Seðlabankinn hvetur lánastofnanir til sveigjanleika Heimir Már Pétursson skrifar 7. júní 2023 11:55 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans hafa skilað árangri. Hægt hafi á fasteignamarkaðnum og raunverð íbúða lækkað. Eignamyndun hafi einnig verið mikil undanfarin ár. Stöð 2/Ívar Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans með vaxtahækkunum og hertum lánaskilurðum hafa kælt niður húsnæðismarkaðinn. Sömuleiðis hafi eignamyndun í íbúðarhúsnæði aukist. Brýnt sé að lánastofnanir bjóði lántakendum skilamálabreytingar á lánum miðað við þarfir hvers og eins, sérstaklega eftir að tímabil fastra vaxta á lánum rennur út. Fjármálastöðuleikanefnd Seðlabankans kynnti mat sitt á stöðu fjármálakerfisins í morgun sem stæði traustum fótum á sama tíma og peningalegt aðhald hefði aukist. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar segir aðgerðir bankans með hækkun vaxta og hertari reglum um greiðslubyrði og eignfjárstöðu hafa skilað árangri. Ásgeir Jónsson seðlabankastjórisegir hvetur lánastofnanir til að sýna lántakendum sveigjanleika innan núverandi lánareglna. Til að mynda mætti semja um vaxtaþak á óverðtryggð lán þannig að hluti vaxtanna færist aftur fyrir lánstímann og framlengja hann.Stöð 2/Ívar „En það sem skiptir okkur máli er að þessi lánþegaskilyrði hafa tryggt að okkar mati að fólk hefur ekki verið að taka óhóflega áhættu þegar það er að kaupa fasteignir. Við höfum takmarkað möguleika fólks til að taka lán, veðsetja sig. Við settum ákveðið viðmið varðandi skuldsetningu, viðmið varðandi greiðslur. Þannig að fólk geti staðist sveiflur á markaðnum, hvort sem hann fer upp eða niður. Okkur finnst að þetta standist,” segir seðlabankastjóri. Hægt hafi á íbúðamarkaðnum og raunverð íbúða lækkað. Á sama tíma hafi fasteignaverð um sextíu prósent frá árinu 2020 og þannig hafi eignarmyndunin verið hröð, sérstaklega hjá þeim sem væru með nafnvaxtalán. Þar hafi raunvextir verið neikvæðir um nokkurn tíma. Nú þegar þriggja til fimm ára tímabil fastra vaxta margra heimila væri að líða undir lok, væri engin ástæða fyrir fólk með skaplega greiðslubyrði að örvænta. Seðlabankinn hvetji bankana til nýta aukna eignarmyndun heimilanna til að hliðra til í lánaskilmálum þeirra. „Þeir sem kaupa fasteign hljóta að gera það til lengri tíma. Það geta komið ár þar sem fasteignaverð hækkar og önnur þar sem fasteignaverð lækkar. Ef þú tekur breytilega vexti verður fólk að átta sig á því að vextir hækka og svo geta þeir lækkað aftur. Vonandi náum við þeim árangri í baráttunni við verðbólgu að við getum lækkað vexti aftur,“ segir Ásgeir. Þetta væru skammtímasveiflur sem fólk verði að hafa það í huga þegar tekin væru lán til 40 ára. „Það sem við viljum að gerist er að fólk taki samtal við bankann sinn, lífeyrissjóðinn sinn eða einhver annan aðila sem hefur lánað þeim og fari yfir málin með þeim. Við viljum ýta við lánveitendum að taka þetta samtal,“ segir Ásgeir Jónsson. Húsnæðismál Verðlag Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Heimilin hugi að breytingu lánasamninga Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum og þar með einnig heimilunum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Vanskil í bankakerfinu séu þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð. 7. júní 2023 08:42 Bein útsending: Fjármálastöðugleikanefnd kynnir yfirlýsingu sína Seðlabankinn boðar til blaðamannafundar í dag en tilefnið er yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar. Fundurinn hefst klukkan 9:30 í Safnahúsinu við Hverfisgötu. 