnason skrifar 8. júní 2023 22:17 Till Lindemann hefur misst útgáfusamning sinn við bókaútgáfuna KiWi vegna metoo mála. Getty Fleiri Metoo sögur um Till Lindemann, söngvara þungarokkssveitarinnar Rammstein hafa birst eftir að kona sakaði hann um byrlun í Litháen í síðasta mánuði. Bókaútgefandi hefur sagt upp samningi við Lindemann. Bókaútgefandinn Kiepenheuer & Witsch, eða KiWi, sem gaf út ljóðabækur eftir Till Lindemann í áraraðir hefur slitið samningi við listamanninn. Ástæðan eru þær sögur um byrlun og tælingu sem birst hafa um hann undanfarið, meðal annars á tónleikum og í partíum Rammstein. „Frá okkar sjónarhóli hefur Till Lindemann farið yfir leyfileg mörk í samskiptum sínum við konur. Þess vegna höfum við ákveðið að slíta samstundis samstarfi okkar við Till Lindemann, þar sem samband okkar hefur rofnað með óafturkræfum hætti,“ segir í yfirlýsingu KiWi sem birtist á vef þýska ríkissjónvarpsins Deutsche Welle. Þá segir að útgáfunni hafi borist upplýsingar um „klámmyndband“ með Lindemann þar sem hann vegsami ofbeldi gegn konum og þar sem sést í bókina In Still Night sem KiWi gaf út. Útgáfan hafi ekki gefið neitt leyfi fyrir slíkri notkun á bókinni. Gróft kynferðislegt efni hefur í nokkur skipti sést í myndböndum hljómsveita Lindemann. Svo sem við Rammstein lagið Pussy og NSFW Lindemann lögin Fish On, Knebel og Platz Eins. Fékk tekíla hjá Lindemann Eins og Vísir greindi frá fyrir rúmri viku síðan steig írsk kona að nafni Shelby Lynn fram og lýsti byrlun á tónleikum Rammstein í Litháen. Hafi Lindemann skenkt henni og fleiri stúlkum, sem voru sérvaldar til að koma í eftirpartí, tekíla og eftir það hafi hún orðið mjög rugluð í höfðinu. Var hún teymd að litlu svæði undir sviðinu á miðjum tónleikum þar sem Lindemann á að hafa komið og heimtað kynlíf. Þegar það gekk ekki eftir fór hann burt en hún kastaði upp í heilan sólarhring og vaknaði með marbletti. Tugir stíga fram Í kjölfarið af sögu Lynn hafa tugir kvenna stigið fram og lýst kerfisbundinni tælingu af hálfu Lindemann og starfsliðs hans. Hefur meðal annars verið greint frá þessu í dagblaðinu Suddeutsche Zeitung. Lýsa þær hvernig þær voru valdar fyrir tónleika og beðnar um að senda af sér ljósmyndir. Sumar voru ljósmyndaðar á tónleikunum sjálfum af starfsliði Rammstein. Voru þær svo beðnar um að klæðast á ákveðinn hátt og sitja í sérstakri röð á milli áhorfenda og sviðsins á tónleikunum. En Lynn hafði einmitt lýst nákvæmlega því sama í sinni sögu sem hún birti á Reddit síðu hljómsveitarinnar. Einni konu var beinlínis sagt að hún fengi aðeins að koma í eftirpartí með sveitinni ef hún myndi stunda kynlíf með Lindemann. Öryggi fyrir framan og aftan svið Í yfirlýsingu hafnaði hljómsveitin Rammstein sögu Lynn eftir að hún birtist og sagði að þetta gæti ekki passað við „þeirra umhverfi.“ Það sama hefur nú verið gert eftir að hinar sögurnar birtust. Rammstein birtu yfirlýsinguna á samfélagsmiðlum. Þar segja þeir mikilvægt að aðdáendur séu öruggi á tónleikum sveitarinnar. „Umfjöllun síðustu daga hefur valdið titringi og vakið upp spurningar hjá almenningi og sér í lagi aðdáendum okkar. Ásakanirnar hafa slegið okkur og við tökum þær alvarlega,“ segir í yfirlýsingunni. „Til okkar aðdáenda viljum við segja: Það er okkur mikilvægt að ykkur líði vel og teljið ykkur vera örugg á tónleikum hjá okkur, bæði fyrir framan og aftan sviðið. Við fordæmum allt ofbeldi og biðjum ykkur að sýna þeim sem hafa komið fram með ásakanirnar fulla virðingu. Þau hafa rétt á að segja frá sinni hlið. En við, hljómsveitin, höfum líka rétt til að vera ekki dæmd fyrir fram.“ Þýskaland Tónlist Kynferðisofbeldi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Bókaútgefandinn Kiepenheuer & Witsch, eða KiWi, sem gaf út ljóðabækur eftir Till Lindemann í áraraðir hefur slitið samningi við listamanninn. Ástæðan eru þær sögur um byrlun og tælingu sem birst hafa um hann undanfarið, meðal annars á tónleikum og í partíum Rammstein. „Frá okkar sjónarhóli hefur Till Lindemann farið yfir leyfileg mörk í samskiptum sínum við konur. Þess vegna höfum við ákveðið að slíta samstundis samstarfi okkar við Till Lindemann, þar sem samband okkar hefur rofnað með óafturkræfum hætti,“ segir í yfirlýsingu KiWi sem birtist á vef þýska ríkissjónvarpsins Deutsche Welle. Þá segir að útgáfunni hafi borist upplýsingar um „klámmyndband“ með Lindemann þar sem hann vegsami ofbeldi gegn konum og þar sem sést í bókina In Still Night sem KiWi gaf út. Útgáfan hafi ekki gefið neitt leyfi fyrir slíkri notkun á bókinni. Gróft kynferðislegt efni hefur í nokkur skipti sést í myndböndum hljómsveita Lindemann. Svo sem við Rammstein lagið Pussy og NSFW Lindemann lögin Fish On, Knebel og Platz Eins. Fékk tekíla hjá Lindemann Eins og Vísir greindi frá fyrir rúmri viku síðan steig írsk kona að nafni Shelby Lynn fram og lýsti byrlun á tónleikum Rammstein í Litháen. Hafi Lindemann skenkt henni og fleiri stúlkum, sem voru sérvaldar til að koma í eftirpartí, tekíla og eftir það hafi hún orðið mjög rugluð í höfðinu. Var hún teymd að litlu svæði undir sviðinu á miðjum tónleikum þar sem Lindemann á að hafa komið og heimtað kynlíf. Þegar það gekk ekki eftir fór hann burt en hún kastaði upp í heilan sólarhring og vaknaði með marbletti. Tugir stíga fram Í kjölfarið af sögu Lynn hafa tugir kvenna stigið fram og lýst kerfisbundinni tælingu af hálfu Lindemann og starfsliðs hans. Hefur meðal annars verið greint frá þessu í dagblaðinu Suddeutsche Zeitung. Lýsa þær hvernig þær voru valdar fyrir tónleika og beðnar um að senda af sér ljósmyndir. Sumar voru ljósmyndaðar á tónleikunum sjálfum af starfsliði Rammstein. Voru þær svo beðnar um að klæðast á ákveðinn hátt og sitja í sérstakri röð á milli áhorfenda og sviðsins á tónleikunum. En Lynn hafði einmitt lýst nákvæmlega því sama í sinni sögu sem hún birti á Reddit síðu hljómsveitarinnar. Einni konu var beinlínis sagt að hún fengi aðeins að koma í eftirpartí með sveitinni ef hún myndi stunda kynlíf með Lindemann. Öryggi fyrir framan og aftan svið Í yfirlýsingu hafnaði hljómsveitin Rammstein sögu Lynn eftir að hún birtist og sagði að þetta gæti ekki passað við „þeirra umhverfi.“ Það sama hefur nú verið gert eftir að hinar sögurnar birtust. Rammstein birtu yfirlýsinguna á samfélagsmiðlum. Þar segja þeir mikilvægt að aðdáendur séu öruggi á tónleikum sveitarinnar. „Umfjöllun síðustu daga hefur valdið titringi og vakið upp spurningar hjá almenningi og sér í lagi aðdáendum okkar. Ásakanirnar hafa slegið okkur og við tökum þær alvarlega,“ segir í yfirlýsingunni. „Til okkar aðdáenda viljum við segja: Það er okkur mikilvægt að ykkur líði vel og teljið ykkur vera örugg á tónleikum hjá okkur, bæði fyrir framan og aftan sviðið. Við fordæmum allt ofbeldi og biðjum ykkur að sýna þeim sem hafa komið fram með ásakanirnar fulla virðingu. Þau hafa rétt á að segja frá sinni hlið. En við, hljómsveitin, höfum líka rétt til að vera ekki dæmd fyrir fram.“
Þýskaland Tónlist Kynferðisofbeldi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira