Alfarið á móti styttingu ræðutíma: „Þetta er ólýðræðislegt“ Árni Sæberg skrifar 6. júní 2023 20:37 Helga Áss var heldur heitt í hamsi á fundi borgarstjórnar í kvöld. Skjáskot Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins var harðorður í kvöld þegar hann ræddi fyrirhugaða styttingu ræðutíma á fundum Borgarráðs. Hann velti því meðal annars fyrir sér hvort meirihlutinn væri að reyna að þagga niður í minnihlutanum. Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar samþykkti á föstudag tillögur um að festa í sessi breytingar sem gerðar voru til bráðabirgða á fundartíma borgarstjórnar. Þá verður ræðum fækkað og ræðutími styttur. Helgi Áss Grétarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fór hörðum orðum um áform þessi á fundi borgarstjórnar, sem nú stendur yfir. Fundinn má sjá í beinni hér að neðan: „Það sem mér finnst vera mjög mikilvægt fyrir þá sem sitja í borgarstjórn, er að þeir átti sig á að þetta er eini vettvangurinn fyrir þá sem eru í minnihluta, til að tala milliliðalaust á vettvangi borgarstjórnar við þá sem hafa kosið okkur. Fundir ráða og nefnda eru lokaðir. Það er þess vegna mjög bagalegt, þegar verið er að vinna að því að draga úr lýðræðislegum rétti þeirra sem hér hafa verið kjörnir til að tala um sín mál,“ segir Helgi Áss. Hann bendir á að í fyrra hafi borgarfulltrúar mátt tala í tuttugu mínútur en nú standi til að stytta þann tíma niður í átta mínútur og að á Akureyri, til dæmis, sé sá tími bæjarfulltrúa ótakmarkaður. „Þetta er ólýðræðislegt og til þess fallið að draga úr því eftirlitshlutverki sem borgarfulltrúar eru kjörnir til að gegna, meðal annars þeir sem eru í minnihluta. Þetta er að mínu mati óboðlegt.“ Meirihlutanum sjálfum að kenna hversu lengir fundir eru Helgi Áss bendir einnig á það að það hafi verið að undirlagi flokka sem nú eru í meirihluta að borgarfulltrúum var fjölgað úr fimmtán í 23 á sínum tíma. Þá segir hann að áhugavert væri ef tölfræði væri tekin saman um það hversu margir fulltrúar meirihlutans stígi í pontu á borgarstjórnarfundum og þá hversu oft og hversu lengi. Þessi nálgun öll er óásættanleg og það er bara mjög mikilvægt þegar kemur að opinberum störfum, að vinna fyrir almenning, að formsatriði af þessu tagi séu í lagi vegna þess að það er ekki með því að draga úr hinu lýðræðislega aðhaldi sem líkur aukast á því að meiri virðing sé borin fyrir borgarstjórn, þvert á móti. Vegna þess að þegar við erum hér inni þá hættum við að vera einstaklingar. Við erum fulltrúar fólksins sem býr í þessari borg og þess vegna eru ákveðin formsatriði þegar kemur að því hvernig við ávörpum hvert annað,“ segir Helgi Áss. Veltir fyrir sér lögmæti breytinganna Helgi Áss segist ekki geta orða bundist við ákvörðun forsætisnefndar og segist telja sérstaklega slæmt að tími andsvara verði styttur. Það sé í þeim sem líflegar umræður myndast. „Ég hvet alla þá sem eru í meiri hlutanum að endurskoða þetta og ég bendi á að formlega samkvæmt lögum þarf ráðherra að samþykkja þessa samþykkt og að fyllsta ástæða er fyrir þá sem eru í minnihluta að athuga það hvort svona breyting sé lögleg. Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Sjá meira
Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar samþykkti á föstudag tillögur um að festa í sessi breytingar sem gerðar voru til bráðabirgða á fundartíma borgarstjórnar. Þá verður ræðum fækkað og ræðutími styttur. Helgi Áss Grétarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fór hörðum orðum um áform þessi á fundi borgarstjórnar, sem nú stendur yfir. Fundinn má sjá í beinni hér að neðan: „Það sem mér finnst vera mjög mikilvægt fyrir þá sem sitja í borgarstjórn, er að þeir átti sig á að þetta er eini vettvangurinn fyrir þá sem eru í minnihluta, til að tala milliliðalaust á vettvangi borgarstjórnar við þá sem hafa kosið okkur. Fundir ráða og nefnda eru lokaðir. Það er þess vegna mjög bagalegt, þegar verið er að vinna að því að draga úr lýðræðislegum rétti þeirra sem hér hafa verið kjörnir til að tala um sín mál,“ segir Helgi Áss. Hann bendir á að í fyrra hafi borgarfulltrúar mátt tala í tuttugu mínútur en nú standi til að stytta þann tíma niður í átta mínútur og að á Akureyri, til dæmis, sé sá tími bæjarfulltrúa ótakmarkaður. „Þetta er ólýðræðislegt og til þess fallið að draga úr því eftirlitshlutverki sem borgarfulltrúar eru kjörnir til að gegna, meðal annars þeir sem eru í minnihluta. Þetta er að mínu mati óboðlegt.“ Meirihlutanum sjálfum að kenna hversu lengir fundir eru Helgi Áss bendir einnig á það að það hafi verið að undirlagi flokka sem nú eru í meirihluta að borgarfulltrúum var fjölgað úr fimmtán í 23 á sínum tíma. Þá segir hann að áhugavert væri ef tölfræði væri tekin saman um það hversu margir fulltrúar meirihlutans stígi í pontu á borgarstjórnarfundum og þá hversu oft og hversu lengi. Þessi nálgun öll er óásættanleg og það er bara mjög mikilvægt þegar kemur að opinberum störfum, að vinna fyrir almenning, að formsatriði af þessu tagi séu í lagi vegna þess að það er ekki með því að draga úr hinu lýðræðislega aðhaldi sem líkur aukast á því að meiri virðing sé borin fyrir borgarstjórn, þvert á móti. Vegna þess að þegar við erum hér inni þá hættum við að vera einstaklingar. Við erum fulltrúar fólksins sem býr í þessari borg og þess vegna eru ákveðin formsatriði þegar kemur að því hvernig við ávörpum hvert annað,“ segir Helgi Áss. Veltir fyrir sér lögmæti breytinganna Helgi Áss segist ekki geta orða bundist við ákvörðun forsætisnefndar og segist telja sérstaklega slæmt að tími andsvara verði styttur. Það sé í þeim sem líflegar umræður myndast. „Ég hvet alla þá sem eru í meiri hlutanum að endurskoða þetta og ég bendi á að formlega samkvæmt lögum þarf ráðherra að samþykkja þessa samþykkt og að fyllsta ástæða er fyrir þá sem eru í minnihluta að athuga það hvort svona breyting sé lögleg.
Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Sjá meira