Aðvörun til annarra lánþega Frjálsa lífeyrissjóðsins Indriði Ingi Stefánsson skrifar 8. júní 2023 07:01 Fyrir 3 árum var vaxtaástandið nokkuð gott og þau kjör sem lánþegum buðust á þeim tíma afar hagfelld. En síðan hefur nokkuð vatn hefur runnið til sjávar og full ástæða fyrir lánþega að hafa varann á og kynna sér vel uppfærða vexti, sérstaklega hvað varðar Frjálsa lífeyrissjóðinn. Vextir hærri eftir breytingu en af nýjum lánum Fasteignalán eru almennt til lengri tíma en skemmri. Þegar ég tók mitt lán reiknaði ég fyllilega með að breytingar gætu orðið á vaxtakjörum. Ég var þó með hóflegar væntingar til þess að þær breytingar væru innan eðlilegra marka, aldrei hefði mig þó grunar að eftir hækkun yrðu vextirnir hærri en af nýjum lánum hjá lífeyrissjóðnum. Þar hafði ég einfaldlega rangt fyrir mér. Þau kjör sem lífeyrissjóðurinn býður núna eru 0.18% HÆRRI en vextir sem standa nýjum lánþegum til boða. Þetta er til viðbótar við það að óverðtryggðir vextir Frjálsa lífeyrissjóðsins eru þeir hæstu sem í boði eru fyrir óverðtryggð lán með föstum vöxtum. Ekki virðist tekið tillit til þess að á þeim tíma hlýtur vaxtastig að lækka. Ég tek fram að ég er ekki með viðbótarlán enda er höfuðstóll lánsins langt inn fyrir öll slík viðmið, hér er því ekki um að ræða neins konar vaxtaálag. Enda kemur fram í tilkynningunni að ekki sé um slíkt álag að ræða. Þess í stað tekur lífeyrissjóðurinn einhliða ákvörðun um að hækka vextina. Ekki bara upp í sama vaxtastig og býðst nýjum lántökum, heldur umfram það. Síðan þessi grein var skrifuð kemur í ljós að um var að ræða mistök og Munu vextirnir því eingöngu hækka í 9,57% í stað 9,75% sem er ánægjulegt en ráðleggingarnar standa að öðru leiti óbreyttar að fólk ætti að huga að þessum málum með góðum fyrirvara. Mögulega með því að tryggja sér aðgang að hagstæðum lánum með því að skipta um lífeyrissjóð. Mögulega ekki rétti tíminn til að festa vexti til þriggja ára Það að ætla að festa vexti svo hátt til þriggja ára bætir gráu ofan á svart, en höfum í huga að ekki er víst að öll séu að fylgjast nægilega vel með þessum atriðum. Við þetta bætist að allar spár gera ráð fyrir að Seðlabankinn muni hækka vexti enn frekar og nú eru innan við tveir mánuðir í næsta vaxtaákvörðunardag. Því má gera ráð fyrir að ef lánþegar fara á þeim tímapunkti að endurfjármagna sín lán er hætt við að kjörin hafi versnað enn frekar. Á hinn bóginn gæti verið óskynsamlegt að festa þá háu vexti sem bjóðast í dag til þriggja ára og því rétt að ræða alla valkosti við fjármálaráðgjafa. Vegna nýrra reglna Seðlabankans er hætt við að valkostum til endurfjármögnunar hafi fækkað nokkuð. Og eftir því sem vextir hækka fækkar þeim enn frekar. Því er sennilega skárra að huga að þessu nú en síðar á árinu þegar enn færri kostir munu vera í boði. Óeðlilegar hækkanir Hver er skýringin á þessari hegðun lífeyrissjóðsins. Er hér verið að refsa okkur lánþegum fyrir að hafa nýtt okkur þau ágætu kjör sem okkur buðust áður? Eða búa aðrar ástæður að baki? Hver sem ástæðan er, þá er ljóst að ekki er hægt að treysta því að þessar hækkanir lánveitenda séu eðlilegar. Þess vegna gæti verið klókt að tryggja að boðið sé upp á uppgreiðslu láns án álags, en það er alls ekki sjálfgefið. Til lengri tíma litið ættum við svo öll að kanna hvar við eigum möguleika á að taka lán og ef þar er fáir kostir í boði væri mögulega klókt að gera ráðstafanir til að fjölga þeim. Þessi nýja staða er bein afleiðing af hárri verðbólgu og háu vaxtastigi. Hinn almenni borgari á réttmæta kröfu á fyrirsjáanleika í húsnæðismálum. Þær hækkanir á afborgunum fasteignalána sem framundan eru geta komið mjög illa við fólk sem í flestum tilfellum er að leggja aleiguna í að koma þaki yfir höfuðið. Í mörgum tilfellum munu þessar hækkanir ganga mjög nærri fjárhag lántakenda. Það ástand sem hér blasir við er bersýnilega afleiðing þeirrar ákvörðunar stjórnvalda að reka hér örmynt með sjálfstæða peningastefnu. Það eru hins vegar við, hinir almennu borgarar landsins, sem borgum brúsann. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Lífeyrissjóðir Píratar Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 3 árum var vaxtaástandið nokkuð gott og þau kjör sem lánþegum buðust á þeim tíma afar hagfelld. En síðan hefur nokkuð vatn hefur runnið til sjávar og full ástæða fyrir lánþega að hafa varann á og kynna sér vel uppfærða vexti, sérstaklega hvað varðar Frjálsa lífeyrissjóðinn. Vextir hærri eftir breytingu en af nýjum lánum Fasteignalán eru almennt til lengri tíma en skemmri. Þegar ég tók mitt lán reiknaði ég fyllilega með að breytingar gætu orðið á vaxtakjörum. Ég var þó með hóflegar væntingar til þess að þær breytingar væru innan eðlilegra marka, aldrei hefði mig þó grunar að eftir hækkun yrðu vextirnir hærri en af nýjum lánum hjá lífeyrissjóðnum. Þar hafði ég einfaldlega rangt fyrir mér. Þau kjör sem lífeyrissjóðurinn býður núna eru 0.18% HÆRRI en vextir sem standa nýjum lánþegum til boða. Þetta er til viðbótar við það að óverðtryggðir vextir Frjálsa lífeyrissjóðsins eru þeir hæstu sem í boði eru fyrir óverðtryggð lán með föstum vöxtum. Ekki virðist tekið tillit til þess að á þeim tíma hlýtur vaxtastig að lækka. Ég tek fram að ég er ekki með viðbótarlán enda er höfuðstóll lánsins langt inn fyrir öll slík viðmið, hér er því ekki um að ræða neins konar vaxtaálag. Enda kemur fram í tilkynningunni að ekki sé um slíkt álag að ræða. Þess í stað tekur lífeyrissjóðurinn einhliða ákvörðun um að hækka vextina. Ekki bara upp í sama vaxtastig og býðst nýjum lántökum, heldur umfram það. Síðan þessi grein var skrifuð kemur í ljós að um var að ræða mistök og Munu vextirnir því eingöngu hækka í 9,57% í stað 9,75% sem er ánægjulegt en ráðleggingarnar standa að öðru leiti óbreyttar að fólk ætti að huga að þessum málum með góðum fyrirvara. Mögulega með því að tryggja sér aðgang að hagstæðum lánum með því að skipta um lífeyrissjóð. Mögulega ekki rétti tíminn til að festa vexti til þriggja ára Það að ætla að festa vexti svo hátt til þriggja ára bætir gráu ofan á svart, en höfum í huga að ekki er víst að öll séu að fylgjast nægilega vel með þessum atriðum. Við þetta bætist að allar spár gera ráð fyrir að Seðlabankinn muni hækka vexti enn frekar og nú eru innan við tveir mánuðir í næsta vaxtaákvörðunardag. Því má gera ráð fyrir að ef lánþegar fara á þeim tímapunkti að endurfjármagna sín lán er hætt við að kjörin hafi versnað enn frekar. Á hinn bóginn gæti verið óskynsamlegt að festa þá háu vexti sem bjóðast í dag til þriggja ára og því rétt að ræða alla valkosti við fjármálaráðgjafa. Vegna nýrra reglna Seðlabankans er hætt við að valkostum til endurfjármögnunar hafi fækkað nokkuð. Og eftir því sem vextir hækka fækkar þeim enn frekar. Því er sennilega skárra að huga að þessu nú en síðar á árinu þegar enn færri kostir munu vera í boði. Óeðlilegar hækkanir Hver er skýringin á þessari hegðun lífeyrissjóðsins. Er hér verið að refsa okkur lánþegum fyrir að hafa nýtt okkur þau ágætu kjör sem okkur buðust áður? Eða búa aðrar ástæður að baki? Hver sem ástæðan er, þá er ljóst að ekki er hægt að treysta því að þessar hækkanir lánveitenda séu eðlilegar. Þess vegna gæti verið klókt að tryggja að boðið sé upp á uppgreiðslu láns án álags, en það er alls ekki sjálfgefið. Til lengri tíma litið ættum við svo öll að kanna hvar við eigum möguleika á að taka lán og ef þar er fáir kostir í boði væri mögulega klókt að gera ráðstafanir til að fjölga þeim. Þessi nýja staða er bein afleiðing af hárri verðbólgu og háu vaxtastigi. Hinn almenni borgari á réttmæta kröfu á fyrirsjáanleika í húsnæðismálum. Þær hækkanir á afborgunum fasteignalána sem framundan eru geta komið mjög illa við fólk sem í flestum tilfellum er að leggja aleiguna í að koma þaki yfir höfuðið. Í mörgum tilfellum munu þessar hækkanir ganga mjög nærri fjárhag lántakenda. Það ástand sem hér blasir við er bersýnilega afleiðing þeirrar ákvörðunar stjórnvalda að reka hér örmynt með sjálfstæða peningastefnu. Það eru hins vegar við, hinir almennu borgarar landsins, sem borgum brúsann. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun