Frá þessu greinir Smartland. Helena birti á dögunum mynd af parinu nýja á ferðalagi þeirra um Brussel í Belgíu, undir yfirskriftinni „Ástin er sæt eins og marengs!“
Þá greindi Gunnar Lárus frá því á Facebook í gær að „kærastan ætti afmæli“, svo það er nægu að fagna hjá parinu um þessar mundir.
Dr. Gunna þarf vart að kynna fyrir mörgum en hann hefur víða komið við á löngum tónlistar- og fjölmiðlaferli. Hann hefur stýrt þáttum á borð við Popppunkt á RÚV og vinsælum útvarpsþáttum. Þá hefur hann leikið með hljómsveitum á borð við Bless og Unun, að ógleymdri goðsagnakenndri barnaplötu hans Abbababb!
Í frétt Smartlands segir að Helena reki gallerýið Týsgallerí auk þess að hafa starfað í ferðaþjónustu með eigin rekstur og kennt myndlist.