7. júní 2023 09:33 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Fjármálastöðuleikanefnd Seðlabankans kynnti mat sitt á stöðu fjármálakerfisins í morgun sem stæði traustum fótum á sama tíma og peningalegt aðhald hefði aukist. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar segir aðgerðir bankans með hækkun vaxta og hertari reglum um greiðslubyrði og eignfjárstöðu hafa skilað árangri. Ásgeir Jónsson seðlabankastjórisegir hvetur lánastofnanir til að sýna lántakendum sveigjanleika innan núverandi lánareglna. Til að mynda mætti semja um vaxtaþak á óverðtryggð lán þannig að hluti vaxtanna færist aftur fyrir lánstímann og framlengja hann.Stöð 2/Ívar „En það sem skiptir okkur máli er að þessi lánþegaskilyrði hafa tryggt að okkar mati að fólk hefur ekki verið að taka óhóflega áhættu þegar það er að kaupa fasteignir. Við höfum takmarkað möguleika fólks til að taka lán, veðsetja sig. Við settum ákveðið viðmið varðandi skuldsetningu, viðmið varðandi greiðslur. Þannig að fólk geti staðist sveiflur á markaðnum, hvort sem hann fer upp eða niður. Okkur finnst að þetta standist,” segir seðlabankastjóri. Hægt hafi á íbúðamarkaðnum og raunverð íbúða lækkað. Á sama tíma hafi fasteignaverð um sextíu prósent frá árinu 2020 og þannig hafi eignarmyndunin verið hröð, sérstaklega hjá þeim sem væru með nafnvaxtalán. Þar hafi raunvextir verið neikvæðir um nokkurn tíma. Nú þegar þriggja til fimm ára tímabil fastra vaxta margra heimila væri að líða undir lok, væri engin ástæða fyrir fólk með skaplega greiðslubyrði að örvænta. Seðlabankinn hvetji bankana til nýta aukna eignarmyndun heimilanna til að hliðra til í lánaskilmálum þeirra. „Þeir sem kaupa fasteign hljóta að gera það til lengri tíma. Það geta komið ár þar sem fasteignaverð hækkar og önnur þar sem fasteignaverð lækkar. Ef þú tekur breytilega vexti verður fólk að átta sig á því að vextir hækka og svo geta þeir lækkað aftur. Vonandi náum við þeim árangri í baráttunni við verðbólgu að við getum lækkað vexti aftur,“ segir Ásgeir. Þetta væru skammtímasveiflur sem fólk verði að hafa það í huga þegar tekin væru lán til 40 ára. „Það sem við viljum að gerist er að fólk taki samtal við bankann sinn, lífeyrissjóðinn sinn eða einhver annan aðila sem hefur lánað þeim og fari yfir málin með þeim. Við viljum ýta við lánveitendum að taka þetta samtal,“ segir Ásgeir Jónsson.
Húsnæðismál Verðlag Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Heimilin hugi að breytingu lánasamninga Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum og þar með einnig heimilunum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Vanskil í bankakerfinu séu þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð. 7. júní 2023 08:42 Bein útsending: Fjármálastöðugleikanefnd kynnir yfirlýsingu sína Seðlabankinn boðar til blaðamannafundar í dag en tilefnið er yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar. Fundurinn hefst klukkan 9:30 í Safnahúsinu við Hverfisgötu. 7. júní 2023 09:33 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Heimilin hugi að breytingu lánasamninga Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum og þar með einnig heimilunum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Vanskil í bankakerfinu séu þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð. 7. júní 2023 08:42
Bein útsending: Fjármálastöðugleikanefnd kynnir yfirlýsingu sína Seðlabankinn boðar til blaðamannafundar í dag en tilefnið er yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar. Fundurinn hefst klukkan 9:30 í Safnahúsinu við Hverfisgötu. 7. júní 2023 09:33