Það er þörf á markvissum aðgerðum til að auka þjónustu sérgreinalækna á landsbyggðinni Bjarni Jónsson skrifar 7. júní 2023 11:01 Traust búseta og fjölskylduvænt samfélag á landsbyggðinni felst í öruggu aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu, menntun, heilnæmu umhverfi, traustum fjarskiptum, samgöngubótum og fjölbreyttum atvinnutækifærum við allra hæfi. Ein grundvallarforsenda búsetuöryggis er öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Íbúar á öllu landinu verða að geta sótt heilbrigðisþjónustu nálægt sínum heimahögum. Því verður að halda áfram að byggja upp og efla heilbrigðisþjónustu um land allt og tryggja um leið að allir landsmenn eigi aðgang að bestu mögulegri heilbrigðisþjónustu. Öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu Við erum of oft minnt á að grunninnviðir okkar, til að vernda líf og heilsu fólks, eru götóttir. Of margir staðir á landinu búa ekki við örugga læknisþjónustu og stöðuga viðveru lækna og hjúkrunarfræðinga til að geta brugðist strax við ef fyrirvaralítið koma upp alvarleg veikindi eða slys. Hér þarf að gera svo miklu betur og í samvinnu við viðkomandi byggðarlög. Á undanförnum árum hefur flóknari aðgerðum og sérfræðiþjónustu verið hagrætt í burtu af landsbyggðinni og til Reykjavíkur í hagræðingarskyni. Á móti átti að fjölga komum sérfræðilækna út á heilsugæslustöðvarnar um landið til að geta sinnt hluta þeirrar þjónustu áfram í heimabyggð. Það hefur ekki gengið eftir. Fólk af landsbyggðinni þarf nú í síauknum mæli að sækja sérfræðiþjónustu til Reykjavíkur með þeim kostnaði, fyrirhöfn og áhættu sem því fylgir. Sérgreinalæknar koma sjaldnar á landsbyggðina Landsbyggðin fær nú sérgreinalækna sjaldnar í heimabyggð og biðlistar lengjast. Það er þörf á markvissum aðgerðum til að fjölga sérgreinalæknum, eins og formaður Læknafélags Íslands, Steinunn Þórðardóttir kallaði nýlega eftir í viðtali við Ríkisútvarpið. Þar staðfesti hún að komum sérgreinalækna á landsbyggðina hafi farið fækkandi síðustu misseri og að það sé afleiðing þess hve sárlega vanti fólk í ákveðnar sérgreinar. Samkvæmt heilbrigðisstefnu yfirvalda til 2030 segir að jafna eigi aðgengi fólks á landsbyggðinni að heilsugæslu og þjónustu sérfræðinga. Það verður ekki einungis gert með öflugri fjarheilbrigðisþjónustu og vel skipulögðum sjúkraflutningum, eða eins og formaður Læknafélagsins segir (með leyfi forseta) „Fjarþjónusta lækna er alltaf talin verra úrræði heldur en að hitta lækninn í eigin persónu.“ Ég fór yfir þessa grafalvarlegu þróun í störfum þingsins á Alþingi í vikunni. Við þurfum aðgerðir strax til að fjölga sérgreinalæknum og auka þjónustu þeirra á landsbyggðinni. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Heilbrigðismál Byggðamál Vinstri græn Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Traust búseta og fjölskylduvænt samfélag á landsbyggðinni felst í öruggu aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu, menntun, heilnæmu umhverfi, traustum fjarskiptum, samgöngubótum og fjölbreyttum atvinnutækifærum við allra hæfi. Ein grundvallarforsenda búsetuöryggis er öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Íbúar á öllu landinu verða að geta sótt heilbrigðisþjónustu nálægt sínum heimahögum. Því verður að halda áfram að byggja upp og efla heilbrigðisþjónustu um land allt og tryggja um leið að allir landsmenn eigi aðgang að bestu mögulegri heilbrigðisþjónustu. Öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu Við erum of oft minnt á að grunninnviðir okkar, til að vernda líf og heilsu fólks, eru götóttir. Of margir staðir á landinu búa ekki við örugga læknisþjónustu og stöðuga viðveru lækna og hjúkrunarfræðinga til að geta brugðist strax við ef fyrirvaralítið koma upp alvarleg veikindi eða slys. Hér þarf að gera svo miklu betur og í samvinnu við viðkomandi byggðarlög. Á undanförnum árum hefur flóknari aðgerðum og sérfræðiþjónustu verið hagrætt í burtu af landsbyggðinni og til Reykjavíkur í hagræðingarskyni. Á móti átti að fjölga komum sérfræðilækna út á heilsugæslustöðvarnar um landið til að geta sinnt hluta þeirrar þjónustu áfram í heimabyggð. Það hefur ekki gengið eftir. Fólk af landsbyggðinni þarf nú í síauknum mæli að sækja sérfræðiþjónustu til Reykjavíkur með þeim kostnaði, fyrirhöfn og áhættu sem því fylgir. Sérgreinalæknar koma sjaldnar á landsbyggðina Landsbyggðin fær nú sérgreinalækna sjaldnar í heimabyggð og biðlistar lengjast. Það er þörf á markvissum aðgerðum til að fjölga sérgreinalæknum, eins og formaður Læknafélags Íslands, Steinunn Þórðardóttir kallaði nýlega eftir í viðtali við Ríkisútvarpið. Þar staðfesti hún að komum sérgreinalækna á landsbyggðina hafi farið fækkandi síðustu misseri og að það sé afleiðing þess hve sárlega vanti fólk í ákveðnar sérgreinar. Samkvæmt heilbrigðisstefnu yfirvalda til 2030 segir að jafna eigi aðgengi fólks á landsbyggðinni að heilsugæslu og þjónustu sérfræðinga. Það verður ekki einungis gert með öflugri fjarheilbrigðisþjónustu og vel skipulögðum sjúkraflutningum, eða eins og formaður Læknafélagsins segir (með leyfi forseta) „Fjarþjónusta lækna er alltaf talin verra úrræði heldur en að hitta lækninn í eigin persónu.“ Ég fór yfir þessa grafalvarlegu þróun í störfum þingsins á Alþingi í vikunni. Við þurfum aðgerðir strax til að fjölga sérgreinalæknum og auka þjónustu þeirra á landsbyggðinni. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun